Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 20
Finnur Daníelsson skrifar um Stýrimannaskólann í Reykjavík Féllu fyrir hendi morðingja Eg var viðstaddur slit Stýri- mannaskólans í Reykjavík laugardaginn 25. maí 1985, það var í fyrsta sinn sem ég var viðstaddur skólaslit frá því ég útskrifaðist frá skólanum á vordögum 1935. Við skólaslitin 1985 voru samankomnir margir eldri nemendur frá þes- sum skóla, er numið höfðu þau fræði sem þar eru kennd, og síðan orðið skipstjórar á öllum tegundum skipa, að prófi loknu og reynslutíma. Nú nýverið er íslenskt skip komið úr siglingu umhverfis hnöttinn, og að sjálfsögðu með alíslenska áhöfn. Allir yfir- menn þessa skips höfðu lokið námi og prófi frá Sjómanna- skólanum í Reykjavík; skip- stjóri, stýrimenn, vélstjórar, loftskeytamaður og aðrir tæknimenn. Hún verður nú vart í krónum eða tölum talin sú þýðing sem stofnun og starf þessa skóla hefur haft fyrir hina íslensku þjóð. Þegar nemendur skólans höfðu lokið prófi, þátóku þeir til starfa sem yfirmenn skipa og gátu sótt á hin dýpstu mið og siglt á milli landa. Þá jókst velmegun þjóðar- innar með auknum skipastól og vélvæðingu, vegna aukins afla og siglinga með afurðir og varning heim. ísland, þessi litla eyja í Norður-Atlantshafi, getur eigi verið án skipastóls og sjó- manna, því það er frumskilyrði þess réttarfars og efnahags, er hin íslenska þjóð á við að búa í dag, sem alls staðar blasir við, hvert sem litið er. Skipið, sem starfsvettvangur skipshafnarinnar, er lítill blettur á ómælisvídd hafsins, með öllum þess duttlungum, flest- um vondum. Þar verður sjó- maðurinn að vinna sín störf, oft við erfið skilyrði, og berjast oft þar til þrautar. Stýrimannaskólinn hefir frá fyrstu tíð haft á að skipa hinum hæfustu mönnum til stjórnunar og kennsl.u. Því hafa nemend- ur frá þessum skóla, er lokið hafa prófi, verið viðurkenndir til að stjórna skipi hjá ýmsum siglingaþjóðum. Þetta gildir að sjálfsögðu um vélstjóra- og aðra sérmenntun, sem þessi skóli veitir, þ.e. Sjómannaskól- inn. Það voru átta nemendur er luku prófi vorið 1935 frá skólanum við Öldugötu. Nú er það ég best veit fjórir lifandi. Tveir féllu fyrir morðingjahendi í stríðinu, þeir Gunnar Árna- son, skipstjóri á Fróða, og Jón Hákon Kristjánsson, er var annar stýrimaður á Heklu. Tómas Jochumsson og Hermann Sigurðsson eru látn- ir fyrir nokkrum árum. Kenn- arar með skólastjóra voru ellefu. Finnur Daníelsson, Akureyri. FISKISLÓÐ 135 B - PÓSTHÓLF 1562 - 121 REYKJAVÍK - SÍMI 561 0020 - FAX 561 0023 VÉLAR HF. TRELLEBORG-ÞENSLUTENGI FYRIR RÖRALAGNIR FYRIR SJÓ, VATN, 0LÍU 0G GUFU. EYÐIR TITRINGI0G MINNKAR HÁVfftt VIÐURKENNT AF ÖLLUM HELSTU FLOKKUNARFÉLÖGUM. 2JA ÁRA ÁBYRGÐ STÆRÐIR FRÁ 0 32 mm - 300 mm 20 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.