Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 66

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 66
Náttúrufræðingurinn Ferill hringmyrkvans 31. maí2003. Myrkvinn fór yfir svæðið d þremur stundarfjórðungum, frá kl. 03:45 til kl. 04:31 að íslenskum tíma. Rauða boglínan sýnir hvar tunglið bar nákvæmlega í miðja sól (mynd Þorsteins Sæmundssonar). Hringmyrkvi á sólu Hringmyrkvi varð á sólu aðfaranótt 31. maí rétt upp úr klukkan 4. Myrkvinn var sá mesti sem sést hefur hér á landi síðan 1986 og huldi 94% af þvermáli sólar. Hringmyrkvi merkir að tunglið fer allt inn fyrir sólskífuna en nær þó ekki að hylja hana, svo logandi rönd sólar sést allt í kringum það. Samkvæmt netsíðu Almanaks Háskólans hófst hringmyrkvinn í Skotlandi en skugginn renndi sér síðan vestur yfir Færeyjar, ísland og Grænland. Þessi myrkvastefna, úr austri til vesturs, er mjög fátíð. Skuggasvæðið var einnig óvenjubreitt, eða um 1200 km í námunda við ísland þar sem það var breiðast, enda sólin mjög lágt á lofti og skugginn langur af þeim sökum. Myrkvinn sást vel víða um Norðurland, svo sem við utanverðan Eyjafjörð og í Skagafirði. Fjöldi manns fylgdist með honum frá Skaga, úr Ólafsfjarðarmúla og víða um sveitir. Skýjaflákar voru á himni en þó svifaði frá sól meðan á myrkvanum stóð og mun hann verða mörgum ógleymanlegur. Hringmyrkvi hefur ekki orðið hér á landi síðan 1793 og næst gæti hann sést árið 2048. Sjávarflóð á aðfangadag, tjón í Reykjavík Að morgni aðfangadags var stórstreymt og sjógangur við strendur Reykjavíkur. Öldurnar báru grjót og þara inn yfir brimvarnargarðinn við Ánanaust og Eiðisgranda, flettu upp malbikuðum gangstígnum sem liggur innan við hann og þeyttu stórum flygsum til og frá. Sjór komst inn í lager BYKO og í bílakjallara við Grandaveg, Sólvallagötu og víðar á þessum slóðum. Brimvarnargarðurinn sjálfur skemmdist lítið sem ekkert. Hann er 4-5 m hár að utan en 0,5 m landmegin, hlaðinn úr stórgrýti. Grjótið, sem brimið þeytti yfir garðinn, þakti víða 25 m og upp í 35 m breiða spildu milli varnargarðs og götu. Mest var umrótið á svæðinu milli JL-hússins og dælustöðvar á Eiðisgranda, einkum á móts við Grandaveg. Steinar allt að 40 cm á kant köstuðust þar á land. Þari og grjót barst yfir götuna. Hringtorgið við enda Hringbrautar var umflotið sjó. Svæðið var lokað ökutækjum frá morgni og fram undir hádegi. Sjór gekk ekki á land annars staðar og athyglisvert er hve takmarkaða útbreiðslu flóðið hafði. Á aðfangadagsmorgun fóru saman þeir þættir sem valda hárri sjávarstöðu: stórstreymi, lágur loftþrýstingur og álandsvindur. Mikil undiralda úr Faxaflóa, sem aðstæður við ströndina við Ánanaust hafa magnað upp, virðist hafa valdið því að brimið varð óvenjumikið og stórtækt á afmörkuðu svæði. Gróðurfar Gróður tók víðast hvar fyrr við sér en í venjulegu ári í kjölfar hlýindanna yfir vetrar- og vormánuðina. Sumarið var einnig óvenjugróðurríkt. Grasfrjó mældist í lofti allt frá 20. maí, sem er fyrr en venjulega. í júní mældist frjómagn í Reykjavík og á Akureyri meira en nokkru sinni fyrr frá því farið var að fylgjast með frjómagni í andrúmslofti. Flækingsfuglar Óvenjumargar fregnir bárust af flækingsfuglum á árinu. Suðaustlægar vindáttir voru tíðar á vormánuðum en í þeim villast gjarnan fuglar frá Evrópu hingað til lands. Einnig má vera að einmuna veðurblíða stóran hluta vetrar hafi gert fuglaáhugamönnum auðveldara um vik að fylgjast með ferðum fugla en í venjulegu árferði. Talsvert bar á keldusvíni (Rallus aquaticus) yfir vetrarmánuðina víðs vegar á landinu. Ekki er Ijóst hvort um flækingsfugla var að ræða en fuglinn hefur 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.