Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 36
Náttúrufræðingurinn 4. mynd. Kolbeinsey á íslandskorti sem teiknað var afhollenska kortagerðarmanninum ]odocus Hondius einhvern tímann á árabilinu 1613-1629. Hann kallar eyna Meue klip, p.e. Mávaklett, og hefur örnefnið líklega frá hollenskum duggurum sem pekkt hafa til á fiskislóð norðan íslands. Myndin er úr Kortasögu íslands frá lokutn 16. aldar til 1848 eftir Harald Sigurðsson. og þeir ákváðu að slá undan og snúa til baka. Eftir tveggja dægra sjóvolk til viðbótar náðu þeir landi við Hraun í Fljótum. Það sýnir að þá hefur borið nokkuð af leið til vesturs og ef til vill hafa þeir verið komnir inn á Skagafjörð þegar þeir sáu land. Frá Hraunum fóru þeir heim í Hvanndali, hvíldust og biðu átekta. Kolbeinsey hvít sem FÍFUBINGUR Eftir sex daga setu í foreldrahúsum lögðu þeir bræður upp að nýju. Lánið virtist ekki ætla að leika við þá fremur en í fyrri ferðinni, því enn fengu þeir á sig þoku og dimmviðri og jafnvel hríðarél. Eftir tveggja dægra siglingu sáu þeir að fugli tók að fjölga á sjónum við bátinn og töldu sig þá vera að nálgast eyna. Þeir bundu nú segl við rá, létu reka og ákváðu að hafa vaktaskipti. Veður virðist því hafa farið skánandi þótt enn væri dimmt yfir. Jón og Bjarni fengu sér blund enda þreyttir eftir sólarhrings siglingu en Einar stóð vaktina, hálfvakandi. Þá birti loks upp og hann sá sólina brjótast gegn um skýjabakkana í vestri en í austri kom hann auga á eitthvað hvítt og taldi í fyrstu að þar færi hafskip undir seglum. Brátt sá hann þó að svo var ekki heldur var þetta eyja sem ofan til var alhvít af bjargfýlingi (þ.e. fýl) og var til að sjá eins og fífubingur. Einar vakti nú bræður sína og má nærri geta að þeir hafa verið harla kátir er þeir sáu Kolbeinsey rísa yfir hafflötinn í kvöldsólarskini. Þeir felldu segl og mastur, því móti vindi var að fara, og reru upp í var við eyna. Þeir tóku nú til við áramar en þótt hraustir væru reru þeir ekki nema viku sjávar á einni eykt. Vika sjávar er fjarlægðareining á sjó, 7,5-9 km, og eyktin 3 tímar. Þetta sýnir mót- byrinn því eyktina áttu menn að geta farið á einum tíma í góðu veðri. „Flæðardýrið FRÁ SÉR MISSTU" Þeir bræður tóku fyrst land í skeri vestan aðaleyjarinnar og náðu þar strax miklu af fugli með berum höndum. Síðan lögðu þeir aftur frá og renndu fyrir fisk en fengu lítið. Næst komu þeir að eynni sjálfri, lögðu að í lítilli vík og gengu þar upp í fjöruna. Þar varð þeim á hrapalleg yfirsjón, þeir gleymdu að binda bátinn. Líkast til hafa þeir haft allan hug við eyna og það sem þar var að sjá og áður en þá varði hafði bátinn rekið frá landi með öllum þeirra búnaði, fötum, nesti og drykkjar- 34 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.