Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2001, Qupperneq 49

Náttúrufræðingurinn - 2001, Qupperneq 49
/ Aldarafmæli Flóru Islands Grasafræðirannsóknir OG RITSTÖRF STEFÁNS Stefánssonar, einkum Flóra Islands EYÞÓR EINARSSON egar Stefán Stefánsson hóf rann- sóknir sínar á plönturíki Islands fyrir alvöru, árið 1888, höfðu íslendingar lítt sinnt grasafræði- rannsóknum síðustu áratugina (1. mynd). Með rannsóknum sínum og Ferðabók höfðu Eggert Ólafsson, sem Stefán kallar frum- höfund íslenskrar grasafræði á einunt stað í ritum sínum, og Bjarni Pálsson lagt fyrstu undirstöður slíkra rannsókna, eins og kunnugt er. Bjöm Halldórsson, Sveinn Páls- son og ýmsir fleiri, aðallega erlendir menn, bættu nokkru þar við á síðari hluta 18. aldar. ■ RANNSÓKNIR Á FLÓRU ÍSLANDS Á 19. ÖLD A 19. öld urðu nokkrir erlendir grasa- fræðingar til að heimsækja ísland, ferðast hér um til rannsókna og skrifa um þær, en nterkastar þeirra voru rannsóknir Bretanna 'A'.J. Hookers og C.C. Babingtons og Danans Chr. Grpnlunds. Þekking þessara Eyþór Einarsson (f. 1929) lauk mag.scient.-prófi í grasafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1958. Hann hefur verið deildarstjóri á grasafræðideild Náttúrufræðistofnunar íslands frá 1958 og var forstöðumaður stofnunarinnar í 12 ár. Eyþór sat í Náttúruverndarráði 1959-1990 eða í 31 ár sam- lellt, var formaður þess 1978-1990 og hefur ný- Ega tekið sæti í ráðinu á ný. Hann var formaður Eins íslenska náttúrufræðifélags árin 1964-1965 °8 1976-1979, heiðursfélagi þess 1992 og kjörinn félagi Vísindafélags íslendinga 1987. erlendu grasafræðinga á flóru landsins var reyndar takmörkuð og bundin við þá landshluta eða héruð sem þeir höfðu ferðast um, heildaryfirsýn vantaði sem von var. Grpnlund skrifaði þó íslenska flóru, sem kom út árið 1881, og var um tíma besti leiðarvísir þeirra sem vildu kynnast íslenskum plöntum. Þar sem hún var skrifuð á dönsku kom hún þó þorra Islendinga að litlu gagni. í henni eru heldur engir greiningarlyklar og sumar tegundalýsingar koma ekki sem allra best heim við íslensk eintök þeitTa tegunda. Því sem þar er sagt um útbreiðslu tegund- anna er í mörgu áfátt, enda voru þá heilir landshlutar svo til órannsakaðir og all- margar tegundir ófundnar; enn aðrar tegundir eru taldar íslenskar þótt þær hafi aldrei fundist hér með vissu. Svo til eina framlag Islendinga til grasa- fræðinnar þá þrjá fjórðunga sem liðnir voru af 19. öldinni var Islenzk Grasafræði Odds Hjaltalíns læknis, sem út kom 1830. Hún var þó ekki nema að mjög litlu leyti byggð á eigin rannsóknum höfundar heldur „saman- lesin og útlögð úr ýmsum skrifum urta- þekkjara“, eins og segir í formála hennar, aðallega danskri grasafræði eftir W.J. Hornemann. Flestar plöntulýsingarnar voru því gerðar eftir útlendum eintökum og blómgunartími tegundanna tilgreindur eins og hann var í Danmörku. Allmargar tegundir voru nefndar og taldar íslenskar þótt þær hafi áreiðanlega aldrei vaxið á Islandi. Flestöll fræðiorð voru þýdd úr dönsku, Nátlúrufræðingurinn 70 (2-3), bls. 127-132, 2001. 127
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.