Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 24
3. mynd. Dreifing fjörudoppu ('Littorina littoreaj í jarðlögum. Gula svæðið sýnir líklegt
myndunarsvœði tegundarinnar. - Distribution offossil Littorina littorea. The speciation
most probably took place in the yellow area.
■ FJÖRUDOPPA Á ÍSLANDI
Otto A.L. M0rch (1871) gat fyrstur manna
um fjörudoppu úr krókskeljalögunum á
Tjörnesi. Einnig nefndu Júrí B. Gladenkov
o.fl. (1980)hanaítígulskeljalögum 10 og 12,
sem og krókskeljalögum 18, 23 og 25.
Skipting Tjörneslaga í þrjú lífbelti, gáru-
skeljalög (neðst), tígulskeljalög og krók-
skeljalög (efst), og skipting lífbeltanna í 25
setlög var fyrst gerð af Guðmundi G.
Bárðarsyni (1925). Mörkin milli tígul-
skeljalaga og krókskeljalaga eru líklega um
3,5 milljón ára gömul og hraunlögin sem
þekja krókskeljalögin um 2,6 milljón ára
(Þorleifur Einarsson o.fl. 1967, Kristinn J.
Albertsson 1978). Tígulskeljalög og krók-
skeljalög eru því mynduð á plíósentíma.
Yngstu hraunlögin undir Tjörneslögunum
(gáruskeljalögum) hafa verið aldurs-
ákvörðuð og eru þau 8,6 milljón ára (Aron-
son og Kristján Sæmundsson 1975).
Englendingurinn David G. Reid (1996)
endurskoðaði þessar greiningar og áleit þau
eintök sem Mprch hafði talið til fjörudoppu
(Littorina littoreá) ranglega greind, enda
tilheyrðu þau aurdoppu (Littorina squalida
Broderip og Sowerby, 1829). Hann studdist
við nokkur atriði er einkenna aurdoppu, svo
sem kúptari vindinga, hvelfdari grunn-
vinding, greinilegri og dýpri sauma og fleiri
óreglulega gára en í fjörudoppu (1. mynd, e-
f.). Einnig leiðrétti hann greiningu Gladen-
102