Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Side 48
reyndur netaskipstjóri. Hvort heldur menn eru úti á sjó, í sumarfríi eða slaka á í stofúnni heima hjá sér er síminn sjaldnast langt und- an. Ein eiginkona skipstjóra hafði á orði að „maðurinn væri alltaf með annan fótinn á sjó, hvort heldur í sólarlöndum eða heima í stofú“. Sumir töldu að samskiptin við flotann gegndu veigamiklu hlutverki, „besta fiskileit- artækið í dag er farsíminn", fullyrðir einn af þátttakendum í rannsókninni og aðrir tók undir þetta með honum. Það er ekki þar með sagt að hver sigli í kjöl- far annars, heldur eru upplýsingar um fiski- gengd metnar í ljósi reynslunnar. „Hvað er líklegt að það standi lengi yfir, hvert gæti hann verið kominn þegar ég er kominn aftur á miðin, hvað er mikið að marka þá sem rætt er við og svo framvegis“, útskýrir einn af skip- stjórunum hvernig ákvörðun um væntanlegt veiðisvæði er tekin. Sumt af því sem liggur að baki ákvarðan- töku skipstjóra er frekar blátt áfram. En drjúgur hluti af þekkingunni er þeim svo samgróinn að nær ógerlegt er að skýra hana út fyrir öðrum. „Það er svo skrýtið að þegar maður kemur á staðina þá einhvern veginn kviknar á þessu þó maður muni ekkert miðin þar sem maður er að fara. Ég gæti kannski ekki sagt þér það en þegar ég er kominn á staðinn þá sér maður það. Það er það sama með lóran og radartölur. Ég man þær ekki til að segja þér núna en þegar ég er farinn að keyra þá er eins og það kvikni á þessu. Það er eins og það kvikni á perunni þegar maður er kominn á staðinn“, segir einn af viðmælend- um þegar hann var inntur eftir hvað þekk- ingu hann hefði á takteininum. „Það bara gerist“ Þannig gerist það iðulega að eingöngu inn- takið í upplýsingum síast inn án þess að formið verði mönnum að öllu ljóst. Ef af- burðarfólk í skák, fiskveiðum eða handbolta er innt eftir því hvað skilaði þeim árangri í einhverjum tilteknum átökum t.d eftir erfiða skáklotu, mettúr eða leik, er óvíst að þau geti skýrt það út. ,„Það bara gerist; fléttan gengur upp; maður Iendir á réttu róli; þetta opnast fyrir manni“, eru dæmigert tilsvör afreksfólks við spurningunni við þess háttar spurning- um. Leyndardómurinn að baki aflamanna og farsælla fiskimanna er ekki fólgin í því sem þeir vita, heldur miklu frekar hæfileikanum til að lesa vitneskju úr umhverfinu, félagslegu og náttúrulegu, og beita henni í síbreytileika fiskveiðanna. „Þú hefur ekkert gagn af reynsl- unni fyrr en þú hættir að taka mark á henni. Þetta er náttúrulega öfugmæli í raun og veru. Reynsla segir okkur að það er ekki hægt að treysta á það að fiskurinn hagi sér alltaf eins. En um leið og menn fara að líta á það sem reynslu að fiskurinn var þarna, hann var þarna í fyrra og hann var þarna í hitteð fýrra og árið þar áður, þetta er orðið reynsla sem þeir eru fastir í og þeir fiska ekki neitt. Þú lær- ir ekkert af reynslunni fýrr en þú ert hættur að taka mark á henni“, staðhæfir fýrrverandi aflakóngur. I orðum hans endurspeglast grunntónninn í þekkingarfræði reynslunnar, það að geta sleppt fram af sér beislinu og látið óljóst inn- sæið ráða ferðinni. Það er hinsvegar vafasamt að líta svo á að hægt sé að greina í sundur þekkingu skipstjórans og það samhengi sem henni er beitt í. Þekkingin eða innsæið er beinlínis hluti af samhenginu og því hæpið að líta svo á að hún sé aðgreinanlegur hæfileiki eins einstaklings. Þannig er ekki sjálfgefið að góður loðnuskipstjóri skili sama árangri í starfi togaraskipstjóra eða við það eitt að breyta um nót eða skip. Ef þekkingin er tekin úr samhenginu sem hún er órjúfanlegur hluti af má segja að hún verði með öllu marklaus. Það kemur þess vegna tæpast á óvart að nokkrir þátttakendur í rannsókninni hafi bent á að í topptúrum gangi allt eins og vel smurð vél. Nú þegar dagar aflakónga eru liðnir og hringiða fiskveiðiumræðunnar liggur nær landi í höndum útgerðarstjóra og viðskipta- manna, hefúr drifkrafturinn að baki skip- stjórastarfinu minnkað. En þrátt fýrir þetta hefur alls ekki dregið úr gildi reynsluþekking- arinnar. Nú er ekki nóg að vita hvar hægt er að fá fiskinn heldur þarf að taka með í reikn- inginn hvaða fisktegundir má ekki ná í og jafnframt að tryggja að öllum hagkvæmis- sjónarmiðum sé fýlgt eftir. ■ Höjundur vinnur aS lokaritgerð um sama efiii til meistarprófi í mannfrœði við Háskóla íslands. Magnúsar Hreinsum allar gerðir af tönkum. Vatnstanka, olíuanka, slamtanka, sjótanka, wc tanka, vélabotna og fleira. Fljót og örugg þjónusta. Margra ára reynsla. Magnús Sigurðsson Garðsstaðir 14 112 R.vík Símar 898-4055 & 586-1855 48 Sjómannablaðið Víkingur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.