Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 11
3?vi hefði verið eðlilegast að við hefðum f organg að húsnæðinu fyrir sýninguna, ekki síst þar sem við höf ðum góðan stuðning íslenskra fyrirtækja. Slíkt hefði verið talið sjálfsagt alls staðar þar sem ég þekki til. En svo var Laugardalshöll sett á uppboð og við sendum inn mjög gott tilboð að okkar mati. mjög fljótir að tileinka sér nýj- ungar og nýja tækni, jafnt í sjávarútvegi sem öðru. Það hefur raunar síður en svo breyst því nú nota íslendingar til dæmis internetið meira en víðast hvar þekkist auk annarr- ar tækni sem er útbreiddari á íslandi en í flestum öðrum löndum. Sjávarútvegssýningin hefur svo þróast á þann veg að fjöldi íslenskra fyrirtækja er nú að kynna fulltrúum annarra þjóða framleiðslu sína á ýms- um tæknibúnaði. Ég fullyrði hiklaust að Islenska sjávarút- vegssýningin er orðin alþjóð- legur verslunargluggi. Aðilar er- lendis frá koma og kaupa af ís- lenskum fyrirtækjum og/eða af erlendum fyrirtækjum sem taka þátt í sýningunni líkt og íslend- ingar sem sækja sýninguna." Einkennilegt uppboð Eins og menn muna reyndu nýir aðilar ná til sín íslensku sjávarútvegssýningunni úr höndum Nexus. Sýningin hefur til þessa verið í Laugardalshöll og þegar átökin um sýningar- haldið stóðu yfir afréð Reykja- víkurborg að láta gera tilboð í leigu á Höllinni fyrir sýninguna í ár. John Legate segir að þetta mál hafi allt verið mjög sér- kennilegt og hann hafi orðið mjög hissa þegar það kom upp. „Við vorum búin að annast fimm sýningar með þriggja ára millilbili sem höfðu tekist vel og vakið ánægju þátttakenda og gesta. Því hefði verið eðlilegast að við hefðum forgang að hús- næðinu fyrir sýninguna, ekki síst þar sem við höfðum góðan stuðning íslenskra fyrirtækja. Slíkt hefði verið talið sjálfsagt alls staðar þar sem ég þekki til. En svo var Laugardalshöll sett á uppboð og við sendum inn mjög gott tilboð að okkar mati. En hinn aðilinn bauð mun hærra og hreppti Höllina. Þetta endaði með því við fluttum sýninguna til Kópavogs og bæjaryfirvöld þar sýndu málinu mikinn áhuga og skilning. Samstarf okkar hefur frá upp- hafi verið mjög gott og sýning- in í ár verður stærri og glæsi- legri en nokkru sinni fyrr. Æ fleiri fyrirtæki sjá sér hag í að taka þátt í íslensku sjávarút- vegssýningunni og núna bætt- ust við fyrirtæki sem við vissum ekki einu sinni að væru til. Þarna kemst á samband milli kaupenda og seljenda og alltaf er eitthvað um að gerðir séu samningar um kaup og sölu á sýningunni sjálfri þótt algeng- ast sé að slíkt eigi sér stað í framhaldinu." Mikil fjölgun þátttakenda John Legate sagði alla að- stöðu í Smáranum í Kópavogi mjög góða til sýningarhaldsins. Auk þess að nýta stóru íþrótta- húsin þar voru fluttir inn þrír sýningarskálar frá Hollandi sem standa milli Tennishallarinnar og íþróttahúss Smárans. Þátt- takendum fjölgar mjög frá síð- ustu sýningu og verða nú um 800 en voru 699 árið 1996. Þá komu um 15 þúsund gestir á sýninguna frá meira en 30 löndum. Að sögn forstjórans verða mun fleiri bílastæði við sýningasvæðið í Kópavogi en var við Laugardalshöll og allt gert til að greiða fyrir umferð. Góð veitingaþjónusta verður á sýningunni á fjórum stöðum á svæðinu. „Þessi mikla fjölgun þátttakenda í sýningunni er greinilegt merki þess hve mikil- vægur viðburður hún er orðin og er okkur sem standa að sýningunni hvatning til að gera sífellt betur,“ sagði forstjóri (s- lensku sjávarútvegssýningar- innar. John Legate sagði mikla undirbúningsvinnu liggja að baki hverrar sýningar og nán- ast um leið og sýningu lyki þyrfti að hefja vinnu við að undirbúa næstu sýningu eftir þrjú ár. Aðspurður sagði hann íslensku sjávarútvegssýning- una núorðið standa fyllilega jafnfætis þeim alþjóðlegu sjáv- arútvegssýningum sem hann þekki til erlendis. Fyrirtækið Nexus sem John Legate starfar við skipuleggur sjávar- útvegssýningar víðar en hér á landi og nefndi hann sýningar í Vigo á Spáni, Álaborg i Dannörku og á Indlandi. Eins og gefur að skilja hefur John komið margsinnis hingað til lands og hann segist hafa eignast marga vini hér. Hann segir íslendinga opinskáa og vingjarnlega í kynningu og kveðst eiga gott samstarf við fjölda fólks hér á landi. ■ -SG SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.