Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 11
ÆVAR PETERSEN OG
SIGURÐUR INGVARSSON
Fuglalíf í Borgareyjum
og Á Borgarskarfa-
SKERJUM Á BORGARFIRÐI
Borgareyjar og Borgarskarfasker
eru nokkrar smáeyjar og sker á
miðjum Borgarfirði vestra og
heyra tii kirkjunni á landnáms-
jörðinni Borg á Mýrum. Þær lágu undir
Rauðanes fyrrum en sagt er að bóndi þar
hafi fyrir margt löngu gefið þær Borgarkirkju
sér til sálarheilla vegna framhjáhalds. Hefur
það átt sér stað einhvern tímann fyrir 1570,
því þá er talað um að Borgarkirkja eigi
eggver í Borgareyjum (íslenskt fornbréfa-
safnXV).
Sumarið 2000 könnuðu höfundar fuglalíf
eyjanna með skipulegum hætti og er ekki
vitað til þess að jafnítarleg athugun hafi
verið gerð á fuglalífinu þar áður. I heild er
mjög takmarkaðar upplýsingar að hafa um
fuglalíf eyjanna frá fyrri tíð.
■ EYJALÝSING
Borgareyjar eru litlar graseyjar og graslaust
sker sem stendur upp úr á flóði. Um fjöru
Ævar Petersen (f. 1948) lauk B.Sc. Honours-prófi
í dýrafræði frá Aberdeenháskóla í Skotlandi 1971
og doktorsprófi í fuglafræði frá Oxfordháskóla á
Englandi 1981. Ævar hefur unnið á Náttúrufræði-
stofnun íslands frá 1978 og er nú forstöðumaður
Reykjavíkurseturs stofnunarinnar.
koma smásker úr sjó á nokkrum stöðum
umhverfis eyjarnar. Að auki tengja
víðáttumiklir sandflákar þær saman og
teygja sig talsvert vestur frá þeim, en
sand- og malarrif liggja til lands í norðri.
Fimm lítil sker rnynda sameiginlega
Borgarskarfasker.
Heiti á einstökum eyjum eða skerjum hafa
ekki komið í leitirnar í rituðum heimildum
þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan. Á Ömefna-
stofnun Islands er að finna örnefnalýsingu
fyrir Borg á Mýrum en þar er eyjanna að
engu getið, hvað þá heita á einstökum
eyjum eða skerjum. Þar er einnig að finna
landamerkjaskrá frá árinu 1884, en í henni
eru eyjarnar aðeins tilgreindar undir sam-
heiti sínu. Þær upplýsingar sem við höfum
um nöfn á eyjunum eiguni við að þakka
Guðjóni Viggóssyni í Rauðanesi (munnl.
uppl. 2001). Til að aðgreina fuglalíf í hverri
eyju og skeri fyrir sig meðan á útivinnu
stóð gáfum við þeim númer (1,2, 3 o.s.frv.)
og er þeim númerum haldið hér til
glöggvunar (1. mynd).
Sigurður Ingvarsson (f. 1958) lauk vélfræðinámi
frá Vélskóla Islands árið 1979 og síðan sveinsprófi
í vélvirkjun. Hann er búsettur í Borgarnesi og
sinnir viðhaldsstörfum í álveri Norðuráls á Grund-
artanga. Sigurður hefur í frístundum stundað fugla-
merkingar fyrir Náttúrufræðistofnun íslands frá
árinu 1987.
Náttúrufræðingurinn 70 (4), bls. 185-196, 2002.
185