Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 91
Ef kristallar A og B eru
malaðir saman í hlutfallinu
b og kerfið hitað (nefnilega
línan b-a), byrjar það að
bráðna við hitastig solidus
(lárétta línan), og sam-
setning fyrstu bráðar er E, í
jafnvægi við kristallana A
og B. Bráðin E myndast
þar til allir B-kristallar eru
uppurnir, síðan heldur
hitinn áfram að hækka og
bráðin breytir um samsetn-
ingu eftir ferlinum frá E þar
til hún hefur samsetningu
línunnar a-b: þá er kerfið
fullbráðið.
(iii) Efnasamsetningu í
3-þátta kerfi má sýna sem
punkt á þríhyrningi þar
sem efnisþættirnir þrír, A,
B og C, mynda hornin. E á
myndinni (lágbræðslu-
punktur) hefur samsetn-
inguna u.þ.b. 1/3A 1/3B 1/
3C, sem einnig má skrifa
A0.33B0,33C0,33- VÍð faStaI1
þrýsting má reisa hitaás
hornrétt á þríhyrninginn
(Ilb) þannig að úr verður
þnvíð mynd, sem aftur er
erfitt að teikna og ennþá
erfiðara að skilja. Því taka
menn það ráð að varpa
kerfinu eftir T-ásnum
niður á samsetningar-
flötinn ABC; bláu línurnar
eru jafnhitalínur, líkar hæð-
arlínum á korti. Þegar bráð
a kólnar byrjar hún að fella
út kristal A; við það
breytist samsetning bráð-
arinnar eftir línunni a-b.
Við b fer kristall C einnig
að myndast ásamt A, og samsetning bráðarinnar breytist eftir ferlinum b-E. E er
lágbræðslupunktur kerfisins og allir þrír kristallar (A, B og C) eru í jafnvægi við þá bráð.
Við bráðnun í kerfinu ABC er samsetning fyrstu bráðar E og helst stöðug meðan allir þrír
kristallar eru fyrir hendi. Bráðnun samsetningar a fer fram nákvæmlega „aftur á bak“ miðað við
kristöllunarferlið sem áður var lýst; samsetning bráðarinnar breytist eftir ferlunum E->b—>a
169