Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
I- mynd. Kolbeinsey eins og hún leit út sumarið 1990. Síðan þá hefur eyjan minnkað nokkuð og hætt er við að hún verði orðin að
blindskeri fyrir lok þessarar aldar. Ljósm. Árni Hjartarson.
Arni Hjartarson
Ferð FIvanndalabræðra
TIL KOLBEINSEYJAR
Ferð bræðranna Bjarna, Jóns og Einars Tómassona frá
Hvanndölum til Kolbeinseyjar árið 1616 hefur haldið
nöfnum þeirra á lofti til dagsins í dag. Þetta var
rannsóknarferð með náttúruathuganir að leiðarljósi og
0|ni landkönnunarleiðangur íslendinga sem vitað er
um frá því Vínlandsferðum lauk á söguöld. Ferðarinnar
er getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, Árbókum Jóns
Espólíns, Sagnaþáttum Gísla Konráðssonar, Landfræði-
s°gu Þorvaldar Thoroddsen og víðar. Frumheimildin er
þó aðeins ein, en það er vísnabálkur í 75 sexhendum
erindum eftir séra Jón Einarsson frá Stærra-Árskógi á
Árskógsströnd við Eyjafjörð. Allar frásagnir af
Kolbeinseyjarferð Hvanndalabræðra eru byggðar á
þessum vísum, að örlítilli klausu í Skarðsárannál
undanskilinni.1 Hér á eftir verður farið í saumana á
Kolbeinseyjarvísum og frásagan þar umrituð og skýrð.
Þeir sem vilja hafa vísurnar til hliðsjónar geta fundið
þær á vefslóðinni www.isor.is/ ~ah. Kvæðið er til í
allmörgum afskriftum og í skrám handritadeildar
Landsbókasafns - Háskólabókasafns eru 16 uppskriftir
kvæðisins nefndar. Hér verður ekki farið út í neinn
handritasamanburð heldur einfaldlega farið eftir þeirri
uppskrift sem komið hefur út á prenti en það er
handritið JSig. 84. 8vo, sem varðveitt er í Þjóðarbók-
hlöðu. Yfirskrift kvæðisins er: „Kolbeinseyjarvísur. Eitt
kvæði um reisu þriggja bræðra til Kolbeinseyjar 1616,
gert af síra Jóni Einarssyni í Staðarárskógi, Anno 1665,
18. Febr." Staðarárskógur er Stærri-Árskógur. Kvæðið
birtist fyrst í heild á prenti í tímaritinu Blöndu, 1.
árgangi.2
Náttúrufræðingurinn 73 (1-2), bls. 31-37, 2005
31