Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 4
Örnólfur Thorlacius HVAÐ VAR SVARTIDAUÐI? í október 1347 gaus upp drepsótt á Sikiley, skelfilegri en nokkur veiki sem menn höfðu kynnst. Engin lækning þekktist. Allir sem veikina tóku létust sárþjáðir. Dökkir dílar í húð, blóð frá sprungnum æðum, boðuðu komu sóttarinnar. Þessir blettir voru kallaðir „teikn guðs" og þóttu jafngilda dauðadómi. Auk þess komu fram kýli í handarkrikum, í nára eða á öðrum stöðum, í fyrstu á stærð við heslihnetur en stækkuðu brátt. Þessu fylgdi hár sótthiti og óbærilegar kvalir. Æðar brustu í mörgum líffærum; menn köstuðu upp blóði úr iðrum og hóstuðu blóði úr sprungnum lungum. Margir ærðust af kvölum og hlupu naktir út á stræti og steyptu sér í vatnsból. Á þriðja degi, eða í síðasta lagi á hinum fjórða eða fimmta, lést sjúklingurinn. Borgin Messína á Sikiley, þar sem sóttarinnar varð fyrst vart, var miðstöð siglinga kaupskipa við Miðjarðarhaf, enda breiddist plágan ört út með strönd- um hafsins, annars vegar land- leiðina en hins vegar mun víðar og hraðar með skipum (1. mynd). Eftir þrjá mánuði, eða í janúar 1348, var sóttin komin til Norður-Italíu, þar sem hún gerði mikinn usla í Genúu og Feneyjum. Samkvæmt samtíma- heimild létust 100.000 menn í Feneyjum, en það mun trúlega ofmat miðað við það sem menn þykjast sannast vita um mannfjölda þá á tímum. í mars var röðin komin að Písu og þaðan lá leið pestarinnar norður til Toskaníu og suður til Rómar. Margar helstu borgir á Ítalíu voru brátt undirlagðar. Frá Ítalíu barst pestin meðal annars til Túnis í Norður-Afríku, Miðjarðarhafseyjanna Sardiníu, Korsíku og Baleareyja (Mallorca og nálægra eyja), til Marseille á Frakk- landi og Barcelona, Valencia og Sevilla á Spáni. Plágan barst til Miðjarðarhafs- strandar Frakklands öðru hvoru megin við áramótin 1347 og 1348, og má ráða af skýrslum að hún hafi lagt að velli 57.000 manns í Marseille og nágrenni, þótt sú tala teljist fullhá. Þaðan barst plágan vestur og norður eftir landinu. Hún var komin til Avignon, þar sem þá var páfasetur, í mars 1348 og banaði þar samkvæmt skýrslum 150.000 manns. Klemens VI. páfi lét skrá lýsingu á veikinni, sem meðal annars studdist við krufningu. í bréfi frá ónafngreind- um kanúka er henni svo lýst: Sýkin birtist í þremur mismunandi myndum. Hjá mörgum leggst hún á lungu og öndun. Þessir sjúkling- ar, jafnvel þegar einkervnin virðast væg, eiga sér enga von og lifa ekki lengur en tvo daga. Læknar í mörgum borgum á Ítalíu, og einnig í Avignon að boði páfa, hafa leitað skýringa á uppruna veik- innar. Mörg lík hafa verið krufin, 2 Náttúrufræðingurinn 73 (1-2), bls. 2-14, 2005

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.