Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 102

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 102
MIKILVÆGAR MARKAÐSFRETTIR UR PACIFIC FISHING 102 VIKINGUR RÆKJA. Þótt verö upp úr skipi sé aöeins 53 kr/kg er sóknin á Vesturströnd Bandaríkjanna enn mik- il. í júlílok voru komin á land á vesturströndinni á þessu ári alls 20.111 tonn á móti 18.155 tonnum á sama tíma árið 1986. Óvenjulega snemma hefur oröiö vart við fyrsta árs rækju á miðunum undan ströndum Kaliforníu, sem gæti þýtt annað gott rækjuár. Ekki hefur þó allsstaðar orðið vart við þessa ungu rækju. HÁFUR. Góður markaður er fyrir háf í Kaliforníu. Framboðið er of lítið til að fullnægja mikilli eftir- spurn sem er prímus mótor veiðanna. Thresher háfurinn er einkum eftirsóttur en veiðist ekki í miklum mæli. Verð til sjómanna er að meðaltali 136 kr/kg og heildsöluverð 175 kr/kg. Barðaháfur er seldur í heildsölu á 150 kr/kg. Líklegt er að barðaháfurinn seljist á föstunni á 167 kr/kg sem mundi þá vera hæsta verð sem fengist hefur fyrir barðaháf. Eftirspurn eftir súpuuggum hefur vaxið verulega í sumar. Uggarnir eru á 29 kr/kg til sjó- manna. ÍGULKER. Meðfram allri Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna veiðast ígulker. í Oregon ríki hafa að því er fréttir herma 96 kafarar stundað veiðarn- ar í ár en voru aðeins 18 í fyrra. Kafararnir fá að meðaltali 25 kr. fyrir ígulkerið. í Kalifomíu hefur verið ákveðið að veita ekki fleiri leyfi til ígulkeraveiða frá og með júlímánuði en eins og er hafa 700 leyfi verið veitt. í Norður- Kaliforníu hafa komið á land 3.640 tonn af ígul- kerjum, en allt árið 1986 var landað 4.323 tonn- um. Fiskifræðingar búast við að stofninn undan Norður-Kaliforníu þoli ekki núverandi sókn og hefur undanfarið orðið vart við eldri og óæskilegri ígulker. Eins og er fást á markaði í Japan 442- 1825 kr. á kg í 8 - 9 únsa bakka af ígulkerjahrogn- um. SURIMI. Búist er við að Japanir framleiði á þessu ári sama magn af surimi og á árinu 1986. 15% minnkun á surimiframleiðslu Japana í fiskveiði- lögsögu Bandaríkjanna hefur verið mætt með framleiðslu í samvinnu við Rússa og veiðum á fisktegundinni hoki við Nýja Sjáland. Birgðir af fyrsta flokks sjóunnu surimi eru takmarkaðar. Út- flutningur Japana á gervikrabba er minni en á síðasta ári. í júnílok höfðu Japanir flutt 10.023 tonn af gervikrabba til Bandaríkjanna. í Japan er 1. flokks surimi framleitt í verksmiðjuskipi selt á 120 - 125 kr/kg sem er lækkun um 3,34 kr/kg. Nýlega hefur Fiskveiðaþróunarsjóður Alaska veitt verðlaun í framleiðslusamkeppni fyrir há- degisverð þar sem aöaluppistaöan var surimi, skyndibiti úr laxi, chilisúpa úr hökkuðum Alaska- ufsa og próteinblöndu úr laxi og surimi. Heildsölu- verð á gervikrabba er frá 150 - 246 kr/kg. HROGN. Á heildsölumarkaði í Tókýó seldist fyrstu sex mánuði ársins alls 3.721 tonn af Al- askaufsahrognum á meðalverði, 342 kr/kg. Magnið er næstum því 18% meira en á síðasta ári sem stafar aðallega af 25% lægra verði. Verð á laxahrognum (sem eru helsti keppinautur Al- askaufsahrogna) frá Alaska hefur lækkað um næstum því helming. Núverandi verð er frá 437- 729 kr/kg LAX. Þótt birgðir af niðursoðnum laxi séu nú meiri en á árinu 1986 er ekki gert ráð fyrir að heildsölu- verð lækki. í byrjun ágúst voru birgðir af niður- soðnum laxi í Bandaríkjunum og Kanada alls 1.045.512 kassar (48 stórar dósir í kassa) á móti 698.108 kössum á sama tíma árið 1986. Markaður af frystum laxi hefur ekki róast eins og flestir bjuggust við. Þetta stafar af minna fram- boði, samfara mikilli eftirspurn. Japanir kaupa nú lax á 284 kr/kg (meðalverð) FOB Seattle. Fiskimenn fá 167 kr/kg að meðaltali. Til Evrópu fer laxategundín red kings á meðalverði 363 kr/kg FOB Seattle. SILD. Verð á síldarmjöli og lýsi er hækkandi á heimsmarkaði. Ástæður fyrir þessu er m.a. að í sumum löndum er all mikiö gert af því að nota síldarlýsi til upphitunar, talið er að alls séu 200.000 tonn notuð í þessu skyni. í Perú er nú skortur á síldarlýsi fyrir heimamarkað, en búist er við að Perúmenn fullnægi þessari eftirspurn með kaupum frá Japan. Einnig hefur það áhrif til hækkunar á síldarafurðum að búist er við lítill framleiðslu á síðasta fjórðungi þessa árs. Hins- vegar eru takmörk fyrir því hve hátt verðið má fara með tilliti til sojamjöls og sojaolíu. í haust hefur hlutfall á verði þessara afurða verið 2, þ.e. síld- arafurðir hafa veriö helmingi hærri en sojaafurðir. Þetta hlutfall er í hærri kantinum. Reiknað er með að á fyrri helmingi næsta árs verði frekar lítil fram- leiðsla á noröurhveli á síldarmjöli og síldarlýsi. Hinsvegar er bjart framundan í pessu efni á suð- urhveli. í heild má þó reikna með góðu jafnvægi milli framboðs og eftirspumar á fyrri helmingi árs- ins en þó er of snemmt að spá um verðið. LAXVEIÐAR Færeyinga í sjó byrjuðu aftur 2. nóvember. Búist er við að 23 skip stundi veiðam- ar að þessu sinni, en aðeins 4 hafa enn fengið leyfi. Hinir hafa ekki ennþá uppfyllt öll skilyrði til að hljóta leyfi. Færeyingar mega á árunum 1987, 1988 og 1989 veiða að meðaltali 600 tonn af laxi í sjó. Lítið veiddist í vor og því eru möguleikar á að veiða talsvert nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.