Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 8
Náttúrufræðingurinn 7. mynd. Franski örverufræðingurinn Alexandre Yersin a'tti öðrum mönnum meiri þátt í að skýra eðli og útbreiðslu- leiðir kýlapestar. (Encyclopædia Britann- ica.) sjúkdóm, kýlapest, sem berst í menn úr rottum með biti rottuiíóa. Kýlapest Öldum saman hefur skæður sjúk- dómur legið í landi á Indlandi og víðar í heimi. Sýklalyf vinna á sjúk- dómnum, en annars er hartn oftast banvænn mönnum og einkennist jafnan af kýlum í eitlum í handar- krikum og í nára. Sýkin er því nefnd kýlapest. Undir lok nítjándu aldar braust út alvarlegur faraldur af kýlapest á Ind- landi og breiddist þaðan til annarra landa í Suðaustur-Asíu. Læknar og vísindamenn komu víða að og unnu hörðum höndum við að átta sig á flóknu lífsmynstri plágusýkilsins. Einna mestan þátt í lausn gátunn- ar átti franskur örverufræðingur, Alexandre Yersin (7. mynd), sem verið hafði lærisveinn Pasteurs í París. Hann kom til Hong Kong árið 1894, þegar nýlendan var illa leikin af plágunni. Yfirvöld veittu honum lít- inn sem engan stuðning. Hann varð að láta sér nægja sem rannsóknastofu strákofa, sem hann sjálfur reisti, og þurfti að múta líkhúsvörðum til að komast yfir lík plágudauðra. Yersin færði sönnur á að kýla- pestin er sjúkdómur í nagdýrum, sem berst á milli dýranna með biti flóa. Smitun til manna er flókin vegna millihýslanna (9. mynd) og er gerólík beinni smitun martna á milli. Yersin einangraði sýkilinn, sem reyndist vera baktería og hlaut fræðiheitið Yersinia pcstis, kennd við uppgötvarann og pestina sem hún olli. Einkenni flestra - en þó ekki allra - tilvika af kýlapest eru kýlin í eitlun- um. Þegar Yersin hafði greint frá rannsóknum sínum á eðli og ferli þessa sjúkdóms, rifjaðist upp fýrir mörtnum að mörg fómarlömb plágu- faraldranna í Evrópu þjáðust líka af þrota í eitlum og þá var því tafarlaust slegið föstu að um sama sjúkdóm hefði verið að ræða - að svartidauði hefði verið kýlapest. Þessari greiningu, út frá einu sjúk- dómseinkenni, hefur verið haldið á loft gagnrýnislítið út 20. öldina og að mestu til þessa dags. Bldðpest, kýlapest og lungnapest Scott og Duncan kalla nagdýrasýk- ina bubonic plague eða kýlapest,d eins og til þessa hefur tíðkast. Pláguna í Evrópu, svartadauða (og þar með báða faraldrana á íslandi), telja þau af öðrum uppmna og kalla hana haemorrhagic plague, sem ég útlegg blóðpest, enda em gífurlegar irtnri blæðingar einkertni sýkinnar. Afbrigði kýlapestar er lungnapest (pneumonic plague). Fyrir kemur að kýlapestarsýkill berst í lungu manns. 8. mynd. Táknmynd dauðans með stunda- glas íhendi. (Prentþrykk úr Hrappseyjar- prentsmiðju. Einar Laxness 1995. ís- landssaga a-ö.) rottur í mannabyggð þolin nagdýr 9. mynd. Flóin gegnir meginhlutverki í að bera Yersinia pestis á milli nagdýra, meðal annars úr stofnum þolitina villtra nagdýra í rottur og þaðan í menn. Aðeins lungnapest berst beint úr einum manni í annan. lungnapest maður d í íslenskri orðabók (Edda 2002) er aðeins ein merking orðsins kýlapest gefin - pest sem veldur kýlum, graftarígerðum af völdum staflaga sýkils (actinobacillosis). Lungnapest er þar eingöngu skilgreind sem bráð lungnabólga í sauðfé af völdum sýkla. 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.