Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 29
dreifingu (Kellogg 1980, Buckland o.fl.
1986). Slíkar aðstæður gætu einnig hafa
verið til staðar í lok fyrri jökulskeiða í byrjun
og um miðbik ísaldar.
Allmiklar umræður hafa verið um það
hvort fjörudoppa hafi komist til Norður-
Ameríku af sjálfsdáðum eða borist þangað
með mönnum. Elsta fjörudoppa sem
fundist hefur í Norður-Ameríku er frá
Nova Scotia, úr setlögum frá miðhluta
síðasta jökulskeiðs, og verður það að
teljast athyglisvert þegar tekið er tillit til
þess að hér er ekki um neina kald-
sjávartegund að ræða (Wagner 1977).
Einnig hafa fundist tvær skeljar í strand-
hjalla á norðurhluta Nýfundnalands þar
sem norrænir menn höfðu reist hús, og eru
þær því líklega eldri en norrænt landnám á
svæðinu (Bird 1968). Að auki hafa fundist
nokkrar skeljar í tveimur sorphaugum
indíána í Nova Scotia og ennfremur tvær í
New Brunswick og reyndust skeljarnar
500-1000 ára gamlar (Clarke og Erskine
1961). Þetta styður þá tilgátu að fjöru-
doppa hafi verið komin til Norðaustur-
Ameríku fyrir landnám Evrópubúa. Þótt
hún hafi ekki fundist í eldra seti í Norður-
Ameríku er ekki hægt að útiloka flutning
frá Evrópu í lok jökulskeiða á fyrri hluta
isaldar, þ.e. áður en grunnsjávarsvæðin á
^ryggjunum beggja megin við ísland
hurfu og meðan flutningur grunnsjávar-
tegunda var mun auðveldari.
A hinn bóginn er ekki unnt að útiloka að
fjörudoppa hafi flust frá Evrópu til Norður-
Ameríku öðru hverju eftir síðustu jökul-
hörfun (Agnar Ingólfsson 1992). N. Spjeld-
naes og K.E. Henningsmoen (1963) komust
jafnvel að þeirri niðurstöðu að fjörudoppan
hefði borist til Norður-Ameríku af manna-
völdum. Þó er talið sennilegra að víkingar
hafi flutt með sér lifandi eintök; þau hafi
styrkt stofninn sem fyrir var og tegundin
síðan aukið útbreiðslu sína. Það hafi aftur
leitt til þess að fjörudoppan varð sums
staðar ríkjandi tegund í mörgum strand-
fánum. Skipaferðir gætu einnig hafa hjálpað
til við að dreifa tegundinni frá St. Lawrence-
flóa (Clarkeog Erskine 1961,Clarke 1971).
Fjörudoppa hefur fundist á vesturströnd
Norður-Ameríku, en þó ekki náð þar veru-
legri útbreiðslu. Líklegt þykir að hún hafi
flækst frá Atlantshafsströndum inn í Kyrra-
haf með ostrum af Crassostrea- eða
Mercenaria-ætíkvíú, en þær voru fluttar
þangað af mönnum.
■ HELSTU NIÐURSTÖÐUR.
Fjörudoppa (Littorina littorea) lifir ekki við
strendur íslands nú á dögum. Hér á landi er
hún eingöngu þekkt úr sjávarsetlögum í
Búlandshöfða á Snæfellsnesi. Þau eru
mynduð við strönd á miðhluta ísaldar fyrir
rúmlega 1,1 milljón árum. Tegundin hefur
ekki fundist í Tjörneslögum og eintök sem
hafa verið nefnd þaðan virðast ranglega
greind. Þau tilheyra annaðhvort aurdoppu
(Littorina squalida) eða fróndoppu (L.
islandica).
Fjörudoppa þróaðist frá aurdoppu eftir að
Tjörneslög mynduðust, en yngsti hluti
þeirra er um 2,6 milljón ára. Talið er að hún
hafi myndast vegna aðlögunar aurdoppu að
lækkandi sjávarhita og orkuríkara umhverfi á
grunnsævi í tengslum við fyrstu stóru
jöklunina (jökulskeiðið) á norðurhveli, en
hún varð um þetta leyti. Líklegast hefur
þetta átt sér stað á Íslands-Færeyja-
hryggnum þegar aurdoppa var á suðurleið
frá íslandi fyrir 2,4-2,6 milljón árum. Fjöru-
doppa varð síðan ein algengasta tegund
strandsnigla í austanverðu Norður-Atlants-
hafi, á sama tíma og aurdoppa hvarf úr
Atlantshafi.
■ ÞAKKARORÐ
Við stöndum í mikilli þakkarskuld við Dr.
David G. Reid á Breska náttúrugripasafninu
í London (British Museum) fyrir góð ráð og
staðfestingu á greiningu fjörudoppunnar
frá Búlandshöfða. Einnig viljum við þakka
Godtfred Höpner Petersen á Dýrafræði-
safninu í Kaupmannahöfn fyrir aðgang að
skeljasafni þeirra og þá sérlega skeljum frá
íslandi, sem og Ævari Jóhannessyni fyrir að
mynda skeljar a-d á I. mynd.
107