Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 45
4
3. mynd. Gagnfrœðaskólinn á Akureyri nýbyggður. Jón A. Hjaltalín og Stefán Stefánsson
standa á tröppunum að sunnan (Hallgrímur Einarsson/Ljósmyndadeild Minjasafnsins á
Akureyri).
Skagfirðinga og sat á alþingi til 1915. Lét
hann til sín taka þar á mörgum sviðum og var
talinn víðsýnn framfaramaður sem þó gætti
hófs. Það er ótrúlegt hve víða hann kemur
við sögu.
■ kennsla og skóla-
STJÓRN Á AKUREYRl
En líkt og námsferli hans lauk snögglega, þá
lauk kennsluferli hans á Möðruvöllum
skyndilega þegar skólahúsið brann árið
1902. Upp úr því, en ekki einungis vegna
/
brunans, var skólinn fluttur til Akureyrar og
tók Stefán við stjórn Gagnfræðaskólans á
Akureyri 1908, þá 45 ára (3. og 4. mynd).
Hann rak hins vegar búskap á Möðruvöllum
til 1910 þótt hann og fjölskylda hans væru
þá fyrir nokkru flutt til Akureyrar. Það er ekki
fyrr en 1913 sem Stefán sendi loks frá sér
kennslubók í grasafræði, og hafa annir og
vandvirkni eflaust valdið því að þetta dróst
svo lengi. Kennslubókin nefnist Plönturn-
ar, og þar eins og í Flóru Islands nýtur
frábær orðsnilld og smekkvísi í orðasmíð sín
afar vel. Einn aðdáandi Plantnanna taldi
nýyrðin „svo íslenzk í anda og vel valin, að
Um menntun
Vjer viljum að það sje öllum nemendum ljóst, hver sje lilgangur og markntið skólans, til
hvers þeir sjeu hingað komnir, það sje til þess að mentast í orðsins eiginlegu og bestu
merkingu, verða rneiri og betri rnenn, hæfari til allra góðra verka og frábitnari öllu sem
miður má fara, en ekki til þess að geta stært sig af því að vera skólagenginn og fá á sig
eins konar mentunargyllingu, sem oft lýsir sjer einkum í framkomu, látbragði og
klæðaburði og er öllum sannmentuðum og góðum mönnum andstygð, sem helstu
einkenni líttmentaðra uppskafninga.
Skýrsla um Gagnfrceðaskólann á Akureyri 1916-1917, Skólauppsögn.
123