Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 5
GUNNAR JÓNSSON,
JÓNBJÖRN PÁLSSON OG
MAGNÚS JÓHANNSSON
Ný FISKTEGUND, FLUNDRA,
Platichthys tlesus
(LlNNAEUS, 1758), VEIÐIST
Á ISLANDSMIÐUM
lundra (Platichthys flesus) er af ættbálki flatfiska (Pleuronectiformes) og kolaætt,
PLEURONECTIDAE, en af þeirri ætt þekkjast auk þess á íslandsmiðum langlúra
(Glyptocephalus cynoglossus), sandkoli (Limanda limanda), þykkvalúra
____ (Microstomus kitt) og skarkoli (Pleuronectes platessa) auk skrápflúru
(Hippoglossoides platessoides), lúðu (Hippoglossus hippoglossus) og grálúðu (Rein-
hardtius hippoglossoides).
Gunnar Jónsson (f. 1935) lauk dr.rer.nat.-prófi í fiskifræði frá Christian-Albrechts-Universitat í Kiel í V-
Þýskalandi 1963. Hann starfar sem fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni í Reykjavík og fæst þar
m.a. við rannsóknir á nýjum og sjaldséðum fisktegundum.
Jónbjörn Pálsson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1973, M.Sc.-gráðu í sjávarlíffræði
frá University of Southern Mississippi í Bandaríkjunum 1979 og M.Sc.-gráðu í líffræði frá University of
Guelph í Kanada 1982. Hann var útibússtjóri Hafrannsóknastofnunarinnar á Húsavík 1983-1989 og hefur
verið sérfræðingur hjá stofnuninni í Reykjavík frá 1989.
Magnús Jóhannsson (f. 1954) lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1978 og cand.scient.-gráðu frá
Óslóarháskóla 1984. Hann hefur starfað sem deildarstjóri suðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar, á Sel-
fossi, frá árinu 1986.
Náttúrufræðingurinn 70 (2-3), bls. 83-89, 2001.
83