Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Qupperneq 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Qupperneq 51
Kratar á Alþingi: Allur fiskur á markað Fram er komin á Alþingi þingsálykt- unardllaga um sölu afla á fiskmörkuð- um. Það eru sex þingmenn jafnaðar- manna sem flytja tillöguna. Hún hljómar svona: >vAlþingi ályktar að allur sjávarafli sem seldur er innan lands skuli seldur á fiskmörkuðum.“ Við lestur greinargerðarinnar er ekki annað að sjá en þingmennirnir skilji þann vanda og þá nauðung sem sjó- menn eru í. En í greinargerðinni með tillögunni segir meðal annars: „Verðmyndun utan fiskmarkaða hefur farið þannig fram að mikil tor- tryggni hefur skapast milli sjómanna og útgerðarmanna, ekki síst vegna fjöl- margra dæma um að sjómenn séu með ýmsu móti látnir bera kostnað af kaupum og leigu á veiðiheimildum. Verðlagningin er einatt þannig að erfitt er að greina á milli hvaða hluti hennar er fiskverð, samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu, og hvað er kvótaleiga eða kaup. Annar afli sem seldur er innan lands, þar með talin rækja, er seldur í beinum viðskipt- um. I þeim viðskiptum kemur virði kvótans einatt fram þó að oftast sé um að ræða viðskipti handhafa kvótans við sjálfa sig. Sjómenn sjálfir hafa ítrekað og með auknum þunga krafist þess að allur fiskur verði seldur á fiskmarkaði, enda væri verð- lagning þá gagnsæ og ljóst hvert raunverulegt skiptaverð væri. Hagsmunir útgerða og sjómanna eiga að fara saman við verðlagningu á sjávarafla. Verðlagning á sjávarfangi á að heita frjáls. Hins vegar hafa útgerðarmenn í mörgum til- vikum ákveðið einhliða það verð sem greitt er til áhafna skipanna. Þrátt fyrir skýr ákvæði kjarasamninga og laga um að óheimilt sé að sjómenn taki þátt í kostnaði útgerðar við öflun veiðiheimilda hafa útgerðarmenn verð- lagt afla til áhafna með tilliti til kostnaðar við öflun þeirra. Tilraunir til að finna lausn á þessum vanda við verðlagningu hafa verið gerðar í tvígang á síðustu tveimur árum. Annars vegar var vorið 1994 sett á fót samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna. Sú tilraun mistókst gjörsam- lega vegna viljaleysis útvegsmanna til að taka á vandanum. Hins vegar var í síðustu kjara- samningum sett á fót úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna til að úr- skurða um fiskverð þegar ekki næðist samkomulag milli útgerðarmanna og áhafna um aflaverð. í mörgum til- vikum hafa útvegsmenn hunsað nefndina og beitt sjómenn þvingunum til að geta verðlagt aflann eftir eigin geðþótta. Ljóst er því að úrskurðar- nefnd sjómanna og útvegsmanna getur ekki leyst þau vandamál sem við blasa við verlagningu á afla. Það hlýtur að vekja spurningar um af hverju viðsemjendur sjómanna, útgerð- armenn, vilja ekki að afli sé verðlagður á markaði. Er tregða útgerðarmanna gagnvart fiskmörkuðunum tengd því að ef afli er seldur á fiskmarkaði kemur rétt skiptaverð fram? Með því að breyta leikreglum þannig að viðskipti á markaði séu áskilin við sölu afla til vinnslu má eyða tortryggni milli útgerðar og sjómanna og tryggja að þeir sem ná bestum árangri stundi fiskvinnslu á hverjum tíma, en formaður Verkamannasam- bandsins hefur í umræðu um kjör fisk- vinnslufólks bent á að ef til vill sé afnotaréttur- inn af auðlindinni ekki í höndum réttra aðila fýrst árangurinn er ekki betri. Sala alls afla sem seldur er innan lands um fiskmarkaði er ekki aðeins réttlætismál íyrir sjómenn heldur einnig mikilvægt hagsmuna- mál vinnslunnar svo að hún geti sérhæft sig enn frekar og gert betur.“ Greinargerðin er ekki birt hér í heild, en efnislega koma fram þau atriði sem máli skip- ta. Össur Skarphéðinsson Hin siðlausa hlið kvótakerfisins „Kjarasamningar sjómanna hafa áður snúist helst um þátttöku þeirra í kvótakaupum, það er það sem ég hef kallað hina siðlausu hlið á kvótakerfinu. Ég er alfarið á móti því og hef haldið um það endalausar ræður,“ sagði Ossur SKARPHÉÐINSSON alþingismaður þegar hann var spurður hvað honum þætti um kröfur sjó- manna um að losna undan kvótabraskinu. „Það var reynt síðast að setja á laggirnar úrskurðarnefnd, en mér sýnist hún ekki vera pappírsins virði. Ég held að besta leiðin sé sú að allur afli af Islandsmiðum verði seldur á markaði. Ég sé ekki neina aðra leið en það verði bundið í lög. Það er annars konar rétt- læti í því líka. Aðgangur að auðlindinni er takmarkaður og fyrst við þegnar landsins fáum ekki tækifæri til að fara á sjó og fiska, þá á að minnsta kosti að gefa okkur öllum sama rétt til að bjóða í aflann til að vinna hann. Með þessu tel ég að hlut sjómanna yrði borgið að verulegu leyti. Fyrir fiskvinnsluna yrði þetta einnig til hagsbóta, myndi auka samkeppni og knýja menn til að finna nýja markaði og til vöruþróunar.“ Sjómannablaðið Víkingur 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.