Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 72
Skipasmíðastöðin hf. vinnur að fjölbreyttum verkefnum fyrir útgerðarfélög um land allt. Grunnur að starfsemi fyrir- tækisins hefur verið þjónusta við fiskiskipaflotann á ísafirði og i nágrenni. Einnig hefur fyrirtækið unnið mikið við breytingar á stálbátum þar sem þeir hafa verið teknir inn í hús, lengdir, breikkaðir, skipt um vélbúnað o.s.frv. Þá hefur fyrirtækið tekið að sér stærri verkefni eins og t.d. vélaskipti og endurnýjun á togaranum Dagrúnu ÍS og þá fengið til liðs við sig ýmsa undirverktaka, s.s. vélsmiðjur, trésmiði, raf- virkja og málara. Fyrirtækið hefur nýlega lokið smíði á tæplega fimmtán metra stálbát sem útbúinn er til rækjuveiða. Báturinn er hannaður hjá stöðinni I sam- vinnu við kaupendur bátsins og Gísla Ólafsson skipa- og vélaverkfræðing. Við smíði bátsins er ýmsum nýjungum beitt. Allar teikningar eru unnar á tölvu og skurðarteikningar af öllu stáli sendar beint á skurð- arvél fyrirtækisins sem sker eftir þeim af mikilli nákvæmni. Þannig næst nokkur vinnu- sparnaður, sem skilar sér til útgerðarinnar í lækkuðu verði og styttri afgreiðslutíma. Við hönnun þessa báts hafa tæknimenn skipasmlðastöðv- arinnar kappkostað að upp- fylla sérstakar þarfir og kröfur sem snúa að minni bátum sem stunda veiðar með troll og dragnót. Þannig hefur báturinn góðan stöðugleika og sérstak- lega góða vinnuaðstöðu á dekki og í lest. Lestin hefur t.a.m. 4,20 x 3,80 metra slétt gólfpláss og 1,80 metra loft- hæð. Engar stoðir eru í lestinni heldur er dekkið sérstaklega styrkt. Þannig verður gott pláss fyrir 24 stk. 660 I fiskikör. Afturþilfar er u.þ.b. 40 fermetr- ar alls. Rúmtala bátsins er 140 rúmmetrar. Báturinn er vel búinn tækjum og hann er með 220V rafkerfi. Skipasmíðastöðin hefur hannað bát með svipuðu fyrirkomulagi en um 17,50 metra langan. Fyrirtækið býður báða þessa báta sem nýsmíði með tiltölulega skömmum fyrirvara. Að auki smíðar það aðra báta, þ.m.t. vinnu- og skemmtibáta hverskonar úr stáli eða áli, skv. eigin hönnun eða annarra viðurkenndra skipahönnuða. Vélstjórafélag íslands sendir sjómönnum, Ijölskyldum þeirra og öðrum landsmönnum bestu jóla- og nýárskveðjur. ♦ 72 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.