Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 34
N áttúrufræðingurinn T ón Einarsson (f. um 1600) var I þekkt skáld á sinni tíð. Sálmar I eftir hann birtust á prenti í ' sálmabók strax 1677 og í hand- ritum liggja eftir hann sálmar, erfiljóð, grafskriftir og lausavísur. „Hann var gáfumaður mikill, en lítill búhöldur, forspár og vel skáld- mæltur" segir í íslenzkum ævi- skrám.3 Hann var þríkvæntur en eignaðist ekki afkomendur. Síðasta kona hans var frá Grund í Svarfaðar- dal og þangað fluttist hann á efri árum. Hann var kirkjuprestur á Hólum, hjá Gísla biskupi Þorláks- syni, síðasta veturirtn sem hartn lifði. Vorði 1674 hélt hann heim á leið frá Hólum og reið Heljardalsheiði en í þeirri ferð drukknaði hartn í Skallá í Svarfaðardal. Hvanndalir eru lítil dalskora milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Aðeins ein jörð var í dölunum og hún var mjög einangruð. Útræði var vont en bændur þar hafa líklega helst gert út frá Siglunesi. í Hvann- dölum var búið frá því snemma á öldum en lítið er kunnugt um ábúendur. Þó er vitað að í byrjun 17. aldar bjó þar maður að nafni Tómas Gunnlaugsson.4 Ekkert er vitað um ættir hans eða nafn húsfreyju en hartn var faðir þeirra Hvartndala- bræðra. Hvenær VAR FERÐIN FARIN? í yfirskrift Kolbeinseyjarvísna í handritinu JSig. 84. 8vo kemur glöggt fram að ferðin var farin árið 1616. Um þetta hafa mertn þó verið ósammála. í Árbókum Jóns Espólíns er ferðin talin farin 1580.5 Jón tilgreinir heimild sína, sem er Kolbeinseyjarvísur, en líklega hefur hann þó ekki haft textann tiltækan þegar hann skrifaði annálsgreinina um ferðina því inn í hana slæðist sú villa að þeir Hvanndalabræður hafi farið þrjár ferðir til Kolbeinseyjar en ekki tvær. Úr Árbókum Jóns Espó- líns fór ártalið inn í Þjóðsögur Jóns Ámasonar.6 í Landfræðisögu sinni greinir Þorvaldur Thoroddsen all- nákvæmlega frá Kolbeinseyjar- förinni og tekur þar upp þetta ártal.7 Þaðan hefur það borist víða. Það er hins vegar vart ástæða til að rengja yfirskriftina í handritinu og ártalið 1616, því ef það er gert verður líka að bera brigður á dagsetningu kvæðis- ins, þ.e. að sr. Jón hafi lokið því 18. febrúar 1665. Tildrög þess að séra Jón í Stærra-Árskógi orti Kolbeins- eyjarvísur koma fram í kvæðinu sjálfu, 5., 6. og 70. erindi, en tildrögin voru þau að einn þeirra Hvartndala- bræðra, Einar Tómasson, bað hann um það og sendi honum í bréfi minnispunkta um þau atriði sem hann vildi að kæmu fram (7. erindi). Einar, sem bjó í Hegranesi í Skaga- firði, var þá hniginn á efri ár, kominn fast að sjötugu hafi förin verið farin 1616. En hafi hún verið farin 1580 hefur gamli maðurinn verið orðinn a.m.k. 100 ára, sem er æði ótrúlegt. Langeðlilegast er að telja ártalið 1616 rétt og kvæðið því ort 49 árum eftir förina sem það segir frá. Landkönnunarleiðangur Guðbrands biskups Ástæða ferðarinnar var sú að Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup hafði hug á að láta kanna hvaða hlunnindi mætti hafa af Kolbeinsey. Af kvæðinu má ráða að hann hafi viljað vita um varp, möguleika á eggjatöku og fuglaveiði, stærð eyjar- innar, berggerð og gróðurfar, dýralíf og fiskigengd og um hugsanleg fiskimið þar í grennd. Þeir bræður tókust þessa ferð á hendur gegn góðri greiðslu. Þeir voru vanir sjó- menn, höfðu fengist við veiðiskap til sjós og lands og þekktu vel til á djúpmiðum út af Eyjafirði og Skaga- firði. Þeir voru ungir að árum þegar þetta var. Bjarni var 28 ára, og því fæddur 1587 eða 1588, en Jón og Einar innan við tvítugt (13. erindi). Þeir virðast hafa verið í sæmilegum efnum því í kvæðinu stendur að þeir hafi átt góðan bát, skábyrðing, „með bikaða súð og þéttan kjöl", 17 álnir að lengd. Hér mun átt við ham- borgaralin, sem var 57,1 cm. Bátur- inn hefur því verið tæpir 10 m að lengd. Hann var sjóskip gott og vel búinn seglum og siglingatækjum. I 62. erindi segir: Kompás var til kennileiða að kanna og ramma hverja átt, saung í strengjum segli og reiða, af siglugögnum vantar fátt... Þarna er kompás eða áttaviti nefndur í fyrsta sinn í íslensku skipi. Samkvæmt Orðabók Háskólans sést orðið í fyrsta sinn í íslenskri lieimild í reisubók Jóns Indíafara, sem hann skrifaði 1661, en þar er hann að tala um siglingatæki í erlendum haf- skipum sem sigldu heimsálfa í milli. I hinu mikla riti íslenskir sjávar- hættir eftir Lúðvík Kristjánsson er 32

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.