Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 65
Sími 568 0160 það komið frá að aftan, ég stóð á hvalbakn- um, sá ég rottu koma ofan af bátadekki og hún hljóp fram eftir hástokknum og gerði sig líklega til að stökkva á einn bryggjustólpann, en hann var of langt frá. Þá varð mér að orði: Nú gefst mér á að líta, - en viti menn; hún sneri við og labbaði rólega aftur eftir há- stokknum og fór upp á bátadekk. Ég sagði 1. vélstjóra frá þessu, hann sagði að hún væri búin að vera um borð einhvern tíma og héldi sig í lífbátnum. Þar var hún þennan túr út og upp, henni var gefmn matur og vatn. Veður var gott. Er komið var suður í Garðsjó kom 1. vélstjóri upp og spurði eftir skipstjóra og fór inn til hans. Er þeir komu fram fréttum við hvað var að, það vantaði að mestu vatn á tank er var aftan við keisinn undir bátadekki, sem var notað til að kæla hluta vélarinnar. Þar var sérstök dæla notuð til þess. Þegar vél- stjórinn fór að athuga vatnsbirgðirnar kom þetta í ljós vegna mistaka hjá manninum sem átti að sjá um þetta. Alden var gefið merki og stoppaði. Þeim var sagt hvað væri að og varð að ráði að Alden héldi áfram og biði komu okkar við Eyðið hjá Vestmannaeyjum. Vitað var að lítið vatn var í Eyjum. Við fórum því til Keflavíkur, en þar var ekkert vatn að fá nema sækja það eitt- hvað upp fyrir bæ. Vélstjórinn taidi nauðsyn- legt að ná í vatn á tankinn vegna þess að það sem til var mundi eigi endast nema suður í mitt haf, það færi um einn rúmmetri af vatni á sóiarhring í kælinguna. Farið var til Reykjavíkur, þar var nóg vatn og fljótt að renna í tankinn. Þetta tafði okkur um u.þ.b. sjö til átta tíma. Strax var lagt af stað og haldið sem leið liggur til Eyja, þar beið Alden. Strax var lagt af stað til Englands og haldið samkvæmt uppgefinni leið frá heryfir- völdum. Veður var gott. Hefur sjálfsagt þótt of bjart Aðra nótt er við vorum í hafi gerði þoku og skipin sigldu það nálægt hvort öðru að við sáum siglingaljósin, en er leið á morguninn og sól var á lofti, þá birti. Það var blankalogn, sléttur sjór og eigi skýskaf á himni. Þá sást á sjónpípu kafbáts á milli skipanna, en hann hvarf strax og sást ekki aftur. Honum hefur sjálfsagt þótt of bjart og séð að bátarnir voru tveir og eigi viljað vekja á sér athygli við þessi veð- urskilyrði er voru. Þarna hefðum við verið um kvöldið ef töfin við að ná í vatnið hefði eigi orðið og þá skal engum getum að því Ieitt hvort eitthvað annað hefði gerst en varð. Það kom í ljós að þegar árásin var gerð bæði á Fróða og Reykjaborg var myrkur. Veður var gott alla þessa daga yfir hafið og má segja að okkur sjómönnum þætti það of gott, þótt skrýtið sé. Þegar við komum til Fleetwood kom hafn- sögumaðurinn um borð og bauð okkur vel- komna, en spurði um Ieið: Hvað um Reykja- borg? Hún var eigi komin út. Næstu nótt var fiskinum landaði úr skipunum. Beðið var í nokkra daga þarna úti, vegna þess að íslensku skipin er voru þar áttu að fá skipavernd heim, en af því varð ekki. Það var farið að óttast um'Pétursey, hún átti að vera komin út fyrir nokkru. Strax var farið af stað heim, en engin skipafylgd fékkst og þegar við vorum komnir út úr dokkinni þá hægði vélin snögglega á sér og vélstjórinn varð að gefa henni fulla olíu til að skipið léti að stjórn. Þannig var haldið út S$Facet austur Gunnvör hf. sendir sjómönnum og fiskvinnslufólki bestu jóla og nýárskveðjur Gunnvör hf. Isafirði Sími 456 4377 Fax 456 4720 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.