Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 6

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 6
1. mynd. Flundra fPlatichthys flesusj: 34 cm löng hrygna veidd í Ölfusá haustið 1999. - Flounder fPlatichthys flesusj: a 34 cm long female caught in river Ölfusá in 1999. Teikning/Drawing: Jón Baldur Hlíðberg. Flundran líkist mest skarkola og sandkola og fljótt á litið virðist hún vera sambland af þeim. Hún þekkist þó auðveldlega frá þessum tegundum á því að meðfram endi- löngum bak- og raufarugga eru smáar beinkörtur, svo og eftir endilangri rákinni (1. mynd). Einnig eru geislarí raufarugga færri á flundru en hjá skarkola og sand- kola, eða 36^-6. Hjá skarkola eru geislarnir 48-59 og sandkola 50-64. Flundran getur náð um 60 cm lengd en er sjaldan lengri en 40 cm. Skarkoli getur orðið 85 cm og sandkoli 49 cm. Heimkynni flundru eru í norðaustan- verðu Atlantshafi, frá ströndum Marokkó norður með ströndum Evrópu allt norður á Kólaskaga, einnig í norðanverðu Mið- jarðarhafi og í Svartahafi (2. mynd). Næstu heimkynni hennar við ísland eru Færeyja- mið þar sem hún er sæmilega algeng (Joensen og Táning 1970). Hún lifir við botn frá fjöruborði og niður á um 100 metra dýpi, sækir í ísalt vatn, er gjarna í og við árósa og gengur jafnvel upp í ár og læki. Síðsumars og haustið 1999 vakti það undrun veiðimanna við Ölfusá og að- liggjandi læki er þeir fengu flatfiska í veiðarfæri sín jafnvel langt inni í landi. í mars 2000 barst einn slíkur fiskur í hendur fiskifræðinga á Hafrannsóknastofnuninni og hafði hann veiðst í september 1999 (Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson 2001). Hér reyndist vera um flundru að ræða, en sú fisktegund hefur verið talin með öllu óþekkt á íslandsmiðum til þessa. Reyndar segir Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur í bók sinni, Fiskarnir (1926): „Flundra (P. flesus L.), F Skrubba, N og D Skrubbe, S Flundra, Þ Flunder, E Flounder, algeng kolategund í Norðursjó og nágrenni, allt til Færeyja, hefur verið talin með íslenskum fiskum, af eldri höfundum, en hún hefur ekki fundist hér, hvorki vaxin né seiðin, þrátt fyrir rannsóknir síðustu ára; getur hún því eigi talist með íslenskum fiskum.“ Við þetta er því að bæta að aldrei varð hennar vart svo vitað sé frá því Bjami skrifaði þetta og allt til ársins 1999 að ofangreindar flundrur fóru að veiðast. Síðan hafa fleiri fiskar þessarar 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.