Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 92

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 92
3. mynd. Aldursdreifing forkambrískra myndana meginlandsskjaldar Norður-Ameríku, byggð á aldursgreiningum með geislavirkum samsœtum. Gulu svœðin eru yngri myndanir (Hamblin og Christiansen 2001). ströndinni Alpafellingunni. Áður en land- rekskenningin kom til sögunnar - en hún var ekki almennt viðurkennd fyrr en eftir 1970 - voru slíkar jarðlagabyltingar ekki auðskildar því láréttar hreyfingar voru nánast forboðnar í jarðfræðinni. Þá hugsuðu menn sér að fellingafjöll yrðu þannig til að meginlandsskorpan tæki að síga af einhverjum ástæðum, t.d. vegna iðustreymis í jarðmöttlinum, og mynda „jarðtrog", mjög aflanga dæld sem jafnóðum safnaðist í set og bólstraberg sem lyftist loks aftur þegar landsiginu lyki. Þegar svipast var um eftir nútímadæmum um þessi ferli staðnæmdust menn einna helst við eyjaboga í Vestur-Kyrrahafi. Hvorki Kletta- 170

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.