Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 93

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 93
fjöll og Andesfjöll á vesturströnd Ameríku, né austurjaðar Bandaríkj- anna þar sem tuga kíló- metra þykkur setstafli hefur safnast á land- grunnið, féllu þó inn í þessa mynd og síðar- nefnda svæðið þótti vera dæmi um „hálft jarðtrog“ og andvana fætt. Nú telja menn sig vita að fellingafjöll myndist jafnan yfir niðurstreymis- beltum. Vísbending um það er að í mjög mörgum fellingaijöllum, fomum og nýjum, finnst berg sem myndbreyst hefur við háan þrýsting en fremur lágan hita og er einkenn- andi fyrir niðurstreymis- belti. Þetta gerist ýmist þar sem tveir hafsbotns- flekar rekast saman (t.d. Tonga-eyjar í Vestur- Kyrrahafi), hafsbotns- fleki og meginlandsfleki (vesturströnd Ameríku) eða tveir meginlands- flekar (Himalajafjöll). Efnið sem þarna safnast saman er einkum set sem roföflin flytja af landi til sjávar - leir og sandur - svo og skeljar dýra sem þar lifa, en einnig finnst iðulega bólstraberg í fellingafjöllum, myndað við eldgos neðansjávar. Algengast og rúmmáls- mest er þó setberg sem nefnist „grávakki“ og myndað er í eðjustraum- um (e. turbidity currents) sem bera set af land- grunni meginlanda fram af meginlandsbrúninni niður á djúphafsbotninn (2. mynd a). B. Hafsbotnsskorpur mætast Eyjabogi stinnhvolf linhvolf ^ ^ C. Tveimur meginlöndum lýstur saman mmsmm msm. möttull 4. mynd. Fjórar gerðir flekamóta: A. Hafsbotnsskorpa (grátt) myndast á rekhryggjum. Við gliðnun skorpunnar léttir þrýstingi í möttlinum og basaltbráð myndast (rautt). Hafs- botnsskorpuna rekur til beggja hliða uns hún „steypist“ aftur niður í möttulinn. Yfir niðurstreymisbeltinu mœtast liafsbotns- skorpa og meginlandsskorpa, en setbunkar (brúnt) safnast yfir flekamótunum. Vatn sem leysist úr hafsbotnsskorpunni veldur bráðnun í möttlinum og eldvirkni (t.d. vesturströnd Ameríku). B. Hafsbotnsskorpur mœtast; eyjabogar myndast við eldvirkni yfir niðurstreymisbeltinu. C. „Tvíhliða jarðtrog “ verðurþegar tveimur meginlöndum lýstur saman. Á myndinni eiga litirnir í setbunkanum að sýna mismunandi hitastig. 171

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.