Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 76

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 76
E o ■o O) c o 75 «o Q) 0 2 4 6 8 Aldur (ár) 8. mynd. Meðallengd lýsu eftir aldri samkvæmt gögnum frá tímabilinu 1917-1924 annars vegar og 1972-1975 hins vegar. - Mean lengtli of whiting by age based on data from 1917-1924 and 1972-1975. breytileiki er í vísitölunni frá ári til árs. Hvað sem því líður gefur hún til kynna að stofninn hafi stækkað frá 1985 og fram á miðjan síðasta áratug en minnkað nokkuð síðan. ■ UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR Lýsa hefur verið talin „hlýsjávarfiskur“ hér við land, þar sem útbreiðsla hennar er einkum bundin við hlýsjávarsvæðin sunnan og suðvestan lands. Ekki hefur þó verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti að hún velji sér þetta búsvæði vegna sjávarhitans. Fremur má ætla að slík ályktun hafi verið nærtæk miðað við fyrirliggjandi upplýsing- ar. Almennt er þó talið að lýsa sé við norðurmörk landfræðilegrar útbreiðslu hér við land, en hún finnst ekki við Grænland (Whitehead o.fl. 1986). Þau gögn sem hér hafa verið sett fram taka ekki af tvímæli í þessum efnum. Þau stað- festa í meginatriðum það sem áður hefur komið fram, þ.e. að meginbúsvæði þessa fisks sé á tiltölulega afmörkuðu svæði sunnan og suðvestan lands. Ennfremur að mjög lítið sé af honum norðan lands og austan, en þó helst inni á fjörðum og flóum. Marktæku sambandi milli út- breiðslu lýsu og sjávarhita við botn er ekki til að dreifa miðað við fyrirliggjandi gögn, a.m.k. ekki þegar unnið er með meðalgildi lýsumagns og sjávarhita. í ýmsum tilvikum fæst lýsa í nokkru magni þar sem sjávarhiti er lágur eða jafnvel mjög lágur, eins og í sunnanverðum Faxa- flóa eða á grunnslóð vestur á fjörðum og norðan lands. Þetta mætti túlka sem vísbendingu um að útbreiðsla lýsu hér við land verði ekki skýrð nema að takmörkuðu leyti með sjávarhita einum. Lýsa vex hratt á fyrstu árum æviskeiðsins 154

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.