Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 56
Nýtt hafrannsóknaskip Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, fagnar framkomn- um yfirlýsingum sjávarútvegsráðherra um kaup á nýju hafrannsóknaskipi og nefndar- skipun dómsmálaráðherra varðandi endur- nýjun varðskipa, en ítrekar íyrri ábendingar um að kannað verði hvort ekki geti reynst hagkvæmara að fjárfesta í einu vel búnu skipi sem þjónað gæti báðum verkefnunum. Hafnarráð Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, telur með öllu óviðunandi að í Hafnarráði sitji enginn full- trúi notenda hafnanna og skorar á sam- gönguráðherra að bæta hér úr. Greinargerð: Samkvæmt lögum um Siglingastofnun íslands skipar samgöngu- ráðherra Hafnarráð sér til ráðuneytis um hafnamál og sigiingaráð sér til ráðuneytis um siglinga- og vitamál. í Hafnarráði skulu eiga sæti fimm fulltrúar og í siglingaráði ellefu fulltrúar. 1 Hafnarráði er ekki gert ráð fyrir að notendur hafnanna og þar með greiðendur þeirrar þjónustu sem þær láta í té eigi fulltrúa. Ur þessu þarf að bæta og mætti hugsa sér í því sambandi að sameina þessi tvö ráð í eitt sbr. bókun fráfarandi vita- nefndar. Lífyeyrissjóður sjómanna Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, skorar á stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna að taka saman þær upplýsingar sem tiltækar eru varðandi skuld- bindingar sem fyrri 60 ára regla hefði í för með sér. Strandstöðvar Pósts og síma Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, mótmælir harðleg: öllum áformum um breytingu á rekstri á strandstöðvum Pósts og síma ef þær hafa í för með sér skerta þjónustu við sæfarendur. Afnám óhefts framsals Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, beinirþeim tilmæl- um til alþingismanna að styðja lagafrumvarp þingmannanna Guðmundar Hallvarðssonr og Guðjóns Guðmundssonar um afnám frjáls og óhefts framsals á veiðiheimildum ef ekki er um svokölluð jöfn skipti að ræða. Greinargerð: Það ófremdarástand sem ríkt hefur vegna sinnuleysis stjórnvalda um að sníða verstu agnúa af kvótakerfmu, og leitt hefur til þess að sjómenn eru í sífellt meira mæli nauðbeygðir til þátttöku í kaupum og leigu á aflaheimildum, hefur verið og er enn með öllu óásættanlegt. Á meðan þetta ástand varir er útilokað að starfsfriður verði innan fiskveiðigreinarinn- ar. Þetta neyðarástand er nú orðið svo fyrir- ferðarmikið innan greinarinnar að jafnvel hörðustu stuðningsmenn kvótakerfisins í núverandi mynd viðurkenna vandann og að á honum verði að taka. Það verður best gert með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Úreldingarreglur fiskiskipa Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, leggur til að núver- andi reglur um úreldingu fiskiskipa verði afnumdar. Greinargerð: Þær reglur sem undanfarið hafa gilt varðandi úreldingu fiskiskipa hafa verið til óþurftar og komið í veg fyrir nauð- synlega endurnýjun flotans og þar með bætta starfsaðstöðu sjómanna. Hvalveiðar Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, skorar á stjórnvöld að taka nú þegar af skarið þannig að hval- veiðar geti hafist að nýju af fullum krafti þegar á næsta ári. Greinargerð: Þegar hvalveiðar hefjast að nýju verður þeim sem þær ætla að stunda að vera sú heimild ljós með góðum fyrirvara svo undirbúningur veiðanna geti verið með eðlilegum hætti. Því er afar mikilvægt að ákvarðanataka í málinu dragist ekki á langinn. Varar við veiðileyfagjaldi Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, varar við fram- komnum hugmyndum um veiðileyfagjald. Greinargerð: Næsta öruggt má telja að opinbert veiðileyfagjald mundi koma sem viðbót við þann kostnað sem óheft framsal veiðiheimilda hefur nú þegar í för með sér og ekkert bendir til annars en ósvífnar útgerðir myndu koma þeim kostnaði með einum eða öðrum hætti yfir á áhafnir sínar. Undrun á orðum ráðherra Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, lýsir undrun og áhyggjum vegna ummæla sjávarútvegsráð- herra við setningu Fiskiþings 20. nóvember síðastliðinn, þar sem ráðherrann lýsti skip- stjórnar- og útgerðarmönnum sem sviku- rum við íslensku þjóðina í bráð og lengd vegna frákasts á fiski, í stað þess að taka á þeim vanda sem fylgir núverandi kerfi um stjórn fiskveiða óbreyttu. Sjómannaafsláttur Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, varar við öllum hugmyndum um skerðingu á sjómanna- afslætti. Komi til að stjórnvöld beiti sér fyrir umræddri skerðingu eru þau einhliða að ganga á kjör sjómanna. Sjómannaafsláttur er órjúfanlegur hluti af kjörum sjómanna, sem meðal annars hefur komist á fyrir atbeina ríkisvaldsins. Fundarmennirnir Bjarni Sveinsson, Högni Skaftason, Hafþór Eide og Sæmundur Hafþórsson. 56 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.