Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 106
Brimrún
Á annað hundrað
„undrar“ seldir
Brimrún ehf hefur nú verið
umboðsaðili fyrir Furuno á ís-
landi í tæp 7 ár. Á þessum tíma
hefur salan verið meiri heldur
en reiknað hafði verið með,
bæði hvað varðar fiskileitar- og
siglingatæki og fjarskiptabún-
að. Ratsjár frá Furuno seljast
alltaf vel en hérlendis hefur
radarinn FR-2110, eða „undri“
eins og hann er kallaður
manna á meðal, farið fram úr
öllum áætlunum. Ríflega 140
radarar hafa selst hér á landi á
rúmum 5 árum frá því hann
kom fyrst á markað. Svo mikil
eftirspurn skýrist af gæðum
radarsins, ekki síst nýrri tækni í
stillingum gegn truflunum. Nú í
ár kom Furuno með nýjan rad-
ar sem leysir FR-2110 af hólmi,
FR-2115. Helstu breytingarnar
eru þær að skjárinn er 21 “ í
stað 20“ áður og er með meiri
upplausn, 1280 x 1024 í stað
800 x 1024. Reyndar er hægt
að fá radarinn án skjás og
tengja hann við TFT tölvuskjá.
Nýi radarinn er með „arctic
skannerblaðl" sem er sérstak-
lega hannað til að draga úr á-
hrifum ísingar og vinds. Þá er
ARPAÐ fyrir 40 skip nú, en var
áður fyrir 30 skip og fleira
mætti nefna. Sem fyrr eru skal-
ar frá 0,125 - 96 s.m. og radar-
inn bæði til í X- og S-bandi.
í ár kom Furuno einnig með
nýjan radar fyrir minni skip og
báta, FR-7062. Þessi radar er
með 12“ skjá, 6 kW sendiafli,
með skala frá 0,125 - 64 s.m.
610160
Félagamir Sveinn Kristján Sveinsson og Björn Árnason í Brimborg.
og með eða án 10 skipa ARPA.
þegar hafa verið keyptir á ann-
an tug radara þessarar gerðar
og eru notendurnir almennt
mjög ánægðir með radarinn.
FR-7062 þykir vera á góðu
verði miðað við stærð og gæði,
en með ARPA kostar hann inn-
an við 600.000.-
Þessar vikurnar er Brimrún
að afhenda búnað í nýsmiði
Haraldar Böðvarssonar hf. í
Chile. Um er að ræða Furuno
búnað hvað varðar öll helstu
fjarskipta-, siglinga- og fiskileit-
artæki, svo sem tvær ARPA
ratsjár, tvö GPS staðsetningar-
tæki, einn höfuðlínumæli, tvo
dýptarmæla, þrjá sónara, einn
straummæli, GMDSS fjar-
skiptabúnað o.fl. Auk þessa út-
vegar Brimrún símkerfi, kall-
kerfi, sjónvörp, útvörp o.fl.
þess háttar í skipið. Búnaður-
inn verður settur upp og tengd-
ur af starfsmönnum skipa-
smíðastöðvarinnar í Chile en á-
byrgðir verða að fullu bundnar
Brimrún. ■
106
Sjómannablaðið Víkingub