Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 42
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Varpútbreiðsla hettumáfs á íslandi skv. gagnagrunni Náttúrufræðistofnunar íslands. - The breeding distribution of Black-headed Gulls in lceland (from the breeding atlas database at the Icelandic Institute ofNatural History). TILGANGUR VÖKTUNAR OG ÚRVINNSLA Hettumáfur er vaktaður í Eyjalírði til þess að (1) meta stærð stofnsins, (2) skoða framvindu hans, (3) fylgjast með breytingum á varpútbreiðslu og (4) leita skýringa á þessum breytingum. Annar höfunda hefur fjallað almennt um vöktun á sjófugl- um áður5 auk þess sem stofnvöktun af þessu tagi eru gerð skil í um- fjöllun um vöktun stormmáfa.4 Hettumáfur var fyrst talinn á athugunarsvæðinu í heild árið 1990 og hefur áður verið fjallað um niðurstöður þeirrar talningar.3 Þar voru jafnframt teknar saman allar tiltækar eldri heimildir um varp hettumáfa í Eyjafirði. Sú saga er þess vegna ekki endurtekin hér en vísað til áðumefndrar greinar. Eftir því sem ástæða þykir til em niðurstöður 1995 og 2000 bornar saman við könnunina 1990. Einstakra talninga á hettumáfum á afmörkuðum svæð- um í Eyjafirði er einnig getið í öðmm greinum eða skýrslum, s.s. frá Akur- eyrarflugvelli,6,7 úr Krossanesborg- um8,9 og óshólmum Eyjafjarðarár.10 VÖKTUNARSVÆÐIÐ Svæðið sem kannað er á fimm ára fresti er 556 km2 að stærð, eða um 0,5% landsins. Varpsvæði hettumáfs em að sjálfsögðu mun takmarkaðri, enda verpur hettumáfur nær ein- göngu á láglendi og við votlendi (2. mynd). íslenski hettumáfsstofninn er talinn vera 25.000-30.000 varppör.11,5 Um 600 varpstaðir eru þekktir en á mörgum þeirra verpa aðeins stök eða fá pör (skrá yfir sjófuglabyggðir á Islandi). Talan yfir fjölda varpstaða er ónákvæm, m.a. vegna þess að hettumáfar færa sig til eftir ámm (líkt og kríur Sterna paradisaea gera) og upplýsingarnar sem liggja til grundvallar eru frá mismunandi tímum. Auk þess em mörg svæði á landinu illa könnuð með tilliti til hettumáfa eða ýmsir varpstaðir óskráðir af öðrum ástæðum. Vöktunarsvæðið í Eyjafirði teygir 40 sig upp í um 200 m hæð yfir sjó og nær frá Ólafsfirði, um Upsaströnd, Svarfaðardal, Hrísey, Árskógsströnd og Gálmaströnd, Hörgárdal, Öxna- dal og Kræklingahlíð, Akureyri, Eyjafjarðarsveit inn fyrir innstu byggð, út með Eyjafirði að austan, um Svalbarðsströnd, Kjálka og Höfðahverfi (3. mynd). Ekki er talið á Þorvaldsdal á Árskógsströnd, í innstu afdölum Eyjafjarðarsveitar né á Látraströnd, en höfundar hafa ekki séð (óbirtar athuganir) né haft spumir af verpandi hettumáfum á þessum svæðum.12 TALNINGARAÐFERÐIR Hettumáfar voru taldir á þrennan hátt: (1) heildarfjöldi fugla á svæð- inu, (2) fjöldi fugla á hreiðrum og (3) fjöldi hreiðra. Mismunandi var eftir aðstæðum hvaða aðferð hægt var að nota en reynt var að telja á tvo ef ekki alla þrjá vegu. Árið 1995 var talið á tímabilinu 6. til 13. júní en 22. maí til 5. júní 2000. Talningar- aðferðum hefur áður verið lýst í fyrri grein höfunda.3 Aðferðir og um- reikningur í fjölda varppara er staðlaður þannig að samanburður milli ára sé sem áreiðanlegastur. Oft er erfitt að skilgreina mörk hettumáfsvarpa. Hér eru eingöngu notuð landfræðileg skil og ekki er miðað við neinn lágmarksfjölda varppara á hverjum stað. Ennfremur er mismunandi eftir árum yfir hve stórt svæði einstök vörp teygja sig og á sumum staðanna verpa aðeins stök pör. Lögun varpsvæða og þétt- leiki hreiðra getur verið breytilegur eftir árum þótt fjöldi varppara sé óbreyttur. Stundum eru varpstaðim- ir vel afmarkaðir, t.d. við einangraðar tjamir eins og Hundatjöm í Nausta- flóa við Akureyri eða Kristnestjöm í Eyjafjarðarsveit. Aðrir staðir em ekki eins vel afmarkaðir, t.d. við Skriðu í Hörgárdal, þar sem hreiðrin em bæði í hólma og á bökkunum beggja vegna Hörgár. Þá geta hreiður verið dreifð um mismarga hólma eftir ámm, eins og í óshólmum Eyjafjarðarár.10 Þrátt fyrir að fjöldi varppara sé talinn í hverjum hólma fyrir sig eru ós- hólmamir í heild skilgreindir sem eitt varpsvæði. Akureyrarflugvöllur er í raun hluti af óshólmum Eyjafjarðar- ár, en vegna þess að landnotkun er þar með öðmm hætti en annars stað- ar í hólmunum er hann skilgreindur sem sérstakur varpstaður. Hrísey í heild er tekin sem eitt varpsvæði en hettumáfar hafa orpið hingað og þangað um eyna og breytilegt eftir ámm hvar þeir bera niður. Erfiðast hefur reynst að afmarka varpsvæðin í Svarfaðardal, því breytileg vatnshæð í Svarfaðardalsá og á mýmnum leiðir stundum til þess að vörpin færast til eftir ámm. J

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.