Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 72
Náttúrufræðingurinn
sóknum í öllum löndunum fimm
lyftistöng og vakti athygli umheims-
ins á jarðsögu Norðurlanda. I tengsl-
um við ráðstefnuna í Kaupmanna-
höfn gáfu íslendingar út rit árið 1960
sem nefndist „On the Geology and
Geophysics of Iceland", safn rit-
gerða um helstu þætti jarðfræði
Islands. Þetta var fyrsta ritið sem
nefna mætti yfirlitsrit um jarðfræði
íslands frá því að kennslubók Guð-
mundar G. Bárðarsonar í jarðfræði
kom út 1922, 1927 (2. útg.) og 1945
(3. útg.).
Alþjóða jarðfræðiráðstefnurnar
hafa staðið í tíu daga og 6500-7500
gestir hafa sótt þær undanfarið. Auk
þess hefur verið fjöldi jarðfræðilegra
kynnisferða á undan, meðan á
ráðstefnunum hefur staðið og í
kjölfar þeirra. Þá hafa verið settar
upp sérstakar sýningar um jarðsögu
ráðstefnulandsins og jarðfræðirit og
kort gefin út. Einnig hefur verið lögð
áhersla á að kynna menningu og
sögu landsins. Hér er því um viða-
mikið verkefni að ræða fyrir þá sem
standa fyrir ráðstefnunni. Auk
Norðurlanda höfðu Bretland og
Egyptaland lýst yfir áhuga sínum á
að halda ráðstefnuna 2008. Bretland
heltist fljótlega úr lestinni, en
Egyptaland tók þátt í kapphlaupinu
úl síðustu stundar.
Undirbúningur að atkvæða-
greiðslunni í Flórens hófst í byrjun
árs 2002. Stefnt var að því að
sannfæra kosningabæra fulltrúa
aðildarríkja um að Norðurlönd
hefðu upp á ýmislegt að bjóða á
jarðfræðisviðinu og að þau væru vel
í stakk búin úl að halda ráðstefnuna
2008. Að tillögu Norðmanna var
boðið upp á að halda ráðstefnuna í
Norges Varemesse í Lillestrom, sem
er skammt fyrir utan Osló. Til
öryggis voru tekin frá 6100 hótel-
herbergi á Oslóarsvæðinu á ráð-
gerðum ráðstefnuúma í ágúst 2008.
Norðmenn báru hitann og þungann
af þessum undirbúningi og útveg-
uðu úl þess töluvert fé, einkum frá
norskum olíufélögum. Hér heima
styrkti umhverfisráðuneyúð þessa
undirbúningsvinnu, en vinna ein-
staklinga var metin sem framlag
stofnana þeirra og var þar einkum
um að ræða Náttúrufræðistofnun
Islands, Islenkar orkurannsóknir og
Orkustofnun.
Samið var kynningarrit um
Norðurlönd, sem sett var á neúð
2002 og síðan aftur í endurskoðaðri
útgáfu 2004, sjá „Interim Bidding
Document Prepared by the Nordic
Countries for the IGC-Steering
Committee", Osló 2004
(www.nqu.no/IGC2008). Þarna
koma m.a. fram atriði um jarðsögu
Norðurlanda og gerðar eru úllögur
um kynnisferðir fyrir og eftir
ráðstefnuna. Þá var ákveðið að vera
með kynningu í sérstökum sýning-
arbás á ráðstefnunni í Flórens, sbr. 1.
mynd. Ingibjörg Kaldal hjá ís-
lenskum orkurannsóknum var
fulltrúi Islands í sýningamefndinni.
Þessi kynning tókst afar vel og fóru
nokkur þúsund ráðstefnugesta um
þennan Norðurlandabás dagana
20.-29. ágúst 2004. Atkvæðagreiðsl-
an átti síðan að fara fram 25. ágúst,
en daginn áður drógu Egyptar sína
umsókn skyndilega til baka svo
sigurinn var þar með í höfn. Síðan
hefur undirbúningur ráðstefnunnar
2008 verið í fullum gangi. Komið
hefur verið á fót sérstakri stofnun,
„The Nordic IGC Foundaúon", sem
sjá á um allan undirbúning fyrir
ráðstefnuna. Helgi Torfason hjá
Náttúrufræðistofnun Islands er
fulltrúi Islands í stjórn stofnunar-
innar.
Auk almenns undirbúnings Al-
þjóða jarðfræðiráðstefnunnar 2008
yrði þáttur íslendinga líklega
fólginn í því að undirbúa og hafa
umsjón með umræðuefnum er
varða eldvirkiú og landrek, hafa um-
sjón með fjórum stórum jarð-
fræðilegum kynnisferðum úl Islands
og semja um þær leiðsögurit. Þá þarf
að undirbúa sýningar í Osló um
jarðfræði og almenna sögu íslands.
Viðamesta verkefnið gæti orðið
útgáfa rits á ensku um jarðfræði
íslands. Síðasta yfirliúð á ensku kom
út 1980 í úmariúnu Jökli, og því er
löngu úmabært að taka saman nýtt,
vandað rit af þessu tagi. Hér er um
verkefni að ræða sem margir aðilar
þyrftu að standa að.
Um höfundinn
Sveinn P. Jakobsson (f. 1939)
lauk mag.scient.-prófi í jarð-
fræði við Kaupmannahafnar-
háskóla 1969 og dr. scient.-
prófi frá sama háskóla 1980.
Hann hefur starfað sem
sérfræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun íslands síðan
1969.
PÓST' OG NETFANG HÖFUNDAR
Sveinn P. Jakobsson
sjak@ni.is
Náttúrufræðistofnun íslands
P.O.Box 5320
125 Reykjavík
70