Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 64

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 64
Náttú ru fræðingurinn menn í froskköfunarbúningi frá skipinu á gúmmíslöngubáti upp að ströndinni, bera sjódælubúnaðinn um borð í bátinn og flytja hann að þeim stað þar sem við vissum að hraunlæna rann til sjávar. Ég náði sambandi við Albert frá Pálsbæ. Innan skamms komu menn á tveimur slöngubátum frá Albert upp að ströndinni þar sem við höfð- um gefist upp á göngunni í sjávar- löðrinu undir hraunröndinni. Nú var dælubúnaðurinn settur um borð í artnan bátinn og við geng- um áfram eftir hraunbrúninni þar til komið var að hraunlæk sem rartn til sjávar. Þar var báðum gúmmíbátun- um lagt við dreka og nælonlínu framan við hraunrennslið (3. mynd). Sjódælan var í bátnum sem nær var landi, barkaslöngu með sogkörfu var sökkt í sjó og brunaslanga með bunustúti á enda lögð í land og haldið á lofti frá glóandi hrauninu í landi. Þá var að lokum allt tilbúið og vélin sem knúði sjódæluna sett í gang. Þorbjöm beindi nú bunustútn- um að artnarri hlið hraunlænurtnar til að kæla þar yfirborð hraurtrennslis- ins, þannig að þar myndaðist smátt og smátt svört skán og síðan stirðnað hraungrjót, sem veitti fyrirstöðu rennslis í þá átt. Geysimikil gufa skyggði fljótlega á allt útsýni, en greinilegt var að þessi sjókæling bar tilætlaðan árangur (4. mynd). Hins- vegar var ljóst að mikið af sjó þurfti til að kæla fljótandi hraunstraum nægjanlega til að hafa áhrif á og tefja hraunrennsli í ákveðna átt. Meðan á dælingunni stóð fann ég stað þar sem ég gat staðið á nokkum veginn storknaðri hraunrás, sem sjór flæddi yfir, og við mér blasti eitt- hvert furðulegasta fyrirbæri Surts- eyjargossins, þar sem glóandi hraun rann í sjó fram. Stundum mddist hraunið fram innan í kápu af hraun- grjóti , sem síðan opnaðist og sjór komst í beina snertingu við glóandi hraunleðjuna og hraunslettur þeytt- ust í loft upp. Ég náði að taka eina mynd þegar hraunslettumar vom einna hæst á lofti (6. mynd). Eftir að greinilegt var orðið að sjókælingin hafði borið tilætlaðan árangur, sem sé búið að sanna að hægt væri með sjókælingu að hafa áhrif á hraunrennsli, var komið rökkur og við fórum um borð í Albert og heim á leið. SUMMARY Cooling of lava flow by pumping of sea water to alter its flow direc- tion On January 8th 1967 prof. Thorbjöm Sigurgeirsson led a small-scale experi- ment on the volcanic island Surtsey to cool down a part of a glowing molten lava stream by pumping seawater on it and thus divert its direction of flow. This experiment is considered to have been the first of its kind in the world. Its positive results later became of great value in the Heimaey volcanic emption, where seawater cooling of the lava flow is believed to have prevented major damage to the Heimaey harbour. On the previous day a team had been flown from Heimaey to Surtsey in a heli- copter, along with a 3" motor-driven fire pump. After an ovemight stay in the hut Pálsbær, the pump equipment was trans- ported by a coast guard crew on two mb- ber dinghies to a place on the coast where streams of molten lava were flowing into the ocean. The dinghies were anchored close to the shore, and a fire hose was connected to the pump. Prof. Thorbjöm aimed the seawater jet at one side of a small molten lava stream, thus cooling down the surface which resulted in an enormous cloud of steam. After a few hours one side of the lavastream had partly solidified into a kind of a stone- wall, directing the lava stream over to the other side. Thus, the theory that the course of a lava stream could be altered by cooling it with seawater had been con- firmed. During the pumping of seawater onto the lava stream, the author (Hjálmar R. Bardarson) found another similar glowing stream of molten lava reaching the sea. This interaction of fire and water was a very interesting case of study. Nearby, there was still another lava stream partly covered with solidified but hot lava and intermittently washed over by ocean waves. This permitted the author to stand there in mbber boots. Occasionally, explosions sent red hot lava splashes into the air. The author took the picture (Fig.6) during such an explosion when the splashes were eject- ed high in the air. Hhlstu heimildir Hjálmar R. Bárðarson 1971. ís og eldur: andstæður íslenzkrar náttúru (höf. gaf út; einnig á ensku og dönsku 1971 og þýsku 1980). 171 bls. Hjálmar R. Bárðarson 1995. íslenskt grjót í máli og myndum (höf. gaf út). 286 bls. Hjálmar R. Bárðarson 1982. ísland, svipur lands og þjóðar (höf. gaf út, einnig á ensku og þýsku 1982). 428 bls. Handskrifuð dagbókarblöð höfundar. Um höfundinn Hjálmar R. Bárðarson (f. 1918) lauk prófi í skipa- verkfræði (M.Sc.) við Danmarks Tekniske Hojskole (DTH) 1947. Hann starfaði sem skipaverkfræðingur hjá Helsingor skibsværft í Danmörku, hjá skipasmíða- stöð í Englandi og hjá Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík 1948-1954. Hann var skipaskoðunarstjóri 1954—1970 og siglingamálastjóri 1970-1985. Hjálmar sá um hönnun og smíði fyrsta stálskips sem smíðað var á íslandi. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1974 og stórriddarakrossi 1981. Hann var forseti Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) 1969-1971 og formaður ýmissa nefnda á alþjóðaráðstefnum um öryggismál skipa, siglingamál og varnir gegn mengun sjávar. Fyrir þau störf hlaut hann verðlaun IMO 1983. Hjálmar sat í stjórn Verkfræðingafélags íslands 1961-1963 og í Náttúruverndarráði 1975-1981. Hjálmar ritaði 12 mynd- skreyttar bækur, aðallega um þjóðlegan fróðleik og náttúru íslands; fyrir framlag sitt til landkynningar hlaut hann farandbikar Ferðamálaráðs 1989 og var útnefndur heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi 1989. Þá er hann í Surtseyjarfélaginu (Member of the Surtsey Research Society), heiðursfélagi í Danske Camera Pictoralister og alþjóðasamtökum ljósmyndara (FIAP). PÓSTFANG HÖFUNDAR Hjálmar R. Bárðarson Hrauntungu við Álftanesveg IS-210 Garðabæ 62

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.