Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Side 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Side 46
maðurinn væri pervert kveikti þessi rúmur einn og hálfur metri af Birni GrÉtari Sveins- syni ekki upp í honum. Það kom júlí og ég fékk þessar skitnu sex- tán þúsund krónur útborgaðar, gamlar krónur. Þær þóttu þá enn nothæfur gjald- miðili. Það var föstudagur og helgi framund- an. Fyrir einhvern feil í skipulagningu ættar- innar yrði ég einn í bænum um helgina. Mamma úti á landi, elsti bróðir í útlöndum, hinir á sjó. Eftir vaktina flýtti ég mér í bæinn með launatékkann og rétt náði inn í Landsbankann á Laugavegi 7 fyrir lokun. Gekk að gjaldkera númer tvö og rétti honum ávísunina. Gjaldkerinn var kona. — Geturðu skipt þessu? spurði ég. - Ertu búinn að framvísa henni? spurði hún á móti. - Nei, sagði ég. - Skrifaðu þá aftan á hana, sagði hún. Ég gerði það og rétti henni ávísunina aftur. - Persónuskilríki, bað hún. - Ég á ekki persónuskilríki, sagði ég. - Attu ekki nafnskírteini? spurði hún. - Nei, ég fæ það ekki fyrr en næsta vetur, sagði ég. Fyrir þá sem ekki muna þessa tíma skal á það bent að börn fengu afhent nafnskírteini í tólf ára bekk með nokkurri viðhöfn. Fram að þeim tíma höfðu þau lifað nafnnúmerslaus í þjóðfélaginu. - Þá get ég ekki skipt þessu, sagði hún. - En ávísunin er stíluð á mig og ég einn get skipt henni. Og ef ég get ekki skipt henni fyrr en ég fæ nafnskírteini, þá verð ég að bíða í næstum heilt ár, sagði ég. - Ég set ekki reglunar, ég bara vinn hérna, sagði hún. - Má ég tala við bankastjórann? spurði ég. - Þetta er útibú, það er enginn bankastjóri hér, bara útibússtjóri, sagði hún. - Má ég tala við útibússtjórann? spurði ég. Hún horfði á mig. Hún horfði niður á mig af því ég var frekar lítill af viðskiptavini að vera. - Ég skal athuga það, sagði hún. Hún lokaði kassanum og renndi sér niður af gjaldkerastólnum. Ég var tólf ára og farinn að horfa á rassinn á konum sem löbbuðu frá mér. Þessi var í mínípilsi og gaf væntingar um eitthvað sem biði mín löngu eftir að ég fengi nafnskírteinið. Þegar hún sneri aftur horfði ég ekki á neitt sérstakt. Mér fannst það of dónalegt að horfa á eitthvað sérstakt á konum þegar þær sneru að mér. Þær gætu séð hvað ég var að hugsa. - Bíddu þarna, sagði gjaldkerinn og benti á einhvern ómerktan blett á miðju gólfi salarins. Ég gekk þangað og beið. Eftir smástund opnaði miðaldra maður lítið hlið á af- greiðsluborðinu, skimaði í kringum sig eins og hann væri óöruggur svona úti á bersvæði, leitaði að mér með augunum, fann mig, kom til mín. - Já, hvað get ég gert fyrir þig? sagði hann með álærðri kurteisi. - Ég get ekki skipt ávísuninni minni nema ég hafi nafnskírteini en ég fæ ekki nafn- skírteini fyrr en næsta vetur, sagði ég. - Já, þannig er nú það, sagði hann. — En þetta eru launin mín, sagði ég. - Já, sagði hann og skimaði í kringum sig. Honum fannst hann eins og fífl standandi þarna á miðju gólfi að tala við barn. - Ég verð að fá launin mín af því ég er einn í bænum um helgina, sagði ég. — Ertu einn í bænum? spurði hann. - Já, sagði ég. - Hvar eru foreldrar þínir? spurði hann. — Mamma er á ferðalagi og pabbi er á Egilsstöðum, sagði ég. - Áttu engin systkini? spurði hann. - Jú, þrjá