Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 49
Eitt sinn sem oftar kom tundurdufl í vörp- una en yfirleitt tók enginn eftir þeim fyrr en þau ultu út úr pokanum þegar leyst var frá. Þá þutu menn í allar áttir nema í þetta sinn, þá hljóp bátsmaðurinn að því og einnig strákur sem var til aðstoðar við forgálgann og vildi athuga duflið líka. Hinir hurfú bara eins og þeir hefðu hlaupið fyrir borð. Bátsmaðurinn tók spanna og barði af alefli í tundurduflið og kallaði: „Heyrðu, Halldór, enn eitt helvíti." Þá sagði strákurinn við hiiðina á báts- manninum: „Eg vildi óska þess að það hefði sprungið.“ Þetta skeði hjá okkur fyrir vestan en það var helst þar sem menn fengu dufl í vörpuna. Flestir voru orðnir hvekktir á þessum tund- urduflum á tímabili því að það var alltaf verið að sigla með duflin i land til að gera þau óvirk. Menn vissu aldrei nema þau væru virk og þá stórhættuleg. Einhvern tíma kom heil bobbingalengja í trollið og þá kallaði einn strákurinn: „Tund- urdufl, og annað dufl og eitt enn.“ En það voru ekki tundurdufl í það skiptið, sem betur fór. Mér er minnisstætt þegar ég var sfyrimað- ur á Harðbak en skipið var í klössun. Vilhelm var nýbúinn að kaupa litla trillu svo að við þurftum aðeins að prófa hana og fórum dálítið út fyrir þó að við værum sparibúnir og í blankskóm. Svo stóðumst við ekki freistinguna og rennd- um færi og það var strax á fiskur. Það var ekki hægt að hætta við á meðan fiskur var undir og við hálffyllt- um bátinn af fiski á stuttum tíma. Það var mikið hlegið að okkur þegar við komum að landi með aflann í rennblautum spariföt- unum og á blank- skóm.“ HRÖNN HF. ÍSAFIRDI sendir sjómönnum og fisk- vinnslufólki bestu jóla og áramótakveðjur. MimníWú ©IKDPÆBtDðKílDflgfifla Viðgerðir • Vinnsiukerfi ■ Endurbyggingar ■ Nýbyggingar 'S! ^lotkví. Lyftigeta: 5000 t Öráttarbraut 1. Lyftigeta: 10001 Dráttarbraut 2. Lyftigeta: 150t |$ Slippstöðin hf Hjalteyrargötu 20 Pósthólf 440, 602 Akureyri Sími 461 2700 Fax 461 2719 Sjómannablaðið Víkingur 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.