Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 101

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 101
Frostmark ehf. er ungt og framsækið fyrirtæki sem leggur áherslu á að þróa nýja tækni Ný aðferð við rækjufrystingu getur valdið gjörbyltingu Fyrirtækið Frostmark ehf býður fram allt sem þarf til kælingu og frystingu matvæla þar á meðal sjávarfangs. Frostmark hannar og smíðar búnað eins og hverjum og einum viðskiptavini hentar auk þess að veita varahlutaþjónustu. Fyrirtækið var stofnað 1996 en eigendur þess hafa langa reynslu að baki á þessu sviði. Þar starfa nú 12 manns. Frostmark hefur þróað nýja frystiaðferð sem reynd verður við rækjufrystingu í haust. Með þessari nýju aðferð sparast umtalsverð orka og nýtingin eykst að miklum mun. Ekki er annað að sjá en þessi aðferð þýði gjörbylt- ingu í rækjufrystingu og síðar ann- ari frystingu. Sjómannablaðið Vík- ingur ræddi við Guðlaug Pálsson vélfræðing og einn eiganda Frost- marks. Hann var fyrst spurður hvernig fyrirtækinu gengi að tryggja sig i sessi á markaðinum. „Með því að hanna og smíða búnaðinn sjálfir en flytja inn alla í- hluti sem þarf frá erlendum fram- leiðendum náum við að bjóða framleiðsluna á mjög hagstæðu verði enda stöndum við vel í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á þessu sviði. Við stærri verkefni fáum við samstarfsaðila til liðs við okkur og ég get þar til dæmis nefnt Formax. Nú síðast vorum við að Ijúka við smíði og uppsetn- ingu á bandfrysti í Sandgerði sem var mikið verkefni. Þessi band- frystir frystir 500 kíló af flökum á klukkustund. Lausfrystir sem þessi er nýjung og verkið var boð- ið út víða í Evrópu en það er er- lendur aðili sem er kaupandi. Okkar tilboð var mjög hagstætt og maður frá Belgíu sem kom hingað vegna þessa sagðist ekki hafa séð jafn góða smíði á svona búnaði í öðrum löndum. Við leggj- um áherslu á það við hönnun á öllum okkar kerfum að raforku- notkun verði í lágmarki sem og að nýting afurðanna sé sem best. Það er stór þáttur í okkar hönnun- arvinnu og smíði að búnaðurinn sé rekstrarlega hagkvæmur. Auk sjávarútvegsfyrirtækja eru það matvælafyrirtæki almennt og iðn- fyrirtæki sem kaupa okkar fram- leiðslu." -Er ör þróun í framleiðslunni? „Við erum með nokkrar nýjung- ar og ég var búinn að nefna verk- efnið í Sandgerði. Ég get líka nefnt að við höfum smíðað kæli- kerfi sem kælir niður sjó eða vatn með hitastigi innan við hálfa gráðu frá frostmarki. Þessi búnað- ur er notaður í skipum sem og í landi til þess að kæla hráefni fyrir vinnsluna. Þetta höfum við þróað þannig að unnt er að halda hita- stiginu stöðugu miðað við mis- munandi flæði og svo framvegis. Sömuleiðis bjóðum við heildar- lausn í stjórnbúnaði kæli- og frystikerfa. Um er að ræða tölvu- búnað sem stýrir öllu ferlinu á- samt upplýsinga- og skráningar- kerfum með viðvörunarbúnaði. Þetta gerum við í samvinnu við þekkt breskt fyrirtæki sem heitir ELM. Einnig bjóðum við viðvörun- arkerfi vegna kælimiðilsleka og sá búnaður getur í sjálfu sér mælt hvaða lofttegund sem er. Þennan búnað bjóðum við á hagstæðara verði en áður hefur þekkst á markaði hér á landi.“ -Þið í Frostmark eru þá að stunda uppfinningar meðfram framleiðslunni? „Þetta byggist auðvitað á þeirri reynslu sem er til staðar innan fyr- irtækisins og samstarfi við aðila eins og Formax. Ég hef líka séð það gengum árin að við þurfum siður en svo að skammast okkar gagnvart útlendingum. Við höfum yfir að ráða tækniþekkingu ekki síður en þeir. Á sjávarútvegssýn- ingunni kynnum við vatnskæli- kerfið og sýnishorn af stjórnbún- aðinum ásamt viðvörunarkerfinu. Einnig plötuvarmaskipti frá þýsk- um aðila sem við erum í samstarfi við. Síðast en ekki síst vil ég nefna að undanfarin tvö ár höfum við verið að þróa hugmynd að nýrri frystiaðferð sem Rannsóknarstofa fiskiðnaðarins hefur gert þrófanir á. Þessi frystiaðferð er fyrst og fremst hugsuð fyrir rækjufrystingu en nýtist fyrir aðrar afurðir síðar. Niðurstöður prófana sýna að þessi frystiaðferð notar helmingi minni orku heldur en hefðbundnir frystar og nýting afurða er miklu meiri en kemur úr hefðbundinni frystingu. Búnaðurinn er ódýrari en sá sem nú er á markaði. Þessi aðferð hefur ekki verið reynd áður en hún verður sett upp og reynd á Hólmavik nú í haust,“ sagði Guð- laugur Pálsson. ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.