Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 8
Og byrjun apríl 2001 voru allarmjög nálægt hrygningu, svo tegundin er greinilega farin að gera sig heimakomna á íslandsmiðum. Allar voru flundrurnar réttventar, þ.e. með hægri hliðina dökka, nema ein og veiddist hún í sjó. Geislar í bakugga voru 56-66 en skv. Nielsen (1986) geta þeir verið 52-67. Geislar í raufarugga voru 40—47 og skv. Nielsen (1986) eru þeir 36-46. Geislar í eyrugga dökku hliðar voru 9-10 en skv. Ehrenbaum (1936) geta þeir verið (8)9-11. Fjöldi hryggjarliða var 35—36 og þar af voru bolliðir 10-11 og stirtluliðir 24-25. Skv. Ehrenbaum (1936) eru samsvarandi tölur 35-36 (10- 12+23-25). Allt er þetta því innan þeirra marka sem áður hefur talist, nema geislar í raufarugga einnar flundrunnar sem voru 47. Maga- og garnainnihald var rannsakað í fimm flundrum sem veiddust í ferskvatni, og var magi tómur í fjórum þeirra en 250 marflær (Gammarus zoddochi) fundust í maga einnar flundrunnar. í görnum voru meltar marflóaleifar í þremur fiskum og vatna- 7. tafla. Flundra (Platichthys flesus). Mœlingar á 12 fiskum sem veiddust á og við ísland árin 1999-2001,- Table 1. Flounder (Platichthys flesus). Measurements of 12 specimens caugth in Iceland 1999—2001. Veiðistaður Dags. Veiðar- Heildar- Aldur Kyn Kyn- færi lengd (mm) (ár) þroski Location Date Fishing Total Age Sex Maturity gear length (mm) (years) Ölfusá (Hraun) Ölfusá (Óseyrarbrú) Ölfusá (Óseyrarbrú) Lónsvík Þorleifslækur Varmá Herdísarvík Herdísarvík Herdísarvík Herdísarvík Herdísarvík Hornafjörður Sept. 1999 13.7.2000 Net Gildra 337 239 3 Hrygna Hængur 4 4? 13.7.2000 Gildra 261 3 Hrygna 4 15.7.2000 14.9.2000 Dragnót Álagildra 400 286 3 Hrygna Hrygna 2 4 17.9.2000 Stöng 168 2 Hrygna 1 28.3.2001 Dragnót 294 4 Hængur 2(3) 28.3.2001 Dragnót 318 4 Hængur 2(3) 28.3.2001 Dragnót 360 5 Hrygna 2(3) 28.3.2001 Dragnót 334 6 Hrygna 2(3) 28.3.2001 8.4.2001 Dragnót Net 382 343 Hrygna Hrygna 2(3) 2(3) hrygningu er lokið, þroskun ekki hafin að nýju. Geislar voru taldir í bakugga, raufarugga og eyrugga á dökku hliðinni. Meltingarfæri voru fjarlægð og fæðuleifar rannsakaðar. Sex flundranna voru ekki rann- sakaðar frekar en kvarnir voru teknar úr tveimur til aldursákvörðunar og eru fiskarnir varðveittir. Hinar flundrurnar sex voru flakaðar og taldir hryggjarliðir og jafnframt voru teknar kvarnir til aldursákvörðunar. ■ NIÐURSTÖÐUR Þær 12 flundrur sem veiddust 1999 til apríl 2001 og voru rannsakaðar reyndust vera 17-40 cm langar og 72-848 g á þyngd óslægðar (1. tafla). Átta þeirra voru aldurs- ákvarðaðar og voru þær 2-6 ára gamlar. Tvær þær stærstu voru reyndar ekki aldurs- ákvarðaðar. Af þessum 12 flundrum voru 9 hrygnur og allar kynþroska nema ein, þ.e. sú minnsta. Hængarnir þrír voru allir kyn- þroska. Þær flundrur sem veiddust í lok mars 86

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.