Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 58
2. mynd. Rákahýena, Hyaena hyaena. (Nowak 1991.)
lausar. Þegar jarðúlfar sjást við hræ eru þeir
að leita í þeim að skorkvikindum, svo sem
hræbjöllulirfum og möðkum flugna.
Jarðúlfur hefur víða þokað fyrir ásókn
manna - veiðum og eyðingu búsvæða.
■ RÁKAHÝENA
Rákahýena, Hyaena hyaena, lifir á svæði
sem nær þvert yfir Afríku norðan Sahara og
sunnan eyðimerkurinnar nokkuð suður fyrir
miðbaug. Þaðan nær útbreiðslan til Asíu -
um Arabíuskaga og Litlu-Asíu allt austur á
Indlandsskaga. Dýrin eru um metri á lengd
auk 30 cm skotts og lifa helst á gresjum eða
grýttu landi, allt upp í 3300 metra hæð.
Feldurinn er grá- eða brúnleitur með
áberandi rákum (2. og 3. mynd). Á daginn
eru rákahýenur í hellum, undir slútandi
klettum eða í grenjum sem dýrin hafa grafið
eða víkkað, en fara á kreik þegar rökkvar og
eru þá ýmist ein eða nokkur saman. Eins og
önnur dýr þessarar ættar merkja rákahýenur
slóðir sínar með vökva úr þefkirtlum.
Rákahýenur - og raunar allar hýenur -
hafa afar öfluga kjálka með stórum og
sterkum tönnum, sem vinna bæði á kjöti og
beinuin. Fæðan fer eftir framboði á hverjum
stað. Syðst á útbreiðslusvæðinu lifa ráka-
3. mynd Hvolpur rákahýenu. (Nowak
1991.)
136