Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags álmtegunda séu í kringum 1 cm að lengd, er til álmtegund sem ber óvenjustór vængaldin, en það er gráálmur (Ulmus macrocarpa Hance) sem er staðbundin tegund í Kína og er venjulega með aldin sem eru um 25 mm á lengd og 20 mm á breidd. Vængaldin þessarar tegundar geta þó orðið allt að 45 mm löng og 40 mm breið og eru það allra stærstu vængaldin sem þekkjast hjá nú- lifandi álmtegundum. Samanborið við vængaldin annarra núlifandi álmtegunda eru þessi vængaldin úr síðtertíerum setlögum hér á landi óvenjustór. Form og lögun væng- aldinsins líkist mest því sem er hjá hinum eiginlega álmi (17. glabra Hudson), þó með þeirri undan- tekningu að íslenska aldinið er miklu stærra og hakið í vængnum nær töluvert lengra inn í vænginn í átt að fræhúsinu. Lögun fræhúss og staðsetning þess, yfirborðsáferð, vængform, lega miðæðar og bikars er hins vegar líkt og hjá álmi. Álmblað Steingervingurinn er númer 799 í originalsafni Náttúrufræðistofnunar íslands. Aðeins er um efri hluta blöðku að ræða (2. mynd a) þar sem laufblaðið hefur ekki varðveist heilt. Lýsing: Blaðhlutinn sem fannst er 72 mm langur og 112 mm þar sem hann er breiðastur. Samanburður við aðrar núlifandi teg- undir með sama blaðform bendir til þess að blaðið hafi verið allt að 140 mm langt. Blaðkan er ósamhverf. Blaðlögun hefur verið öfugegglaga (wide obovate) með mesta breidd fyrir ofan miðju. Blað- oddurinn er stuttur, skarphoma (<90°, acute) og hvass. Blaðröndin er tennt og eru tennur eftir allri blaðröndinni (þeim hluta sem er varðveittur). Tennurnar eru saglaga (serrate) og skiptast í þrjá flokka, aðaltennur sem eru markaðar af hliðar- strengjum (annarrar gráðu æðar), þær eru þríhyrndar og frekar breiðar og hafa oftast litlar hliðartennur á annarri eða báðum hliðum. Á svæðinu milli aðal- tannanna eru allt að tvær undirtennur (4. mynd), þær em aðeins minni en aðal- tennurnar en svipaðar að lögun. Æðar- kvísl úr hliðarstrengnum og þverstreng- ir (þriðju gráðu æðar) liggja út í þær. Aðalstrengjakerfi blaðsins er einfalt (pinnate) með einum aðalstreng (fyrstu gráðu æð) eða miðstreng. Hliðar- strengirnir stefna beint eða í boga út frá aðalstrengnum og enda í oddi aðaltann- anna (craspedodromous æðakerfi). Þeir eru stakstæðir og rísa upp eftir aðal- strengnum með 38°-24° horni, í miðju til efri hluta blöðkunnar, og með 14-21 mm millibili. Þverstrengirnir rísa hornrétt eða skarpt frá neðri hlið (exmedial) hliðarstrengjanna og homrétt eða gleitt frá efri hlið (admedial) þeirra. Munstrið er einfalt (percurrent) þar sem þver- strengirnir frá samhliða hliðarstrengjum sameinast. Þverstrengimir stefna beint eða klofna á leiðinni milli hliðar- strengjanna. Við blaðröndina stefnir áberandi þverstrengur að tannskerðing- unum og klofnar þar, en greinar strengs- ins liggja út í tennumar samsíða hliðum þeirra. Hornstrengirnir (fjórðu gráðu æðar) og smástrengirnir (fimmtu gráðu æðar) mynda fíngert net með marghliða og frekar litlum blaðreitum (areoles) (4. mynd). Reitirnir em óreglulegir að stærð og lögun og uppröðun er tilviljana- kennd. Reitastrengir (veinlets) klofna stundum tvisvar sinnum þar sem þeir enda innan blaðreitanna. Steingerða laufblaðið sýnir öll ein- kenni álms, nema hvað ósamhverfur blaðbotninn hefur ekki varðveist. Laufblað af þessari gerð, með tennur eins og hér hefur verið lýst, strengja- kerfi og blaðlögun hefur ekki áður fundist í íslenskum setlögum. Steingerða álmblaðið líkist mest laufblöðum núlifandi álms (Ulmus glabra), sem er nú mjög dreifður um Evrópu og hluta Asíu. Laufblaðið er talið af tegund sem hefur haft stórt vængjað aldin, en hvort tveggja fannst í setlögum í Mókollsdal og lögun og helstu formeinkenni aldins- ins bendir einnig eindregið hl skyld- leika við álm (Ulmus glabra). Tegund Útbreiðsla (nútíma) Stærð vængaldins (1/b í mm) Lögun vængaldins Staðsetning fræhúss Stærð fræhúss (1/b í mm) Lögun frænúss Hak í væng 17. carpinifolia Vestur Evrópa & Miðjarðarhaf 15/12 eggHga breiðlensulaga neðanstætt 6/2 lensulaga i/i opið 17. laciniata Kína, Japan & Mongólía 20/13 breiðlensulaga miðstætt 8/3 lensulaga 1/3 lokað 17. glabra Norður og Mið Evrópa & Litla Asía 20/15 egglaga breiðlensulaga miðstætt 8/5 sporöskjulaga breiðegglaga 1/3 opið 17. macrocarpa Kína 25/20 egglaga breiðlensulaga miðstætt 12/7 breiðlensulaga 1/3 opið Ulmus sp. ísland (míósen) 36/24 egglaga breiðlensulaga miðstætt 9/7 sporöskjulaga breiðegglaga 1/2 opið 2. tnfla. Útbrciðsla og helstu einkenni aldina núlifandi álmtegunda sem líkjast mest þeirri tegund sem fundist hefur í setlögum frá siðtertíer á íslandi. - Distribution and characteristics of recent winged samaras of elm compared with the large samara from Upper Miocene deposits in lceland. 19

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.