Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 4
Örnólfur Thorlacius HVAÐ VAR SVARTIDAUÐI? í október 1347 gaus upp drepsótt á Sikiley, skelfilegri en nokkur veiki sem menn höfðu kynnst. Engin lækning þekktist. Allir sem veikina tóku létust sárþjáðir. Dökkir dílar í húð, blóð frá sprungnum æðum, boðuðu komu sóttarinnar. Þessir blettir voru kallaðir „teikn guðs" og þóttu jafngilda dauðadómi. Auk þess komu fram kýli í handarkrikum, í nára eða á öðrum stöðum, í fyrstu á stærð við heslihnetur en stækkuðu brátt. Þessu fylgdi hár sótthiti og óbærilegar kvalir. Æðar brustu í mörgum líffærum; menn köstuðu upp blóði úr iðrum og hóstuðu blóði úr sprungnum lungum. Margir ærðust af kvölum og hlupu naktir út á stræti og steyptu sér í vatnsból. Á þriðja degi, eða í síðasta lagi á hinum fjórða eða fimmta, lést sjúklingurinn. Borgin Messína á Sikiley, þar sem sóttarinnar varð fyrst vart, var miðstöð siglinga kaupskipa við Miðjarðarhaf, enda breiddist plágan ört út með strönd- um hafsins, annars vegar land- leiðina en hins vegar mun víðar og hraðar með skipum (1. mynd). Eftir þrjá mánuði, eða í janúar 1348, var sóttin komin til Norður-Italíu, þar sem hún gerði mikinn usla í Genúu og Feneyjum. Samkvæmt samtíma- heimild létust 100.000 menn í Feneyjum, en það mun trúlega ofmat miðað við það sem menn þykjast sannast vita um mannfjölda þá á tímum. í mars var röðin komin að Písu og þaðan lá leið pestarinnar norður til Toskaníu og suður til Rómar. Margar helstu borgir á Ítalíu voru brátt undirlagðar. Frá Ítalíu barst pestin meðal annars til Túnis í Norður-Afríku, Miðjarðarhafseyjanna Sardiníu, Korsíku og Baleareyja (Mallorca og nálægra eyja), til Marseille á Frakk- landi og Barcelona, Valencia og Sevilla á Spáni. Plágan barst til Miðjarðarhafs- strandar Frakklands öðru hvoru megin við áramótin 1347 og 1348, og má ráða af skýrslum að hún hafi lagt að velli 57.000 manns í Marseille og nágrenni, þótt sú tala teljist fullhá. Þaðan barst plágan vestur og norður eftir landinu. Hún var komin til Avignon, þar sem þá var páfasetur, í mars 1348 og banaði þar samkvæmt skýrslum 150.000 manns. Klemens VI. páfi lét skrá lýsingu á veikinni, sem meðal annars studdist við krufningu. í bréfi frá ónafngreind- um kanúka er henni svo lýst: Sýkin birtist í þremur mismunandi myndum. Hjá mörgum leggst hún á lungu og öndun. Þessir sjúkling- ar, jafnvel þegar einkervnin virðast væg, eiga sér enga von og lifa ekki lengur en tvo daga. Læknar í mörgum borgum á Ítalíu, og einnig í Avignon að boði páfa, hafa leitað skýringa á uppruna veik- innar. Mörg lík hafa verið krufin, 2 Náttúrufræðingurinn 73 (1-2), bls. 2-14, 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.