Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 16
Mýrum (óbirtar uppl.). Annar höfunda (S.I.)
kom í Skarfasker sumarið 2001 og þá voru
engir skarfar verpandi, þannig að varp þeirra
er enn óstöðugt í eyjunum.
Grágæs Anser anser. Alls fundust átta
grágæsarhreiður; fimm í aðaleyjunni (eyju
nr. 3) en þrjú í hinum hluta Innrieyjar (eyju
nr. 2). Fimm hreiðranna voru útleidd en fimm
egg í hverju hinna þriggja. Varla eru skilyrði
til varps fyrir grágæsir í öðrum eyjum og
skerjum, sem eru annaðhvort með mjög
snöggum gróðri eða gróðurlaus með öllu.
Engu að síður var Fremriey (eyja nr. 4)
greinilega mikið notuð af grágæsum til
beitar, eins og mikill gæsaskítur benti til, en
þar voru engin hreiður. Þegar Kristinn H.
Skarphéðinsson kom í Borgareyjar 13. ágúst
1975 voru þar fyrir grágæsir í sárum og tugir
á sjónum í grennd við eyjarnar. Því er ljóst
að nokkuð af gæsum heldur þar lil meðan
þær eru ófleygar og eru að skipta um
fjaðrabúning síðsumars.
Stokkönd Anas platyrhynchos. Tvö
stokkandarhreiður fundust í könnuninni,
eitt í hvorum hluta Innrieyjar. Annað var
útleitt en hitt upprifið, líklega af völdum
máfa. Ennfremur flaug ein kolla úr eyju nr. 3
og hefur e.t.v. verið þar með unga, af atferli
hennar að dæma.
Toppönd Mergus serrator. Tvö topp-
andarhreiður fundust, bæði í eyju nr. 3, vel
falin í melþúfum. Eitt egg var í öðru þeirra en
hitt var upprifið og eggin étin, líklega af
máfum. Stakt toppandarpar sást á litla
voginum sem er vestan í milli eyja nr. 2 og 3.
Hugsanlegt er að aðeins eitt par hafi orpið í
eyjunum og það hafi byrjað á nýju hreiðri
eftir að hið fyrra var rænt.
Æðarfugl Somateria mollissima. Samtals
fundust 16 æðarhreiður í Ijónjm eyjanna, þar af
sjö í eyju nr. 2, sex í eyju nr. 3, tvö í eyju nr. 4 og
eitt í eyju nr. 6. Egg voru í þeim öllum, að
meðaltali 4,0 egg í hreiðri (vikmörk = 1-7,
staðalfrávik = 1,5). Ekkert æðarhreiður fannst
upprifið, eins og e.t.v. var við að búast í
jafnmiklu máfavarpi og í þessum eyjum. Þareð
engin æðarhreiður voru útleidd hefur fyrstu
eggjunum ekki verið orpið fyrr en í fyrsta lagi
um miðjan maí (miðað við um 28 daga álegu) og
er það fremur seint.
Æðarfugl hefur orpið í Borgareyjum frá
örófi alda, því eggvers er getið þar 1570
(íslenskt fornbréfasafn XV).
Rita Rissa tridactyla. Fjögur rituhreiður
voru gjármegin í eyju nr. 2 og ómögulegt að
koma auga á þau nema mjög nærri. Eitt
hreiður var á norðausturhorni eyju nr. 3.
Hreiðrin voru öll tóm þótt fuglamir væru við.
Aðalrituvarpið var í skeri nr. 5, alls 91
hreiður og mörg þeirra með eggjum. Samtals
voru því 96 hreiður á athugunarsvæðinu.
Rituvarp var a.m.k. á skeri nr. 5 sumarið 2001
(S.I.).
Ekki hefur verið kunnugt um rituvarp í
Borgareyjum né á Borgarskarfaskerjum hin
síðari ár. Rituvarp kom til dæntis ekki fram í
þessum eyjum við könnun 1983 (sbr.
Arnþór Garðarsson 1996). Varpið er að
líkindum mjög nýlegt enda lítið enn sem
komið er. Þó var búið að stofna til þess vorið
1998 þegar Guðjón Viggósson í Rauðanesi
(rnunnl. uppl. 2001) átti leið framhjá skeri nr.
5. IngibergurBjarnason í Rauðanesi kveður
varpið hafa verið þar í aðeins nokkur ár
(munnl. uppl. 2001).
Svartbakur Larus marinus. Alls fundust
12 svartbakshreiður í sex eyjanna. Sjö
hreiður voru í skeri nr. 5 en eitt í hverri eyju
nr. 1,2,4, 6 og 8. Langflest hreiðranna (10)
voru útleidd og litlir ungar skammt frá, en
eitt var með þremur eggjum og annað með
tveimur eggjum. Fjöldi fullorðinna svart-
baka sem sáust kringum skerin og sýndu
varpatferli (22 fuglar) var í fullu samræmi við
fjölda fundinna hreiðra.
Kristinn H. Skarphéðinsson sá svartbaka í
Borgareyjum 13. ágúst 1975. Líklegt þykir að
þeir hafi orpið þarna um aldir.
Sílamáfur Larus fuscus. Ólíkt svartbaki,
sem varp dreift um eyjarnar, þá fundust
verpandi sílamáfar í aðeins tveimur þeirra,
alls 19 hreiður, og aðeins í melgrónu
eyjunum (Innriey). Voru tóll'hreiður í eyju
nr. 2 en sjö í eyju nr. 3. Egg voru í þeim öllum,
að meðaltali 2,4 egg í hreiðri (vikmörk = 1-3,
staðalfrávik = 0,8). Fjöldi fullorðinna fugla
sem voru með varpatferli var hinn sami og
fjöldi fundinna hreiðra (19 fuglar).
Þetta er í fyrsta sinn sem sílamáfsvarp er
skráð í Borgareyjum. Tegundinni hefur
190