Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn Marseille eru lokuð, að frátöldum tveimur smáhliðum, enda eru fjórir borgarbúar af hverjum fimm dánir. ... Ættingjar sinna ekki hinum sjúku, nema eins og þeir væru hundar - skilja eftir mat nærri rúmum þeirra og forða sér svo. Þegar einhver deyr, eru til kallaðir rustar, kallaðir gavoti, sem bera líkið til grafar ef þeir fá það nógu vel borgað. ... Prestar fást ekki til að hlýða á skriftir hinna sjúku né veita þeim sakramenti. ... Þegar lík er borið um stræti forða allir sér inn í hús og fyrmefndir gavoti, þótt hraustir séu, komast fæstir af, en smitast að lokum og deyja. ... Nokkrir ólánsmenn hafa verið gripnir með ákveðið duft og sakaðir um það - Guð einn veit hvort þeir em sekir eða saklausir - að eitra vatnsbólin, og menn þora ekki að drekka úr þeim.a Fyrir þetta hafa margir verið brenndir, og nokkrir fara á bálið daglega.2 SVARTl DAUÐI í EVRÓPU Á árunum 1347 til 1350 flæddi drepsóttin, sem nefnd hefur verið svartidauði,b eins og eldur í sinu yfir Evrópu (2. mynd). Þessi eldur kuln- aði að lokum við strendur Norður- íshafs, líklega norður í rússnesku hafnarborginni Arkangelsk við Hvítahaf, skammt sunnan við heim- skautsbaug. Margar samtímaheim- ildir segja sömu sögu og hér hefur verið lýst af þeim skelfingum sem menn urðu að þola. Dreifbýl sveita- héruð sluppu yfirleitt betur en borgirnar, enda forðuðu margir stöndugir heldri menn sér og sínum frá borgunum - og báru raunar oft smit með sér. Alþýðan komst hins vegar hvergi. Plágan herjaði að jafnaði um átta mánuði á hverjum stað og dó síðan út. Hún sneri ekki við til sama staðar. Manndauði var hvarvetna gífurlegur. Svo aðeins sé getið nokkurra staða í Þýskalandi, 3. mynd. Christopher Duncan. þá grandaði svartidauði 2000 mönnum í Frankfurt am Main á 72 dögum og meira en helmingur íbúa Hamborgar fórst, 6000 í Mainz, 11.000 í Múnster, um 12.000 í Erfurt og nærri 7000 í Bremen, en það hafa trúlega verið um 70% af íbúum borgarinnar. Auk þess er talið að um 200.000 sveitaþorp í Þýskalandi hafi eyðst með öllu.3 Þegar meginbylgja drepsóttar- innar var gengin yfir árið 1350 hefði mátt ætla að þar með væri þessi plága úr sögunni. En næsta ár, 1351, bárust fréttir af pest á að minnsta kosti 11 stöðum á meginlandi Evrópu. Og næstu 300 árin gekk pestin víða á Frakklandi, stundum hvað eftir annað með hléum á sömu stöðunum, svo landið í heild var aldrei með öllu laust við vágestinn. Farsóttin var með öðrum orðum landlæg í Frakklandi allan þennan tíma. Annars staðar á meginlandi Evrópu, svo sem á Spáni, í Þýska- landi og á Ítalíu, og á Bretlands- eyjum, komu mörg pestarlaus tímabil á milli faraldra á þessum þremur öldum, og virðist ný sýking jafnan hafa borist frá Frakklandi. Helstu heimildarmenn mínir að því sem hér er skráð hafa unnið saman að könnun á sögu og eðli svartadauðafaraldranna í Evrópu á miðöldum árum saman: Christ- opher Duncan (3. mynd) var prófessor í dýrafræði við Háskólann í Liverpool en er kominn á eftirlaun. Hann er höfundur fleiri en 200 fræðirita og sjö bóka. Susan Scott (4. mynd) er sagnfræðingur sem sér- hæft hefur sig í lýðfræði (e: demo- graphy, það er rannsókn á mann- fjölda, aldurs- og kynjahlutfalli, hjónabandsstöðu, heilsufari og öðru því sem ráðið verður af hagtölum 4. mynd. Susan Scott. og manntalsskýrslum) í samfélög- um genginna tíma. Eftir hana liggja 30 fræðiritgerðir og þrjár bækur. Plágan á Bretlandseyjum4 Sumarið eða haustið 1348 barst svartidauði til suðurstrandar Eng- lands, trúlega frá Ermarsundseyjum, þar sem hann var í algleymingi, eða þá frá Frakklandi. Þaðan barst plágan ört norður eftir landinu (5. mynd). Til Lundúna barst hún í nóvember 1348, og þá um veturinn frestaði konungur þingi á þeirri forsendu að banvæn sýki myndi stofna lífi þingmanna í hættu ef þeir hættu sér á þingstað. Sagnfræðing- um ber ekki saman um manndauða í höfuðborginni af völdum pestar- innar, en Scott og Duncan telja sennilegt að á milli 20 og 30 þúsund hafi látist af um 60 til 70 þúsund íbúum, sem þau telja ámóta hlutfall og dánartöluna í landinu í heild. Um þessar mundir áttu Skotar (sem oftar) í stríði við Englendinga. Sagt er að foringjar Skota hafi frétt af sóttdauða í her Englendinga skammt sunnan við skosku landamærin. I þeirri trú að þar væri drottinn að refsa fjendum þeirra maklega, réðust Skotar til atlögu en hrundu niður af pestinni, og þeir sem uppi stóðu urðu Englendingum auðveld bráð. Til írlands barst plágan sjóleiðis, trúlega frá Bristol, haustið 1348. Heimildir eru óljósar en Ijóst er að höfuðborgin, Dublin, varð illa úti. Plágan á íslandi5 Tveir plágufaraldrar gengu yfir Island. Hinn fyrri barst með skipi til Hvalfjarðar í september 1402 og hafði um jól borist austur í Skálholt a Þessir menn munu hafa verið gyðingar, og er vísast að viðbrögð samtímans hafi verið fyrstu skipulegu gyðingaofsóknirnar í Evrópu. Scott og Duncan vitna hér í bréf frá „ónefndum kanúka" (anonymous canon) sem mun, skv. öðrum heimildum, hafa verið franskur læknir, Gui de Chauliac. b í mörgum ritum er aðeins farsóttarbylgjan 1347-1350 kölluð svartidauði; seinni tíma faraldrar eru þá nefndir plága eða pest. Hér verða þessi heiti notuð jöfnum höndum um öldur þessarar miðaldadrepsóttar í Evrópu, enda hafa þau öll verið höfð um pestarfaraldrana tvo sem gengu hérlendis á 15. öld. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.