Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags annesjum.5 Langalgengastur er rán- arkambur en aðrir rauðþörungar, eins og dreyrafjöður, skarðafjöður og unnarfaldur, eru einnig algengir á stórþarastilkum í Færeyjum. Fiður- þari er fremur sjaldgæfur. Á íslandi er þessu öðruvísi farið, því fiðurþari er þar algengasta ásætan, en sjald- gæft er hins vegar að sjá ránarkamb vaxa á stilkum stórþara. Á allra grynnstu svæðunum eru söl algeng- asta ásæta á þarastilkunum bæði við Island og Færeyjar. Af dýrum ber mest á svömpum, mosadýrum og hveldýrum, en auk þess eru ýmis hreyfanleg dýr eins og marflær og þanglýs innan um ásætur á þarastilkum og leita þar ýmist skjóls eða matar. Nokkur tiltölulega stór beitardýr eru áberandi innan um og á þara. Sennilega er ígulkerið skollakoppur þeirra atkvæðamest í þaraskógi við Færeyjar.5 Skollakoppur hefur þó ekki fundist þar í viðlíka þéttleika og víða annars staðar við Norður- Atlantshaf, þar sem hann hefur eytt þaraskógi á stórum svæðum.21,22, 23 Við Færeyjar er algengt að sjá snigil- inn marduggu á beit á blöðku stór- þara og þarahetta er einnig algeng á blöðkunum. Hér við land er sára- sjaldgæft að sjá marduggu á þara- blöðkum og þarahetta finnst nær eingöngu við Suðurvestur- og Vesturland. Þarastrútur er hins vegar langalgengasta beitardýrið á þara við Island. Þar sem þéttleiki þessa litla, einæra snigils verður mikill getur átið valdið því að þari eyðist af víðáttumiklum svæðum (13. mynd). Þarastrútur er almennt mun sjaldgæfari við Færeyjar en hér við land. Af þörungum ná lágvaxnir rauðþörungar lengst niður á djúpið. Við endimörk þörungagróðurs, á rúmlega 40 m dýpi, vaxa skarða- fjöður, kambgrös og kalkkenndir rauðþörungar sem mynda þunna skorpu á steinum og skeljum. Eins og í fjörunni halda sumar tegundir sig fyrst og fremst þar sem öldu- gangur er mikill, en aðrar á skjólgóðum stöðum.17,18 Algengar djúptegundir sem vaxa nær ein- göngu fyrir opnu hafi eru marin- 10. mynd. Venjulega er fjölbreytileiki þörunga mestur neðst ífjöru og skammt niður fyrir lágfjörumörk. Almennt vaxa fleiri tegundir ímiðlungs brimasömum fjörum en þar sem brim er annaðhvort mjög mikið eða mjög lítið. í Færeyjum eru fjörur oft brattar og því getur verið erfitt að ná til þörunga. Ljósm.: Karl Gunnarsson. 11. mynd. Gróskumikill þaraskógur vex á botni sjávar við Færeyjar. Sennilega er lífríkið hvergi fjölskrtíðugra en þar. Rauðþörungar eru ríkjandi í skógarbotninum og fækkar þörungunum eftir því sem dypi eykst og birta dvínar. Á móti fjölgar dýrategundum hlutfallslega með vaxandi dýpi. Ljósm.: Karl Gunnarsson. 53

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.