Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Side 18
Xfkiynm J&kktir Vktt Aþriðja fjórðungi þessa árs fórust 22 skip, 500 rúm- lestir og stærri, samkvæmt upplýsingum frá breskum tryggingafélögum. Samanlögð stærð skipanna var 211.933 rúmlestir. Það sem af er árinu hafa 75 skip farist og með þeirn 931 maður. ■ fiíUvuyu^íi Ibyrjun ágúst var sjósett 70 metra eining sem var fram- hluti ekjuskips hjá Sterkoder- skipasmíðastöðinni í Noregi. Eltki vildi betur til en að ein- ingin sökk, en hún var hluti af 7.500 tonna ferju sem var í smíðum hjá skipasmíða- stöðinni fyrir Rederi A.B. Engship í Finnlandi. Björg- unaraðgerðir á stefnishlut- anum hófúst um miðjan september og er búist við að einungis verði fjögurra mán- aða seinkun á afhendingu skipsins. ■ Laumufarþegavandinn Alltaf eru að heyrast sögur af laumufarþegum um borð i skipum og það sem verra er að í vaxandi mæli eru áhafnir skipa farnar að kasta þeim fyrir borð. Slíkur verknaður er ekk- ert annað en manndráp en sem betur fer hefur komist upp um mörg skip sem slíkt hafa gert. Nú standa yfir réttarhöld í Kanada yfir sex yfirmönnum af gámaskipi sem hentu mönnum fyrir borð en þeim varð ekki bjargað. Fimm laumufarþegar fundust í fjöru við Walvis Bay í Namibíu en eins og flestir vita eru margir íslendingar búsettir þar niður frá. Þessum fimm mönnum, sem allir voru frá Kongó, var varpað fyrir borð af skipi skráðu á Filippseyjum. Einhverju dóti var kastað fyrir borð með þeim þannig að þeir höfðu drasl til að fleyta sér á í þrjá sólarhringa þar tii þeim skolaði á land. Laumufarþegar fela sig víða um borð í skipum. Flutningabílstjóri frá Saudi- Arabíu lenti í rifrildi við yfirmann sinn út af launum og var hann sviptur vegabréfi af þeim sökum. Hann ákvað að láta það ekki aftra sér frá að fara úr landi, en hann ætlaði að fara tii heimaiands síns sem var Egyptaland. Faldi maðurinn sig í tanki um borð í ferju sem sigl- di yfir Rauða hafið. Hafði hann meðferðis kex, vatn og 90.000 krónur í peningum. Þetta dugði honum þó ekki til að komast á milli því hann gerði ekki ráð fyrir að þurfa súrefni, en það var einmitt það sem kláraðist. Það var mágur mannsins sem fann lík hans þegar skipið kom til hafnar í Súes. Stöðug aukning er á gámaskipum í heiminum. Fleiri panta Evergreen Marine hefur lagið hefur pantað átta 5364 þegar ákveðið að hefja smíðar TEU-skip hjá Mitsubishi Heavy á nýjum gámaskipum, en fé- Industries sem eiga að af- Ýmsar leiðir til Frakkar hafa nú samþykkt nýjar skattareglur til að auð- velda útgerðum að fjárfesta í skipum og skrá þau undir frönskum fána. Þegar hefur verið samþykkt að þrjú skip komi undir franskan fána með þessum hætti. Þessar nýju skattareglur eru þannig að fjár- festar geta dregið frá tekjuskattsstofni sem nemur 97.600 dollurum árlega ef þeir fjárfesta í skipum sem skráð verða i Frakklandi. Sú kvöð er á þessari skattaívilnun að skip- in verða að afhendast innan 30 mánaða frá samningi og að vera minnsta kosti skráð þar í landi i átta ár. Skipin þrjú sem nú eru að fara undir franskan fána eru tvö 4.000 TEU ný- smíðuð gámaskip og fimm ára hendast á árinu 1999 en þessi skip eru talin kosta um 600 milljónir dollara. gamalt tankskip sem er tæp 5.000 tonn að stærð. Á sama tíma og Frakkar grfpa til að- gerða til að kaupskipastóllinn hverfi ekki alveg hafa íslensk stjórnvöld sofið gjörsamlega af sér öll kaupskip, sem nú eru einungis orðin teljandi á fingr- um annrrar handar sem sigla milli landa. Raunar þarf ein- ungis tvo putta til að telja þau. 18 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.