bræður, sagði ég. - Og hvar eru þeir? spurði hann. - Haddi er í útlöndum og Siggi og Egill á sjó frá Ólafsvík, sagði ég. — Nú, sagði hann. - Má ég skipta ávísuninni? spurði ég. - Ekki nema þú hafir nafnskírteini eða að einhver sem hefur nafnskírteini framselji ávísunina, sagði hann. - En það er búið að loka bankanum, sagði <%• — Já, sagði hann. - Það er of seint fyrir mig að finna ein- hvern, sagði ég. - Þú verður þá að skipta henni á mánudaginn, sagði hann. — En ég er einn í bænum um helgina og ég þarf að kaupa mér eitthvað að borða, sagði - Ja, reglur eru reglur og við breytum ekki reglum þótt fólk þurfi að borða, sagði hann. Ég gafst upp. Ég borðaði í mötuneytinu á Hótel Sögu um helgina þótt ég væri á frívakt og svínaði þar dálítið á Konráð hótelstjóra. Auk þess átti ég einhverja aura heima. Utibússtjórinn fór hins vegar inn á skrif- stofu og las Moggann. Löngu seinna bauð honum við blöðunum sem ég ritsfyrði. Honum fannst þau ruddaleg árás á þann heim sem hann lifði í; eins og tölvuvírus sem gæti étið upp allt sístemið. Ossur Skarphéðinsson um bók sína Urriðadansinn Össur Skarphéðinsson sýndi á sér nýja hlið með nýrri bók um stórurriðann í Þingvallavatni. Bókin, sem heitir Urriðadans, er frásagnir af samspili urriðans og mannlífs við Þingvallavatn og hefur meðal annars að geyma merkilegar veiðisögur allt frá land- námi til okkar daga. Þar kennir margra grasa. Fyrir daga veiðistangarinnar voru stórurriðar öldum saman teknir á sérkennilegt veiðarfæri sem hét hoppungur og hvergi tíðkaðist annars staðar; þeir voru stungnir með spjót- um, húkkaðir á sérstök tól sem nefndust krækifæri og að sjálfsögðu veiddir á öngul með ótrúlega fjölbreyttu agni, allt frá þurrk- uðu roði upp í kindaaugu af nýslátruðu. Stundum var meira að segja notaður nýsoð- inn hafragrautur til að Iaða stórurriðann að veiðistaðnum! Sumar frásagnirnar eru stórkostlegar, eins og af því þegar SÍMON PÉtursson, bóndi í Vatnskoti, notaði örninn í Almannagjá til að veiða urriða úr Öxará! Bókinni Iýkur svo með því að Össur færir einkar sannfærandi rök að þeirri niðurstöðu, að ekkert vatn í heiminum hafi framleitt jafnstóra urriða og Þingvallavatn. Eftir 1930 hefst svo stangveiðin fyrir alvöru og urriðaveiðin, eins og Össur lýsir henni á grundvelli gamalla texta sem hafa varðveist, dagbóka og samtala við gamla veiðimenn og bændur, hefur bersýnilega verið engu lík. Bókin er ekki síst skemmtileg fyrir þá sök að Össur, sem er gamall líffræðingur, hikar ekki við að setja fram nýstárlegar kenningar um urriðann. STÆRSTI URRIÐI I HEIMI En af hverju er þingmanni urriðinn í Þingvallavatni svo hugleikinn að hann gefur sér tíma til að skrifa 300 blaðsíðna bók um hann? „Menn lifa ekki af argaþrasið í þinginu nema eiga sér gerólík áhugamál. Ég kynntist stórurriðanum í Þingvallavatni persónulega þegar ég var aðeins nokkurra ára gamall og gleymdi honum aldrei. Fyrir nokkrum árum fór ég að safna heimildum um stærstu urriðana sem þar höfðu veiðst og þegar ég var kominn með sæmilega staðfestar frásagnir um allt upp í 36 punda fiska, raunar tvo slíka, og fjölmarga milli 20 til 30 pund fór það að renna upp fyrir mér að ef til vill væri 46 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.