Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 68

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 68
Náttúrufræðingurinn Ástand sjávar Ástand sjávar á íslandsmiðum einkenndist af því að sjávarhiti og selta var yfir meðallagi eins og verið hefur síðan 1997. Hlýsjór skilaði sér inn á Norðurmið í enn meira mæli en mörg undanfarin ár og hitastig sjávar fyrir norðan land mældist með því hæsta á öllum árstíðum í 30 ár. Áhrifa hlýsjávar gætti einnig í meira mæli austur fyrir land en undanfarin ár. Almennt má segja að 2003 hafi yfirborðslög sjávar verið um 1-2°C heitari en í meðallagi og jafnvel enn meira norðaustan- og austanlands, jafnframt því að selta var almennt há. Botnhiti á íslenska landgrun- ninu var einnig yfir meðallagi umhverfis landið á öllum árstímum. Eins og búast má við þegar áhrif hlýsjávar eru mikil var styrkur uppleystra næringarsalta, nítrats, fostfats og kísils, í yfirborðslögum hár þegar mælingar voru gerðar um vorið áður en vorkoma gróðurs var almennt hafin. Átumagn í sjónum var hins vegar þegar á heildina er litið undir meðallagi. Magn átu mælist eingöngu meira en venjulega á fæðuslóð norsk-íslensku síldarinnar djúpt austur af landinu þar sem átumergðin er jafnan mest við landið. Lífríki sjávar Síld (Clupea harengus) af norsk-íslenska stofninum fannst innan íslensku lögsögunnar um 65°N út af Gerpi, sem er mun vestar og sunnar en á sama tíma árin á undan. Um er að ræða síld af sama stofni og gekk hingað í miklu magni þar til stofninn hrundi á sjöunda áratugnum. Mikið bar einnig á kolmunna (Micromesistius poutassou) austur af landinu og er það talið tengjast hlýrri sjó út af sunnanverðum Austfjörðum. Utbreiðsla skötusels (Lophius piscatorius) virðist einnig vera að breytast umhverfis landið í kjölfar hlýnunar sjávar og veiðist hann nú mun norðar en vitað er um hingað til. Ástandi hörpudisks (Chlamys islandica) við landið hélt áfram að hraka frá fyrri árum. Stofninn hefur dalað jafnt og þétt frá árinu 2000 og í september 2003 var hörpudiskur í Breiðafirði metinn í sögu- legu lágmarki, eða innan við 20% af áætluðu sögu- legu hámarki áranna 1980-1983. Af þessum sökum voru hörpudiskveiðar ekki heimilaðar á fiskveiði- árinu 2003 / 2004. Hrun stofnsins má rekja til stóraukinna náttúrulegra dauðsfalla sem hugsan- lega eru afleiðing hækkandi sjávarhita. Einnig er talið að frumdýr sem hafa greinst í skeljum geti átt þátt í auknum afföllum hörpudisksins. 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.