Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 44
að menn geti farið að valsa með fiskveiði- heimildir á skipunum með þessum hætti og kalla það tvískráningu. Annað hvort er skip íslenskt eða ekki. Við munum tvímælalaust leggjast gegn þessu af fullri hörku,“ sagði Sævar. -Hefur þetta mál verið viðrað við ykkur? „Nei. Ég hef ekki haft aðrar spurnir af mál- inu en þetta bréf LÍÚ til samgönguráðherra á sínum tíma sem birt var opinberlega. Síðan hafa mér raunar borist hugmyndir að þeim lagabreytingum sem þurfa að eiga sér stað svo af þessu geti orðið. í ljósi þess sem ég sé þar þá er það alveg klárt mál að þetta er ekki inni í myndinni hjá okkur eins og þetta er lagt upp þar. Það þarf eitthvað mikið að koma til ef það á að verða hugarfarsbreyting hjá okkur varðandi þetta mál.“ „Jákvætt viðhorf ráðamanna“ Sjómannablaðið Víkingur hefur undir höndum afrit af plaggi því sem Sævar Gunn- arsson vitnar til varðandi hugmyndir að laga- breytingum svo tvískráning skipa geti átt sér stað. I upphafi þessa minnisblaðs segir: „Undanfarna mánuði hafa ráðgjafarnir Jón Atli Kristjánsson og Jóhann Antonsson unn- ið að framgangi hugmyndar um heimild til tvíflöggunar skipa sem skráð eru á íslandi. Sú vinna hefúr leitt í ljós jákvætt viðhorf ráða- manna til málsins og vilja þeirra til að áfram verði unnið að málinu með það fyrir augum að tvískráning verði leyfð. Embættismenn sjávarútvegs- og samgönguráðuneytis hafa skoðað alþjóðasamþykktir og íslensk lög með tilliti til þessa máls og eru í stakk búnir til að vinna áfram að málinu þegar pólitísk ákvörð- un hefur verið tekin um að gera svo.“ í LANDHELGI ANNARRA RÍKJA í minnisblaðinu segir að með því að heim- ila tvíflöggun sé útgerðum auðveldara að vera með skip sín í tímabundnum verkefnum í landhelgi annarra ríkja. Þetta sé ennþá mikil- vægara nú en áður þar sem samningar hafi verið gerðir um Smuguna og með þeim opn- ist möguleikar á samstarfi við rússneskar út- gerðir um tímabundin verkefni í Barentshafi. íslenskar útgerðir muni fá úthlutað kvóta í Barentshafi sem hægt verði að veiða undir ís- lenskum fána og auk þess séu möguleikar á að leigja nokkurt magn af rússneskum stjórn- völdum. Hliðarsamningar við Rússa geri hins vegar ráð fyrir að hægt verði að leigja talsvert meira magn en þá með öðrum hætti. Vitnað er í bókun þjóðanna sem fylgir samningnum en þar segir i 4. grein hennar samkvæmt því sem fram kemur í minnisblaðinu: „Til viðbótar veiðiréttindum þeim sem lýst er í 1. og 2. gr. þessarar bókunar, og í sam- ræmi við Iög, reglur og reglugerðir aðilanna og 4. og 8. grein samningsins, er með sér- stöku samkomulagi, milli einkaaðila í lönd- unum tveimur unnt að kveða á um viðbótar- veiðiheimildir." f framhaldi af þessu segir í minnisblaðinu: Þar með getur íslenskt útgerðarfélag farið í samstarf við rússneskt fyrirtæki. Rússar eru nú þegar í samstarfi við aðrar þjóðir og er þá í flestum tilfellum það form á samstarfmu að rússneska fyrirtækið tekur skipið á leigu. ís- lenska félagið mun sjá um útgerðina á grund- velli sérstaks samnings. I raun er þetta sam- starf um nýtingu kvóta. Ef tvíflöggun verður heimiluð þá verður með einfaldri skráningu í Rússlandi hægt að setja upp rússneskan fána á skipið. Réttur skipsins til að nota íslenska fánann verður ekki til staðar fyrr en það hef- ur verið afskráð aftur í Rússlandi. Skipið mun njóta fúllra réttinda sem rússneskt skip með- an það er þar á skrá meðal annars er hægt að flytja kvóta á það og veiða í rússneskri lög- sögu. Til að geta strax nýtt sér þá möguleika sem með þessu opnast er rétt að gera nú þeg- ar lágmarks breytingar á skráningarlögum sem gerir tvískráningu skipa mögulega.“ Fyrirtækið NASCO Eins og fram kom hér í upphafi hafa ýms- ar íslenskar útgerðir gert samstarfssamninga við rússneska aðila varðandi veiðar og vinnslu. Sömuleiðis hafa verið gerðir sam- starfssamningar við fyrirtæki í Eystrarsalts- ríkjunum. Þar má nefna fyrirtækið NASCO sem dæmi. Meginþáttur starfsemi þess snýst um rækjuiðnað og teygir anga sína um allan heim. Félagið rekur umfangsmikla útgerð á Flæmingjagrunni, á rækjuverksmiðjuna Bakka í Bolungarvík og er umsvifamikið í sölu og miðlun iðnaðarrækju. NASCO er skammstöfun fyrir NORTH ATLANTIC SEAFOOD COMAPANY. Fyrirtækið var stofnað árið 1995 og hefur vaxið hröðum skrefum síðan og styrkt stöðu sína í viðskiptum innanlands og utan. Nú starfa alls á þriðja hundrað manns á sjó og landi hjá NASCO og dóttur- og hlutdeildar- félögum. Hér er um fjölskyldufyrirtæki að ræða. Frumkvöðull að stofnun þess er Egill Guðni Jónsson sem á 40% hlut og er stjórn- arformaður fyrirtækisins. Hulda Þorbjarnar- dóttir eiginkona hans starfar sem gjaldkeri hjá NASCO og á 20% hlut í fyrirtækinu. Bróðir Egils Guðna, Jónas A. Þ. Jónsson hdl, á 20% hlut og er framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins. Faðir þeirra bræðra á síðan 20% hlut. Undir fána Eistlands NASCO er með einkasölusamning við níu togara um sölu af allri veiði þeirra. Blaðið ræddi við Jónas A. Þ. Jónsson framkvæmda- stjóra fyrirtækisins og hann var spurður um samsetningu þessa skipaflota og hvernig sam- vinnu við erlenda aðila væri háttað. „Eystrarsaltsríkin eru með sex leyfi til veiða á Flæmska hatdnum en þar vantaði tækniþekk- ingu og skip dl að ná í veiðireynslu. Þar kom- um við til skjalanna og höfum fimm af þessum leyfum. Við eigum þrjá togara sem eru Cape Ice, áður Hvannaberg, Cape Zenith og Cape Circle,“ sagði Jónas. Þess má geta 0<7 NASCO North Atlantic Seafood Company NASCO er með einkasölusamning við níu togara um sölu af allri veiði þeirra. 44 SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.