Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 40
Náttúrufræðingurinn
Fréttir
VlSTKERFI í HVALHRÆJUM
Árið 1987 rákust vísindamenn í köfunarhylkinu „Alvin"á
fyrirbæri á djúpsjávarbotni sem reyndist við nánari skoðun
vera hræ af 21 metra langri steypireyði. Skrokkurinn var
þakinn ýmsum lífverum, svo sem bakteríum og ormum, er
minntu á lífið sem þrífst við djúpsjávarhveri, enda er bæði
við hverina og í hvalshræjunum mikið af brennisteinssam-
böndum.
Það er langt á milli dauðra hvala á hafsbotni og
mannaferðir um djúpsævið eru ekki heldur tíðar. Til þessa
hafa fræðimenn aðeins rannsakað tíu skrokka af hvölum
sem drepist hafa í sjó og sokkið niður í djúpið. En þessi hræ
hafa reynst svo forvitnileg til rannsókna að menn hafa
dröslað um 20 reknum hvölum frá ströndum út á rúmsjó,
tjóðrað með ærinni fyrirhöfn við skrokkana allt að þrjú tonn
af jámkeðjum og öðm drasli og sökkt þeim í djúpið til að
geta síðan fylgst með framvindu lífs í þessum óvenjulegu
vistkerfum. í þeim hafa greinst ýmsar lífvemtegundir, sem
áður vom óþekktar, þar af 39 sem einkar vel em lagaðar að
þessu umhverfi og þrífast líklega hvergi annars staðar.
Fá þessara kvikinda em forvitnilegri en ormar af ættkvísl
sem hlotið hefur fræðiheitið Osedax, og útleggst víst „beina-
gleypir". Þessir ormar hafa hvorki munn, meltingargang né
augu, en senda frá sér græna þræði er minna á rætur plantna
og éta sér leið inn í bein hvalsins uns þau verða „hol eins og
svissneskur ostur", svo vitnað sé í Craig Smith, dýrafræðing
frá Hawaii sem sérhæft hefur sig í vistkerfum hvalhræjanna.
I „rótarþráðunum" em bakteríur sem í samlífi við ormana
vinna og melta fitu og olíu úr hvalbeinunum.
Nú em þekktar firnm tegundir af ættkvíslinni Osedax, en
hinni fyrstu var lýst 2004. Fjórar þessara tegunda lifa í
Kyrrahafi, hin fimmta í Atlantshafi, sem bendir til mikillar
útbreiðslu. Hjá tveimur tegundanna hefur greinst mikið
kvennaveldi, þar sem kvendýrin em á lengd við vísifingur
manns en karlamir em smásæir og lifa inni í eggrásum
kvenormanna, og hafa 111 karlar fundist í einni kerlu.
Annað furðukvikindi á hvalskrokkum er ormur sem
auknefndur hefur verið „Pinky" eða Bleikur (heimild mín
getur ekki fræðiheitis). Þetta er burstormur, um sentímetri á
lengd, en nánustu ættingjar hans á grunnsævi mælast ekki
nema um tveir millímetrar.
Menn geta sér þess til að þessi kvikindi hafi lifað á leifum
sokkinna hvala um 35 milljónir ára, og ætla má að hvalveiðar
á 18. og 19. öld hafi ekki aðeins gengið mjög nærri stofnum
hvalanna heldur líka dýranna sem sérhæft hafa sig í að nærast
á dauðum skrokkum þeirra. Margt er á huldu um eðli þessara
kvikinda, til dæmis h vemig lirfur þeirra fara að því að lifa nógu
lengi og rata af einum hvalskrokki til þess næsta.
Sjd Amanda Haag: "Whale fall". Nature, lO.febr. 2005, bls. 566-7.
Örnólfur Thorlacius tók saman
NÆRSÝNI - ERFÐIR OG UMHVERFI
Nærsýni í bömum og unglingum fer í vöxt víða um heim en
hvergi eins og í löndum Austur-Asíu, þar sem jafnvel er
talað um faraldur. Ljóst er að breyttir lífshættir koma við
sögu, þar sem börnin verja sífellt meiri tíma inni, yfir bókum,
sjónvarpi og tölvum.
Þegar böm rýna tímum saman á nálæga hluti, svo sem á
bækur og tölvuskjái, er talið að nátfiíran bregðist við með því *
að lengja augun, auka bilið frá homhimnu og augasteini
aftur á sjónhimnu. Við það verður auðveldara að horfa
nærri, en fjarlægir hlutir verða óskarpir.
í Singapúr greinist nú nærsýni hjá 80% af 18 ára piltum
sem kvaddir eru til herþjónustu. Fyrir 30 ámm var sam-
svarandi tala ekki nema 25%. Og erfitt reynist þar að manna
störf sem krefjast óskertrar sjónar, svo sem innan lögreglu.
Því hefur verið haldið fram að menn af austurasískum
stofni séu næmari en aðrir fyrir áhrifum er kalla fram
nærsýni. En ástralskir vísindamenn, sem dregið hafa saman
útkomu úr mörgum rannsóknum, telja að aukningin í
nærsýni verði einungis rakin til breytts umhverfis og
samsvarandi aukning eigi eftir að koma fram af fullum
þunga á Vesturlöndum. Til dæmis eru 70% af 18 ára körlum
af indverskum ættum í Singapúr nærsýnir en aðeins um 10%
af jafnöldrum þeirra á Indlandi. Samkvæmt annarri könnun
greinist nærsýni hjá 80 prósentum 14 til 18 ára drengja í
ísrael sem stunda nám við trúarstofnanir þar sem mikið er
lagt upp úr lestri helgirita, en samsvarandi tala fyrir pilta í
venjulegum skólum þarlendis er ekki nema 30%.
Engu að síður koma erfðir verulega við sögu. Tvíbura-
rannsókn í Lundúnum bendir fil þess að 87 af 100 tilvikum
nær- og fjarsýni megi rekja fil erfða. En aðeins óverulegur
munur greinist á milli stofna manna, og böm á Vestur-
löndum virðast á sömu leið og þau asísku. í Svíþjóð em til
dæmis 50% tólf ára bama nærsýn, og búist er við að þegar
þau verðal8 ára verði hlutfallið komið upp í 70%.
Ekki em hér samt öll kurl komin til grafar. Ef nærsýnin
stafar af lestri og annarri rýni ættu gleraugu að vinna gegn
því með því að létta álagi af augunum, en svo virðist ekki ®
vera. Á móti er bent á að margt sem gæti unnið gegn
nærsýni hefur lítt verið kannað; til dæmis eru börn sem lítið
lesa að jafnaði minna inni en bókaormamir, og í nægu ljósi
reynir minna á vöðvana sem sveigja augasteininn til
nærsjónar, og rannsóknir sýna að börn sem stunda íþróttir
verða síður nærsýn. Mataræði gæti líka komið við sögu.
Sjii'Rachel Nowak: "Blame lifesh/lefor myopia, not genes".
New Scientist, 10. júlí 2004, bls. 12.
38