Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 70
Náttúrufræðingurinn
Planned field trips S
in Sweden
Geological;
of Finiánd
Vote for the Nordic Countrieí aoo8
Geoinformation
for society
1. mynd. Frá sýningarbás Norðurlanda á ráðstefnunni t Flórens í ágúst 2004. Ljóstn. Sveinn P. Jakobsson.
ÖNNUR ALÞJÓÐLEG
SAMBÖND OG SAMTÖK Á
SVIÐI JARÐVÍSINDA
Um 34 alþjóðleg sambönd og sam-
tök á sviði jarðvísinda eru starfandi
og eru flest tengd Alþjóða jarðfræði-
sambandinu. Þessi tengsl eru
reyndar oft óljós og áreiðanlega mis-
mikil. í sumum tilvikum virðist vera
um skörun verkefna að ræða. Hér
skulu talin upp þau alþjóðleg sam-
bönd, samtök og ein framkvæmda-
nefnd sem vitað er að íslendingar
eiga aðild að eða hafa starfað fyrir.
Alþjóðasamband um landmæl-
ingar og jarðeðlisfræði (International
Union of Geodesy and Geophysics,
IUGG), sem hefur verið nefnt systur-
samband Alþjóða jarðfræðisam-
bandsins, var sett á stofn 1919.
Sambandið heldur stóra vísinda-
ráðstefnu á fjögurra ára fresti.
Islendingar hafa verið aðilar að því
síðan 1967. Árni Snorrason hjá
Vatnamælingum Orkustofnunar er
tilnefndur af Rannsóknamiðstöð
Islands í stjórn Alþjóða land-
mælinga- og jarðeðlisfræðisam-
bandsins og er hann jafnframt for-
maður íslensku landsnefndarinnar.
Sambandið skiptist í sjö undir-
samtök sem hver um sig halda
vísindaráðstefnu á fjögurra ára
fresti:
Alþjóðasamtök um landmælingar
(International Association of Geo-
desy, IAG), landsritari er Magnús
Guðmundsson hjá Landmælingum
íslands.
Alþjóðasamtök um jarðsegul-
fræði og háloftafræði (International
Association of Geomagnetism and
Aeronomy, IAGA), landsritari er
Þorsteinn Sæmundsson hjá Raun-
vísindastofnun Háskólans.
Alþjóðasamtök um vatnafræði
(Intemational Association of Hydro-
logical Sciences, IAHS), landsritari
er Jóna F. Jónsdóttir hjá Vatna-
mælingum Orkustofnunar.
Alþjóðasamtök um veðurfræði og
gufuhvolfsfræði (International As-
sociation of Meteorology and Atmo-
spheric Sciences, IAMAS), lands-
ritari er Magnús Jónsson hjá Veður-
stofu íslands.
Alþjóðasamtök um eðlisfræði út-
hafanna (International Association
for the Physical Sciences of tlie
Oceans, IAPSO), landsritari er Jón
Ólafsson hjá Hafrannsóknastofnun-
irvni.
Alþjóðasamtök um skjálftafræði
og eðlisfræði jarðar (International
Association of Seismology and
Physics of the Earth's Interior,
IASPEI), landsritari er Ragnar Stef-
ánsson hjá Veðurstofu íslands.
Alþjóðasamtök um eldfjallafræði
og efnasamsetningu jarðar (Inter-
national Association of Volcanology
and Chemistry of the Earths's
Interior, IAVCEI), landsritari var
Guðmundur E. Sigvaldason, sem er
nýlátinn, en ekki hefur verið skipað í
hans stað.
Alþjóðasamtök um jarðefnafræði
og geimefnafræði (International
Association of Geochemistry and