Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ár hvert. Hugsanlegt er einnig að þeir hafi notað fuglastöng. f síðustu línunum lætur skáldið að því liggja að það lumi á ýmsum viðbótar- upplýsingum („mörgu hlýt ég loks að leyna"). Fróðlegt hefði verið að heyra meira af þeim, en ekki þýðir um það að fást. Fögnuður OG FRÆGÐ Þegar bræðumir bjuggust til heim- ferðar var bjart veður og hagstæður byr af norðaustri. Til lands að líta sást aðeirts á hæstu fjallatinda, snævi þakta út við sjónarrönd, eins og þrjár litlar þúfur. Undirritaður getur stað- fest að það er landsýn frá Kolbeinsey og í góðu skyggni sér á hæstu fjöll beggja vegna við mynni Eyjafjarðar. Siglingin gekk að óskum og þeir tóku land í heimahöfn, á sandinum við Siglunes, og í Hvanndölum var þeim innilega fagnað af föður sínum og móður, segir í kvæðinu. Þeir hljóta síðan að hafa siglt með feng sinn til Skagafjarðar, skipað farmin- um upp í Kolkuósi (eða á Hofsósi) og loks riðið heim til Hóla til að greina Guðbrandi biskupi frá athug- unum sínum og árangri leiðangurs- ins. Þess er þó ekki getið í vísum sr. Jóns Einarssonar. Ekki er óhugsandi að þeir hafi gert skriflega skýrslu um förina eða að biskup hafi látið taka niður minnisgreinar eftir frásögn þeirra. Miðhluti kvæðisins minnir um sumt á skýrslu. Kolbeinseyjarferð Hvanndala- bræðra og ævintýri þeirra þar þóttu tíðindum sæta og þeir urðu þegar í stað frægir um land allt því að á Alþingi, sem haldið var dagana kringum Maríumessu (2. júlí), skömmu eftir heimkomu þeirra, var sagt frá ferðalaginu. Endalokin Ferðasagan endar í 62. vísu kvæðis- ins. Þær 13 vísur sem á eftir fylgja eru að mestu guðfræðilegar útlegg- ingar og sýnast lítils virði. Þar í eru þó vangaveltur sem virðast tengjast endalokum Bjarna frá Hvanndölum þótt dauða hans sé ekki getið berum orðum. Bjarni átti aðeins eitt ár ólifað er hann kom frá Kolbeinsey og bjó þá á Bakka í Viðvíkursveit. Skarðs- árannáll segir við árið 1617: „Drukkn- un Bjama Tómassonar á Skagafirði með annan mann; þeir fóm fram á haf til fiski, sem Bjami hafði opt áður leikið í stómm dirfsku-sjóferðum frá því sem allir aðrir menn um hans daga, svo sem þá hann fór til Kol- beinseyjar." Hann hefur þá staðið á þrítugu. Sami annáll minnist á Hvanndali tveimur ámm fyrr, 1615, en þar segir: „Á Hvanndölum norður stakk maður sig ófyrirsynju á vetlingaprjóni inn í bakið, Tómas Gunnlaugsson að nafni; dó litlu síðar." Þetta var faðir þeirra bræðra og því virðist missagt í kvæðinu að hann hafi fagnað þeim heim komnum frá Kolbeinsey. Það er dálítið undarlegt að Bjöm annála- ritari frá Skarðsá skuli nefna hinn slysalega dauðdaga Tómasar 1615 og drukknun Bjama 1617 en geta að engu ferðarinnar frægu til Kolbeins- eyjar þegar hann færir atburði ársins 1616 í letur. Það ár urðu að vísu stór- tíðindi sem e.t.v. hafa skyggt á ævin- týri þeirra Hvanndælinga. Bólusótt geisaði um landið og fjöldi maims dó, einkum þó fólk undir þrítugu. Þá urðu einnig spánverjavígin á Vestfjörðum, hermdarverk sem ollu miklum deilum meðal landsmanna. Talið er að Björn á Skarðsá hafi ritað annál sinn á árunum milli 1630 og 1640 þannig að tveir áratugir gætu hafa verið liðnir frá Kolbeinseyjar- förinni þegar árið 1616 var gert upp og minningin um hana því tekin að fyrnast. Ef til vill hefur það verið þessi gleymska annálaritarans sem olli því að Einar Tómasson fékk hið góðkunna skáld, sr. Jón Einarsson í Stærra-Árskógi, til að yrkja Kol- beinseyjarvísur og forða þannig minningunni um afreksferð þeirra bræðra frá glötun. Sé svo hefur gleymska Björns á Skarðsá orðið til þess að viúreskjan um Kolbeins- eyjarför Hvanndalabræðra féll ekki í gleymsku. Heimildir 1. Skarðsárannáll, bls. 206-207. Annálar 1400-1800 I. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1925. 2. Blanda 1. 1918-1920. 149-162. 3. Páll Eggert Ólafsson 1976-1978. íslenzkar æviskrár. Hið íslenzka bókmenntafélag. 4. Skarðsárannáll, bls. 203. 5. Jón Espólín 1826. íslands Árbækur, V. deild. Kaupmannahöfn. Bls 35. 6. Jón Árnason 1961. íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II. Bókaútgáfan þjóðsaga, Reykjavfk. Bls. 127-128. 7. Þorvaldur Thoroddsen 2003. Landfræðisaga íslands I. Ormstunga, Reykjavík. Bls. 167. 8. Lúðvík Kristjánsson 1987. íslenskir sjávarhættir. Menningarsjóður, Reykjavík. 9. Haraldur Sigurðsson 1978. Kortasaga íslands frá lokum 16. aldar til 1848. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Reykjavík. 10. Kristján Sæmundsson & Árni Hjartarson 1994. Geology and erosion of Kolbeinsey north of Iceland, Proceedings of the Hornafjörður International Costal Symposium at Höfn, June 20-14. 443-451. Um HÖFUNDINN Árni Hjartarson (f. 1949) lauk B.Sc-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands 1974 og M.Sc.-prófi í vatnajarðfræði frá sama skóla 1994. Hann hefur starfað sem sérfræðingur hjá Orkustofnun og m.a. fengist við vatnafars- rannsóknir og kortlagningu. Hann starfar nú sem sérfræðingur hjá íslenskum orkurannsóknum. PÓSTFANG HÖFUNDAR/AUTHOR'S ADDRESS Árni Hjartarson ah@isor.is íslenskar orkurannsóknir/Iceland Geosurvey Grensásvegi 9 IS-108 Reykjavík 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.