Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hraunurn næringarlítill. Ólíklegra er að vængaldinin hafi stækkað, og þá vængurinn (vængimir) til þess eins að bera fræin lengri vegalengd milli svæða og yfir hrjóstrug hrauna- svæði. Ef sú væri raunin væri eðli- legast fyrir plöntuna að þróa með sér stærri vængi en ekki eyða orku í að stækka fræin með auknu forðabúri. Sú staðreynd að fræhúsin eru áberandi stór bendir eindregið til þess að um sé að ræða þróun sem knúin var áfram af umhverfis- aðstæðum og þar með viðbragð plantnanna við áreiti eða samkeppni um að koma upp næstu kynslóð. Með stækkun fræja og fræhúss fylgdi stækkun vængs hjá álmi, vænghnotu og hlyni uns aldinin náðu þeirri kynlegu stærð sem finna má í íslenskum síðtertíerlögum. Þó svo að hér á landi hafi vaxið tegundir með óvenju stór aldin á seinnihluta tertíertímabils og gróðursamfélög á Islandi þannig verið í nokkm frábmgðin þeim sem þekkt eru annars staðar í heiminum er áhugavert að gera sér grein fyrir því hvort dreifiaðferð sú sem hér var ráðandi samsvari þeim sem þekktar em úr jarðlögum annars staðar á sama tíma. Ljóst er að trjátegundir sem uxu hér á síðtertíer notuðu flestar vind til að dreifa aldinum smum og því forvitnilegt að vita hvort sú var einnig raunin annars staðar. Til að kanna þetta er vænlegast að rekja þróun fræja og aldina og gera sér grein fyrir þeim dreifiaðferðum sem voru ráðandi hverju sinni á fyrri jarðsögutímum °g reyna að átta sig á því hvernig síðtertíera flóran á íslandi fellur inn í þá mynd. Þróun FRÆJA OG ALDINA í Jarðsögulegu ljósi Þótt nú sé gífurleg fjölbreytni og mikill stærðarmunur á fræjum og aldinum hjá dulfrævingum var það ekki alltaf þannig á fyrri jarðsögu- flmum. Elstu leifar dulfrævinga eru A'á því snemma á krítartímabili.19,20 Frá þeim tíma hafa dulfrævingar þróast mjög og náð mikilli fjöl- breytni bæði í frævunar- og dreifing- araðferðum, svo og náð að verða ráðandi hópur í gróðursamfélögum á landi. Þó að plöntusteingervingar sýni að dulfrævingar hafi þróast allhratt og gengið í gegnum miklar breytingar í frævunaraðferðum og líffærum þeim tengdum þegar á krítartímabili,21,19 þá sýna þeir jafn- framt að fræhús og aldin þróuðust frekar hægt (og lítið) á fyrrihluta þróunarsögu dulfrævinga. Á mörk- um krítar og tertíers, fyrir um 65 milljón árum, urðu allmiklar breyt- ingar á fræhúsum og aldinum.22 Á frekar stuttum tíma, jarðsögulega séð, sem spannar paleósentíma og fyrrihluta eósentíma, þróuðust fræ og aldin allhratt og miklar stærðar- og formbreytingar áttu sér stað. Plönturnar nýttu sér utanað- komandi þætti við að dreifa fræjum í ríkari mæli en áður og má þar nefna dreifingu með aðstoð dýra, vatns og vinda. Fram að þessu sýndu fræ dulfrævinga lítinn fjöl- breytileika, þau voru smávaxin og dreifingaraðferð þeirra var einföld og fór að mestu fram án utanað- komandi lijálpar.21'23'24 Talið er að breytingar á stærð fræja og dreifing- araðferðum á fyrrihluta tertíer- tímabils liafi komið til vegna mikilla umliverfisbreytinga sem höfðu álirif á möguleika plantna til útbreiðslu og nýliðunar. Þessar breytingar má rekja til loftslagsbreytinga sem urðu á mörkum krítar- og tertíertímabils. Ætla má að breytingar á loftslagi liafi valdið því að þéttir skógar með lagskiptum trjákrónum urðu meira áberandi og náðu loks hámarki snemma á eósentíma.25 Þegar þéttír skógar höfðu myndast og náð útbreiðslu varð sífellt erfiðara fyrir plöntur að finna opin svæði til þess að nema land. Sýnt hefur verið fram á að frá seinrúhluta krítartímabils stækkuðu fræ og aldin þar til þau náðu hámarksstærð snemma á eósentíma, eftir það fóru fræ minnkandi á ný til loka ólígósen- tíma. Frá lokum ólígósentíma og fram á plíósentíma höfðu þroskast fræ sem náðu stærð allt frá sandkorni og upp í handbolta, eins og raunin er enn í dag, og meðal- stærð fræjanna var mun meiri en á krítartímabili. Hlutfall aldina sem dreifðust með vindi náði hámarki seint á krítartímabili og aftur í lok tertíertímabils. Þessi tvö tímaskeið með hámarksfjölda vinddreifðra aldina eru í samræmi við gróður- lendið, sem var frekar opið og gisið skóglendi á krítartímabili og ennþá opnara svæði og meira graslendi á ólígósentíma og fram á plíósentíma. Við slíkar aðstæður er næsta víst að plöntur sem notast við vind til að dreifa aldinum sínum hafa átt auðveldara með að breiðast út og því orðið ráðandi í plöntusam- félögum. Ef litíð er á fyrmefnd vængaldin álms, vænglmotu og vænghlyns, svo og aldin annarra tegunda úr síð- tertíerum setlögum hér á landi, er greinilegt að mikill meirilalutí trjá- plantna notaði vind til að dreifa aldinum sínum. Ef hlutfall þeirra tegunda sem notuðust við vind- dreifingu hér á landi á síðtertíer er borið saman við það sem þekkt er annars staðar frá má sjá að ráðandi vinddreifing fræja á íslandi fellur vel að þeim niðurstöðum, en þær benda til ákveðins liámarks í vinddreifingu fræja seint á tertíertímabili. Sam- kvæmt þessu sker Island sig ekki úr þegar skoðaðar eru dreifiaðferðir fræja á síðtertíer. Hér á landi sýna plöntusteingervingar okkur að plöntur sem notuðu vind sem dreifikraft við útbreiðslu fræja voru ráðandi í plöntusamfélögum. Eitt af því sem gerði síðtertíerflóruna liér á landi einstaka var að fræhús og fræ urðu áberandi stórvaxin og sam- tímis urðu vængaldin kynlega stór. SUMMARY Unusually large samaras from Late Miocene sediments in Iceland Three different types of unusually large samaras liave been found in Late Miocene sediments in northwest and west Iceland (Figure 1). These winged samaras have nutlets attached to membranous wings used to disperse the samara from the mother plant. It is not uncommon to find in some modern or palaeofloral communities species that have relatively large nutlets and large 27

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.