Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 10
ferskvatn, eins og t.d. Varmá og Þorleifs- lækur. Selta vatns á þessum svæðum var hinsvegar ekki mæld. Eins og getið var í inn- gangi eru þess dæmi erlendis að flundra gangi tímabundið upp í ferskvatn. Meðal flatfiska er það fyrirbrigði vel þekkt að stöku fiskar séu „öfugir“, þ.e. sú hlið er dökk og snýr upp (augun eru þeim megin) sem venjulega er ljós. Það er nokkuð algengt meðal flundra að vinstri hliðin sé dökk í stað hægri, einkum er þetta áberandi í Eystrasalti. Flundran í Norðursjó hrygnir í febrúar til maí og við Norður-Noreg hrygnir hún í apríl til júní (Muus o.fl. 1997). Því er ekkert óeðlilegt við það að kynþroska fiskar séu komnir nálægt hrygningu hér í lok mars og byrjun apríl, eins og þeir fiskar voru sem veiðst hafa í ár. Það má teljast líklegt að þær flundrur sem kunna að hrygna hér við land geri það í apríl eða maí. Það á eftir að koma í ljós hvort sú hrygning skilar nokkru af sér svo að tegundin nái að viðhalda sér á íslandsmiðum. Miðað við útbreiðslusvæði flundrunnar er sennilegast að hún hafi borist hingað frá Færeyjum. Ekki virðist vera um rek seiða af einum árgangi að ræða. Þeir fiskar sem hafa verið aldursgreindir eru af fjórum árgöngum, 1995-1998. Það er hinsvegar athyglisvert að af átta fiskum aldursgreindum eru fimm af árganginum frá 1997. Hvað veldur því að flundrur birtast nú við suðurströnd íslands? Það er ekki ljóst. Ólíklegt er að þær hafi verið hér um langan tíma án þess að þeirra yrði vart. Hvort tveggja er að sjómenn eru glöggir á „afbrigðilega" fiska og tegundin á það til að leita upp í árósa, jafnvel tímabundið í ferskvatn, og slíkt vekur mikla undrun þeirra sem verða fiskanna varir - enda eiga menn ekki von á flatfiski í ferskvatni. Hver sem ástæðan er virðist tegundin vera farin að hreiðra um sig hér. Hvort það er til langframa eða ekki - um það er ómögulegt að segja til á þessu stigi málsins. Líklegt er að fleiri fiskar eigi eftir að að veiðast hér við land, a.m.k. við suðurströndina og í ám og lækjum þar, og jafnvel norðan Snæfellsness. ■ ÞAKKIR Þakkir fyrir að senda flundrur sem þeir veiddu og/eða upplýsingar um þær til Haf- rannsóknastofnunarinnar eða Veiðimála- stofnunar fá Ásgeir Baldursson, Sæljóni RE, Emil Arason, Hafnarfirði, Gylfi Páll Hersir, Reykjavík, Heimir S. Karlsson, Hornafirði, Hrafnkell Karlsson, Hrauni í Ölfusi, Karl Hreggviðsson, Arnari ÁR, Kjartan Hall- dórsson, Reykjavík, og Kristján Gauti, Amari ÁR. Þakkir fyrir greiningu á marflóm úr fæðusýni fær Anton Galan, Hafrann- sóknastofnuninni. Hrafnkell Eiríksson fiskifræðingur las enskan texta og fær bestu þakkir fyrir. ■ HEIMILDIR Bjami Sæmundsson 1926. Fiskarnir (Pisces Islandiae). íslensk dýr 1. xvi + 528 bls. Ehrenbaum, E. 1936. Naturgeschicht und wirtschaftliche Bedeutung der Seefische Nordeuropas. Handbuch der Seefische Nordeuropas. Bd. 2. 337 bls. Gunnar Jónsson & Jónbjörn Pálsson. 2001. Sjaldséðir fiskar á íslandsmiðum árið 2000. Ægir 94(2). 38-42. Joensen, J.S. & Á.Vedel Taning 1970. Marine and Freshwater Fishes. The Zoology of the Faroes. Vol. 3, Part I. Cop. Andr. Fred. Hpst & Spn. 241 bls. Muus, B.J, J.G. Nielsen, P. Dahlstrpm & B.O. Nyström 1997. Havfisk og fiskeri i Nordvesteuropa (5. udg.). G.E.C. Gads Forlag. fsl. þýðing: Fiskar og fiskveiðar við fsland og Norvestur-Evrópu í þýð. Jóns Jónssonar og Gunnars Jónssonar. Mál og menning 1999. 337 bls. Nielsen, J.G. 1986. Pleuronectidae. f; Whitehead, P.J.P., M.-L. Bauchot, J.C. Hureau, J. Nielsen & E. Tortonese (ritstj.). Fishes of the North-eastern Atlantic and the Mediterranean. Vol. III. 1299-1307. 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.