Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Side 56
fiskimannaprófið 1956 og lét það duga mér.
Ég var með stórt heimili og lét það próf því
duga. Auk þess var ég aldrei með það stóra
báta að það kom ekki að sök þó ég hefði ekki
meiri réttindi. Þegar ég fór í skólann átti ég
sex börn og var nýbúinn að byggja íbúðarhús
þannig að það var talsvert mál að setjast í
skóla.“
Þú sagðir áðan að þú hafir þurft að hætta
til sjós 1991 vegna veikinda.
„Það var í apríl 1991 sem ég varð að fara í
land mikið veikur, var með kransæðastíflu.
Ég var með Siglunes þegar þetta var, Lárus
Guðmundsson gerði hann út. Þar áður hafði
ég verið með bát fyrir Hraðfrystihús Grund-
arfjarðar, Skipanes og bát með sama nafni
sem Lárus átti. Fyrir Lárus hafði ég líka verið
með Sólberg. Þetta eru allt hefðbundnir ver-
tíðarbátar. Mest vorum við á netum, línu og
trolli. Eftir að ég hætt í útgerðinni seldi ég
Sigurjóni Helgasyni Lýð Valgeir og var með
bátinn fyrstu tvö árin sem hann var gerður út
frá Hólminum, bæði á rækju og skel.“
Það er ekki hægt að hætta þessu spjalli
nema koma áður með hefðbundna spurn-
ingu fyrir
skipstjóra.
Þú hefur
væntanlega
lent í erfið-
leikum á
sjónum á
þessum
langa tíma?
„Vissulega lenti ég oft í vondum veðrum.
Ég var hins vegar svo lánsamur að það er ekki
hægt að segja að hjá mér slasaðist maður, þá
er ég ekki að tala um smáskrámur. Það kom
fyrir að veður urðu vond en ég minnist þessi
ekki að hafa verið hætt kominn, en það kom
skvetta og skvetta.“
Þú segist hafa verið Iánsamur. Einhver er
nú hlutur skipstjóra í velgengni og farsælni,
ekki rétt?
„Það kann vel að vera að ég hafi farið var-
lega. Þó ég hætti vegna veikinda var ég sáttur
að hætta. Eflaust hjálpaði það mér að aldrei
kom neitt fyrir hjá mér. Ég var farsæll.“
Á löngum tíma og oft á litlum bátum hef-
ur margt gerst. Kom fyrir að þú varðst
hræddur?
„Ekki hræddur, en oft hugsaði ég þegar
veður voru vond hvort allt færi vel. A þeim
tíma var ekkert um tæki, lélegur dýptarmælir,
enginn radar né neitt. Oft var það þegar við
vorum að taka Grundarfjörðinn í vondum
veðrum, byljum og myrkri, að ef ég heyrði í
æðarkollunni vissi ég að ég var kominn ná-
lægt landi og beygði frá. Þetta lánaðist. Við
vorum í miklu sambandi við náttúruna. Þeg-
ar ég var með Lárus rérum við stíft, eitt sinn
tókum við balana og vorum komnir í fjarðar-
kjaftinn í rennandi blíðu að ég ákveð, þar sem
einhverri hugsun Iaust í kollinn á mér, að það
borgi sig ekki að fara lengra. Guðmundur
frændi minn Jóhannesson var með mér, og
brást hann reiður við að snúa við í blíðuveðri.
Við vorum rétt búnir að binda bátinn við
bryggju þegar skall á norðaustan stórhríð og
vonskuveður. Ég álít að ég hafi fengið ein-
hverskonar vitjun.“
Hver hefur það verið?
„Ég veit það ekki, einhver sem vildi mér
vel. Ég hef oft fengið vitjanir en ég hef aldrei
vitað hver það er. Svo er ég eins og fleiri sjó-
menn, ég fer eftir draumum. Mig dreymdi
oft fyrir daglátum og fiskaði oft vel á það. Ég
á erfitt með að skýra þessa drauma. Mér hef-
ur verið vísað hvert ég á að fara eða færa neta-
trossur. Það hefur komið fyrir að ég hef dreg-
ið trossur með litlum afla en fundið á mér að
ég yrði að leggja á sama stað þrátt fyrir lakan
afla. Ég man eftir þannig degi, sonur minn
var stýrimaður hjá mér og hann var undrandi
á þessu, daginn eftir vorum við með þrjátíu
tonn.“
Ert þú trúaður?
„Já, ég er mjög trúaður og trúin hefirr fylgt
mér. Ég bað fyrir hverri sjóferð og nú bið ég
fyrir mínum nánustu í hvert sinn sem ég leg-
gst til svefns. Trúin hefur hjálpað mér mjög
mikið og ég hef notað hana í gegnum allt
mitt líf.“
Sem unglingur, báðir foreldrar þínir látnir
og þú aðskilinn frá systkinum þínum, efaðist
þú þá um tilvist guðs?
„Nei. Það var svo merkilegt að þegar ég
missti föður minn, á fermingarárinu mínu,
fermdist ég í Dómskirkjunni í Reykjavík.
Pabbi lá á Landakotsspítala sjúkur af krabba-
meini og ég fermdist í Reykjavík svo hann
fengi að sjá mig t' fermingarfötunum. Ég held
að ég hafi harnað við þetta allt saman. Ég
fermdist um vorið og hann lést í september."
Frá því þú byrjaðir til sjós og þar til þú
hættir breyttist margt.
„Það urðu ótrúlega miklar breytingar.
Samt kemur mér fyrst í hugann að allan
minn skipstjóraferil var ég alltaf með mjög
góða menn með mér?
„Hvers vegna ætli það hafi verið?
„Það verða aðrir að svara því.“
Má ég álíta að það hafi verið vegna þess að
það hafi verið gott að vera með þér?
„Þegar ég hitti þessa vini mína þakka þeir
mér margir fyrir þann tíma sem þeir voru
með mér.“
Þorvarður er kominn í land, ekki heill
heilsu og á ekki eftir að vinna erfiðisvinnu.
Hann er of veikur til þess. Fyrri hjartaaðgerð-
in tókst ekki eins og vonast var til og skera
varð að nýju, ári síðar. I veikindum sínum
missti Þorvarður mikið þrek og varð því að
sætta sig við ýmislegt. Samt man hann bara
eftir þalddæti. Hann vill að fram kom að gott
hafi verið að vera á Reykjalundi
„Ég reyni að líta björtum augum á lífið og
vera ánægður með mitt. Ég er afar sáttur
maður. Ég á svo margar góðar minningar,
góð börn og gott heimili. Því skyldi ég ekki
vera sáttur.“
Hér er mál að linni, en blaðamanni verður
á að spyrja einnar spurningar enn. Myndir þú
velja sama starf aftur værir þú ungur og þá
þrátt fyrir kvóta og aðrar breytingar?
„Alveg hiklaust. Hitt er annað að ég hef
aldrei verið sáttur við kvótann. Með honum
fór allt kapp og gleði horfin.“ H
Texti: Sigurjón Egilsson og Krístborg
Hákonardóttir.
Ljósmyndir: Signrjón Egilsson ogfleiri.
56
Sjómannablaðið Víkingur