Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 7
Ólafur Ólafsson landlæknir Dettur einhverjum í hug að vökulög séu haldin? „Það eru engin vökulög. Menn eru útkeyrðir og þreyttir og það er greinilegt að sjó- mönnum er misboðið. Ég veit ekki hvað á að gera til að vekja frekari athygli á þessu. Ég hef sent öllum dagblöðum og vikublöðum þetta en það birtir það enginn. Hvers vegna? spyr ég. Það er helst að Tim- inn geri það, hann er jú land- búnaðarblað," sagði Ólafur Ólafsson um orsakir slysa á sjómönnum, en eins og kemur fram í máli landlæknis hefur hann mestar áhyggjur af hversu stopul hvíld sjómanna er. „Það er verið að misbjóða íslenskum sjómönnum. Það hefur verið borin saman dánar- tíðni íslenskra sjómanna og sjómanna á öðrum Norður- löndum, munurinn er hrikaleg- ur. Hún er miklu hærri hér, en svo virðist sem enginn þori að segja frá því. Þær tölur sem ég er með eru birtar í opinberum læknaskýrslum. Ég hef verið á um sautján stöðum úti á landi - þóst vera læknir til að létta mér lífið á þessari skrifstofu sem drepur alla - og þar hef ég séð þetta. Það er algengt að menn stundi sjó það hart að þeir fara snemma á morgnana og koma seint á kvöldin, það tekur því ekki fyrir þá að fara heim að sofa þar sem svefntíminn er það stuttur. Þessir menn fara kannski bara heim um helgar, þó er göngufæri heim til þeirra. Dettur einhverjum í hug að vökulög séu haldin?“ Nú bíða menn eftir að vinnu- tilskipun Evrópusambandsins verði lögfest hér á landi... „Já, hugsaðu þér. Þingmenn hér á landi taka andköf. Það eru tvær þjóðir sem berjast gegn þessu; við og Bretar. Ég var á fundi með læknum. Meðal þeirra er dæmi um að þeir vinni í heilan sólarhring. íslendingar og Bretar skera sig úr varðandi hvað læknar vinna mikið, sérstaklega aðstoðar- læknar. Það er merkilegt að það er búið að sanna vísin- dalega að ungur læknir dó vegna of mikillar vinnu. Þetta gerðist í Bretlandi fyrir um ári. Ungi læknirinn hné niður og dó. Þegar þetta var kannað kom í Ijós að síðustu vikurnar hafði hann unnið 120 tíma á viku. Við rannsókn kom í Ijós að vissir vefir líkamans voru tæmdir. Hann fékk dánaror- sökina ofþreyta og ofvinna." Það er ekki bara hægt að benda á að betur megi gera, er ekki hægt að benda á einhverj- arlausnir, til dæmis hvað varðar sjómenn? „Meiri hvíld. Auðvitað þéna menn meira eftir því sem þeir vinna meira. Það eru of fáir á skipunum. Þar bera allir sök; útgerð, skipstjórinn og há- setarnir. Þetta minnir mig á stúlkurnar í Vestmannaeyjum sem vildu meiri og meiri yfirvinnu. Það verður að ræða þetta mál, þessir menn fara á heilsu með þessu háttalagi." __________við drukknun Dánartíðni pr. 100 þús. íbúa af völdum sjó- og á Norðurlöndum 1980-1989 Hafnarbraut 25 • 200 Kópavogur Sími 554 0000 • Fax 554 4167 Hvort sem þú kallar þau Klaka-, teygju- eða teleskópbönd, þá eru útdraganlegu færiböndin frá KLAKA „draumur í dós“. Hægt er að setja fisk og ís beint í fiskkör í öllum hornum lestarinnar. Böndin eru snúanleg 360 gráður og geta flutt uppí- og niðrímóti • Bætir meðferðina á fiskinum verulega • Meiri afköst nást • Gjörbylting á vinnubrögðum í lestinni. Böndin eru úr rafbrynjuðu sjóþolnu áli. Þau eru knúin tromlumótor 0,55 kW, 0,32 m/s. Þau ná frá 2,7 til 4,8 metrum frá upphengju, sem getur verið endi á færan- legu bandi í lestarlofti eða festing beint undir lúgu. Styttri útgáfa fáanleg. \mm\ SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.