Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 24
Fiskvinnslu- og sjómannskonan Kristín Ottesen skellti sér einn túr með Sigli í Smuguna í sumar. Veiðiferðin tók í allt 66 daga. / I þessari ferð voru alls sex konur sem fylgdu mönnum sínum í vinnuna! Framan af fiskaðist heldur illa og fyrstu fimm vikurnar var túrinn eins og aðgerðar- Iaust sumarleyfi við ysta haf. Heldur voru sumir í áhöfninni orðnir vondaufir um fiskirí þegar afli glæddist og ástandið lagaðist. Saman höfðu Kristín Ottesen og eigin- maður hennar, Þorleifur Elíasson, sem svarar skipstjórahiut upp úr krafsinu. Hún fékk um 500 þúsund í heildarlaun og þegar allt hafði verið dregið frá fékk hún 300 þúsund í vasann, sem getur varla talist ein- hver ósköp eftir níu vikna úthald. Sjálf segist hún vel við una því ekki hefði hún unnið sér þessa peninga inn í landi. Fyrir fjögurra tíma vinnu á dag í fiskvinnslu hefur hún um sex þúsund útborgaðar á viku. ,Afþví við vorum bæði í túrnum komum við ágætlega út úr þessu. Ef hann hefði verið einn með þessa upphæð eftir allan þennan tíma hefði það verið verra. Smuguveiðin brást algjörlega í sumar og fyrir þá sem Iitu á túr í Smuguna sem happdrætti hafa von- brigðin verið mikil. Við hugsuðum stórt í byrjun og bjuggumst við 80 milljóna króna túr. Svo fórum við að sætta okkur við 70 eða jafnvel 60 milljónir. Að endingu gerði níu vikna veiðiferð 47 milljónir í aflaverðmæti. fil samanburðar má nefna að Siglir kom í nóvemberlok úr átta vikna veiðiferð með aflaverðmæti upp á níu milljónir. Það telst gott ef þeir eiga fyrir sjoppureikningum þegar allt er gert upp.“ Við konurnar samankomnar, ég er lengst til hægri, þá Systa, Esther, Didda og messinn okkar, hún Anna. VORUM FLESTAR SJÓVEIKAR FRAMAN AF Kristín segir að hópurinn hafi verið góður og veður gott. Þó var hún sjóveik fyrsta hálfa sólarhringinn. Þá var hún rifin út á dekk til að hressa sig við, því enginn verður sjóhraust- ur í koju. „Við eiginkonurnar vorum flestar sjóveik- ar framan af og mennirnir voru orðnir ansi þreyttir á að hittast á klósettinu með æluföt- urnar. Siglir er frekar stórt og vel búið skip og því fann ég ekki fyrir neinni vanlíðan um borð. Reyndar er ég frekar félagslynd í eðli mínu og leiddist aldrei,“ segir Kristín. Hún á tvo syni, Atla Frey 10 ára og Gunnar Frey 4 ára. Var ekki erfitt að skilja börnin eftir heima? „Vissulega, en ég vissi af þeim í góðum höndurn hjá fjölskyldunni. Þeim þótti þetta bara spennandi í byrjun að fara til Reykjavík- ur og eyða þar sumrinu, en þegar síga tók i 24 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.